AFL starfsgreinafélag

Tryggjum aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla

Formannafundur SGS sem haldinn var á Hallormsstað 24. maí 2019 sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu.

Á undangengnum árum hefur verulega verið dregið úr þjónustu við þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, sérstaklega á landsbyggðinni. Fyrir liggur að þeir þurfa oft að ferðast um langan veg með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi. Það á einnig við um aðstandendur.

Mun algengara er að fólk neiti sér um að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar hér á landi en í nágrannalöndunum. Greiðsluþáttökukerfið tekur afar takmarkað tillit til ferða og dvalarkostnaðar fólks af landsbyggðinni. Þessi þróun og fyrirkomulag er til skammar fyrir íslenskt samfélag og algerlega óásættanleg.

Starfsgreinasamband Íslands krefst þess að þegar í stað verði gripið til aðgerða til tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri heilbrigðisþjónustu. Starfsgreinasambandið mun aldrei samþykkja að hagræðingu og sparnaði í heilbrigðiskerfinu verði mætt með þeim hætti að auka álögur á fólk og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Það er ekki samfélag sem við viljum kenna okkur við

Iðnaðarmenn AFLs samþykkja kjarasamning

Smidur

77% þeirra sem greiddu atkvæði um nýgerðan kjarasamning Iðnaðarmannadeildar AFLs og Samiðnar við Samtök Atvinnulífsins, samþykktu samninginn.  Kjörsókn var aðeins um 19%. Samningurinn var samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Samiðnar nema hjá Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði sem felldi með með 54% greiddra atkvæða og 40% kjörsókn.  Iðnaðarmannafélög utan Samiðnar - s.s. rafiðnaðarfélögin, Matvís og Grafía svo og VM - samþykktu öll samninginn en það var naumt hjá Rafiðnaðarsambandinu þar sem 49% sögðu já, 47% nei og 3,3% skiluðu auðu.  Samningurinn var því samþykktur með auðum og ógildum atkvæðum - en reglur vinnumarkaðarins er að meirihluta atkvæða þarf til að fella samnings.  Það þýðir að ef innan við 50% þeirra sem greiða atkvæði segja nei - þá er samningurinn samþykktur þó svo að enn færri félagsmenn segji já.

150 félagsmenn atvinnulausir í apríl

atvinnulausir

Skv. tölum frá Greiðslustofu atvinnuleysisbóta voru 150 félagsmenn AFLs án atvinnu í aprílmánuði - allan eða að hluta.  Þetta er talsverð fækkun frá mars mánuði þegar tæplega 180 félagsmenn voru skráðir atvinnulausir.  Þar af eru um 40 félagsmenn með skráð lögheimili utan félagssvæðis - þar af flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig á norðausturlandi.  Athygli vekur að 23 eru skráðir atvinnulausir á Vopnafirði og Bakkafirði - sem er verulegt miðað við stærð þessara byggðalaga.

19 félagar eru atvinnulausir á Héraði og Seyðisfirði en 43  í Fjarðabyggð að Stöðvarfirði.  Sunnan Stöðvarfjarðar og að Höfn eru aðeins 9 atvinnulausir og á Höfn og suður úr að Skeiðará eru 15 skráðir atvinnulausir. 

Þetta er mesta atvinnuleysi sem skráð er hjá félaginu síðan 2014 þegar 164 voru á atvinnuleysiskrá í apríl.  Síðustu þrjú ár hafa um 100 manns verið án atvinnu á þessum árstíma.

Iðnaðarmenn - kosning hafin

Iðnaðarmenn í AFLi geta nú greitt atkvæði um nýgerða kjarasamninga.  Kynningarefni verður sett á innri vef félagsins um leið og það er tilbúið en samningurinn sem greidd eru atkvæði um - er á vef félagsins. https://asa.is/kjaramal/kjarasamningar-idnadarmanna-2019.  Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 15:00 21. maí nk.

Á hlaðvarpinu hér að neðan fer Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins yfir atriði samningsins.

https://hladvarp-asi.simplecast.com/episodes/untitled?fbclid=IwAR01v8aY0nf_FEYT6d2O_RqrWkWx2LNzb17pXhBPF2HbeEBVCZJhoTqLPEY

 

 

Iðnaðarmenn semja - stytting vinnuviku

Skrifað var undir nýjan kjarasamning iðnaðarmanna í gær og fer hann í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá AFLi eftir helgi.  Nánar um samninginn má sjá á heimasíðu Samiðnar en Iðnaðarmannadeild AFLs er aðili að Samiðn.

http://samidn.is/

 

"...og ef einhver segir eitthvað þá hlustar enginn - því við erum öll upptekin við að kaupa glingur á netinu..."

FyrsiMai2019

Sjá fleiri myndir

Hátíðahöld AFLs á 1. maí tókust vel og var húsfyllir á nánast öllum samkomum félagsins en þær voru haldnar á Höfn, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Borgafirði Eystri og Vopnafirði og var vel á annað þúsund manns alls þátttakendur í baráttufundum félagsins.

1. maí ávarp félagsins fer hér á eftir.

Heimurinn hefur aldrei verið eins fullkominn eins og í dag.

Framleiðslugeta mannskyns er meiri en nokkru sinni áður og í raun fer fátækt í heiminum minnkandi og lífsgæði eru að aukast. Á sama tíma vex reiði í samfélögum sem eru meðal þeirra ríkustu í heiminum. Fólk í gulum vestum fer um stræti stórborga Frakklands og mótmælir. En það er ekki samhljómur í mótmælunum – þar ganga hlið við hlið hægri öfgamenn, kommúnistar og umhverfisaktívistar. Það er reiðin sem sameinar.

Continue Reading

Réttindin féllu ekki af himnum ofan

Birkir

Birkir Snær Guðjónsson, trúnaðarmaður AFLs hjá Eimskip á Mjóeyrarhöfn og í forystu ASÍ UNG í viðtali Austurgluggans.  Viðtalið er birt hér með leyfi Austurgluggans.sjá hér