AFL starfsgreinafélag

Launahækkanir sem taka gildi 1. maí 2017

Þann 1. maí hækka laun og launatengdir liðir um 4,5% hjá félagsmönnum sem starfa á almenna markaðnum ( samningar við SA)
Frá sama tíma skulu lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf ekki vera lægra en 280.000

Afmælisblað AFLs - 10 ára

blad

Blaðið er gefð út í tilefni tíu ára afmælis AFLs Starfsgreinafélags. Stjórn félagsins ákvað að helga blaðið breytingum sem eru á næsta leyti á vinnumarkaði og stórkostlegum samfélagsbreytingum sem þeim fylgja.

Með að skyggnast með þessum hætti inn í framtíðina vill félagið styðja Austfrðinga inn í framtíðina til góðra verka, blaðið pdf

Aðalfundur AFLs 2017

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags laugardaginn 29. apríl í Skrúð Fáskrúðsfirði.

Ferðaplan á aðalfund AFLs:

Rúta fer frá  AFLi Nesk. Kl:13.30, Tanna Travel Eskif. Kl: 14.00  og AFLi Reyðarf. kl: 14.15
Vopnfirðingar, Egilsstaðabúar og Seyðfirðingar koma í rútu hjá N1 Egilsst. kl. 13:45. Sú rúta tekur upp á Reyðarf. þá sem koma frá Nesk. og Eskif.

Frá Höfn í Hornafirði
Brottför skrifstofa AFLs Höfn kl. 12:00
Djúpavogi Við Voginn kl. 13:10

Þeir sem hyggjast vera í mat að fundi loknum eru beðnir um að skrá sig séu þeir ekki nú þegar skráðir.

1. maí 2017

1mai2017

 

AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins.

1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum

Vopnafirði,
Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00.
Kaffiveitingar.  Tónlistaratriði
Ræðumaður:  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Borgarfirði eystri,
Hátíðardagskrá verður í Álfheimum kl. 12.00 
Súpa og meðlæti.
Ræðumaður:  Reynir Arnórsson

Seyðisfirði, 
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.    
Kaffiveitingar og skemmtiatriði.
Ræðumaður:  Pálína Margeirsdóttir

Egilsstöðum,
Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.30  
Morgunverður  og tónlistaratriði.
Ræðumaður:  Pálína Margeirsdóttir

Reyðarfirði,
Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:30. 
Kaffiveitingar og tónlist
Ræðumaður: Grétar Ólafsson

Eskifirði,
Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00.
Kaffiveitingar og tónlistaratriði
Tónskóli Reyðarfjarðar
Ræðumaður:  Grétar Ólafsson

Neskaupstað,
Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14 :00
Kaffiveitingar
Tónlistaratriði: Félag harmonikkuunnenda Neskaupstað
Ræðumaður:  Sverrir Kristján Einarsson

Fáskrúðsfirði,
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Skrúð kl. 15:00
Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar.
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður:  Jökull Fannar Helgason

Stöðvarfirði,
Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00  
Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

Breiðdalsvík,
Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00
Kaffiveitingar og tónlistaratriði.
Ræðumaður:  Sigurður Hólm Freysson

Djúpavogi,
Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00,
Morgunverður og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Hornafirði,
H
átíðardagskrá á Z Bistro kl. 14:00, kaffiveitingar
Lúðrasveit Hornafjarðar, leikhópur FAS, tónlistaratriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

 

 

Símar - Innhringing til AFLs

Vegna flutnings á símstöð, er Aðalsímanúmer félagsins 4700300 einungis still á einn starfsmann, og hugsanlega erfitt að ná inn.

Ef þú þarft að ná í félagið vinsamlega hringið í beina númer starfsmanna:
4700316 Lilja, Egilsstöðum
4700310 Sigurbjörg, Reyðarfirði
4700306 Ingibjörg, Neskaupstað
4700318 Þorkell, Nöfn Hornafirði
4700303 Gunnar, Vopnafirði

Úthlutað í sumarhúsum

Úthlutað var í sumarhús AFLs á almennum félagsfundi í gærkvöld.  Allir sem fengu úthlutað fengu SMS skeyti í gærkvöldi um að þeir hefðu tekið hús á leigu.  Jafnframt hefur verið stofnuð kr 500 krafa