AFL starfsgreinafélag

Trúnaðarmenn á námskeiði

trúnaðarmenn á námskeiðiFyrra trúnaðarmannanámskeið vetrarins stendur nú yfir á Hótel Bláfelli í Breiðdal.  um 20 trúnaðarmenn sitja námskeiðið sem er ívið færri en verið hefur.  Trúnaðarmenn AFLs allt frá Höfn í suðri og til Vopnafjarðar í norðri sækja námskeiðið.

Á námskeiðum sem þessu koma ætíð fram mál og hugmyndir sem vinna þarf úr.  Þannig má nefna að um þessar mundir er verið að opna "mínar síður" AFLs á þremur tungumálum til viðbótar við íslensku - þ.e. ensku, pólsku og litháisku.  Sú vinna fór í gang í kjölfar trúnaðarmannanámskeiðs sl. vor þar sem 4 erlendir trúnaðarmenn voru meðal þátttakenda.  Ennfremur má benda á að "Vopnafjarðamálið" kom upp í kjölfar trúnaðarmannanámskeiðs þar sem trúnaðarmenn sátu og reiknuðu upp allar tölur á launaseðlum og báru saman við kjarasamninga.

Næsta trúnaðarmannanámskeið félagsins verður haldið í mars og gefur starfsmaður félagsins Gunnar Smári, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., nánari upplýsingar um það og tekur við skráningum.

 

Tökum vel á móti Gallup

 

1570544592 logo ei afl gallup

Á næstunni mun Gallup framkvæma könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna Einingar-Iðju og AFLS starfsgreinafélags. Könnunin er jafnframt happdrættismiði því allir sem taka þátt geta unnið veglega vinninga. Í gær voru sett bréf í póst á þá 3.000 félagsmenn sem valdir voru handahófskennt úr félagaskrám þessara tveggja félaga.

Það er von félagsins að þeir sem valdir voru til þátttöku gefi sér tíma til að svara þegar leitað verður til þeirra því það er áríðandi að fá sem nákvæmastar niðurstöður og að allir svari svo hægt verði að nýta niðurstöðurnar í þágu þekkingar og til hagsbóta fyrir félagsmenn.

Starfsmenn frá Gallup munu hringja í þessa félagsmenn og bjóða þeim þátttöku. Bæði verður hægt að svara símleiðis og í gegnum netið með því að fara inn á vefslóð sem gefin er upp í bréfinu sem félagsmennirnir fengu og nota lykilorð sem þeim var úthlutað.

Þátttakendur strax í happdrættispott!
20 þátttakendur lenda strax í happdrættispotti, vinningshafar fá tilkynningu fljótlega eftir að búið er að svara könnuninni. Um er að ræða gjafakort að verðmæti kr. 15.000.

Átta veglegir vinningar eru í boði þegar könnuninni er lokið. Tveir vinningar að upphæð

Starfsdagur starfsmanna grunnskólanna 2019

StarfsdagurGrunnsk2019

Félagsmenn AFLs er starfa í grunnskólum  á félagssvæði AFLs héldu sinn árlega starfsdag sl. föstudag.  75 félagsmenn mættu og þar með þurfti að flytja dagskránna úr fundarsal félagsins að Búðareyri 1 yfir í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju. Dagskráin hófst kl. 10 með erindi Ingibjargar Þórðardóttur um "kynvitund ungs fólks" og fjallaði hún um það hvernig einstaklingar finna sig utan hinna hefðbundnu kynskilgreininga og þau vandamál sem þá blasa við. Einnig var fjallað um "intersex" fólk og fordóma í garð beggja hópanna og hvernig við getum sem samborgarar - gert lífið aðeins léttara fyrir þá sem eru "kynsegin" eða "intersex". 

Erindi Ingibjargar var fróðlegt og var efni þess til umræðu í kaffihléum út daginn.  Síðan beindist dagskráin meira að félagsmönnum sjálfum og velferð þeirra og fjallaði Guðmundur Ingi Sigbjörnsson, fyrrv. skólastjóri, um kulnun í starfi.  Guðmundur fór vítt um völlinn og fékk mikil viðbrögð frá fundarmönnum þar sem fólk bar saman bækur sínar og reyndi að draga lærdóm af og deginum lauk síðan með yfirgripsmiklu erindi Hrannar Grímsdóttur, lýðheilsufræðings, sem fjallaði um lífsstíl og vellíðan og leiddi hópinn allan í jógaæfingum.

Þá var og fjallað um kjaramál og kom Hjördís Þóra, formaður AFLs, sem öllu jafna leiðir þennan dag á símafund með félagsmönnum úr húsi ríkissáttasemjara til að upplýsa fundarmenn um stöðu kjaraviðræðna en kjarasamningar þessa hóps sem þarna sat hafa verið lausir frá í vor.  Þá var og fjallað um innri málefni félagsins.

Karina Garska, umsjónarmaður á Búðareyri 1, hafði veg og vanda af veitingum á þessum vel heppnaða starfsdegi en að öðru leyti var undirbúningur á hendi formanns og Sigurbjargar Kristmundsdóttir, sérfræðings AFLs á Reyðarfirði.  Kvöldverður var snæddur í Randulfs sjóbúð og tókst vel.

Félagsmenn komu langa leið til að sitja þennan dag - eða frá Höfn í suðri og Vopnafirði í norðri og frá öllum skólum þar á milli.

 

Sjá fleiri myndir

Opnað fyrir umsóknir um jól og áramót!

jól og áramót 1        jól og áramót 2

Opnað hefur verið fyrir umsóknum um jól og áramót í orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík og á Akureyri.  Dregið verður milli umsókna 4. nóvember nk.  Dregið er skv. reglum félagsins - þannig að þeir sem ekki hafa fengið úthlutað þrjú síðastliðin ár eru í forgangi og er fyrst dregið milli þeirra.  Ef íbúðir ganga af  er dregið milli allra.  Sótt er um vegna ákveðinna stærðarflokka íbúða.

Umsóknir eru á "mínum síðum" félagsmanna - sjá mynd hér að ofan.  Ef ekki birtist hlekkur "sækja um jól og áramót 2019" á viðkomandi félagsmaður ekki rétt hjá orlofssjóði.  Það getur verið vegna þess að ekki hafa borist iðgjöld eða af öðrum ástæðum og eru þeir sem telja sig eiga rétt á fyrirgreiðslu orlofssjóðs en ekki fá þennan hlekk upp, hvattir til að hafa samband við skrifstofur félagsins eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Félagsmenn sem ekki nota "mínar síður" geta haft samband við skrifstofur félagsins og fengið aðstoð við að ganga frá umsókn.

Frestur til að leggja inn umsókn er til 3ja nóvember og strax 4ja nóvember verður dregið milli umsækjenda.  Þeir sem fá úthlutað fá tölvupóst um leið og drætti líkur og hafa þá tvo sólarhringa til að greiða kr. 5.000 staðfestingagjald (óendurkræft). Eindagi á öllu leiguverði er síðan 3. desember.  Síðustu ár hefur einhverjum íbúðum verið skilað inn aftur strax að lokinni úthlutun eða á næstu dögum á eftir og verður þeim úthlutað í samræmi við biðlista sem verður til á úthlutunarfundi þar sem þeim sem ekki fá úthlutað íbúð - er raðað á biðlista í samræmi við útdráttinn.

Leigurverð íbúða er nokkuð mismunandi eftir stærð þeirra - allt frá kr. 29.185 fyrir 2ja herbergja íbúðir að kr. 32.840 fyrir 4ra herbergja íbúð.

 

 

Samkomulag um innágreiðslu fyrir starfsmenn sveitarfélaga

leiksklaborn Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands f.h. AFLs og annarra aðildar félaga hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi. Jafnframt drógu SGS og Efling - stéttarfélag til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara.

Þann 1. október 2019 verður hverjum starfsmanni greidd innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning að upphæð 125.000 kr. miðað við fullt starf. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 30. september 2019. Starfsmenn í fæðingarorlofi og tímavinnufólk fær innágreiðsluna.

Það er sameiginlegur skilningur aðila að ofangreind fjárhæð sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga aðila og verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.

Starfsdagur grunnskólastarfsmanna 2019      

Starfsdagur2019

Föstudaginn 13. september 2019 Búðareyri 1, Reyðarfirði

Kl. 10:00 – Komið í hús. Kaffiveitingar
Kl. 10:10 – Setning – Hjördís Þóra, formaður AFLs
Kl. 10:15 –Kynvitund ungs fólks- Ingibjörg Þórðardóttir
Kl. 11:00 – Hlé
Kl. 11:10 – Kulnun í starfi – Guðmundur Ingi Sigbjörnsson
Kl. 12:15 – Hádegisverður
Kl. 13:00 – Kulnun í starfi –framhald
Kl. 14:30 – Kjaramál- Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Kl. 15:00 – Kaffihlé
Kl. 15:30 – Heimasíðan- mínar síður- Sverrir Mar Albertsson
Kl. 16:00 – Heilbrigði og vellíðan – Hrönn Grímsdóttir
Kl. 17:30 – Óvissuferð og kvöldverður á Eskifirði

Skráning á næstu skrifstofu eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir félagsmenn sem vilja að AFL skipuleggi ferðir hafið samband við næstu skrifstofu

AFL Starfsgreinafélag

110 félagsmenn án atvinnu!

í lok júlímánaðar voru alls 110 félagsmenn AFLs án atvinnu.  Þar af voru um 40 með lögheimili skráð utan félagssvæðis, 14 félagsmenn voru án atvinnu á Bakkafirði og Vopnafirði (en þar leitaði sveitarfélagið til sjálfboðaliða til að vinna við skógrækt), á Egilsstöðum og Fljótsdalshéraði öllu voru 10 manns án atvinnu (enginn á Seyðisfirði), 35 voru án atvinnu í Fjarðabyggð og 8 á Höfn og nágrenni.

Nokkuð jöfn skipting er milli kyna - þ.e. 50 karlmenn voru án atvinnu en 60 konur.

More Articles ...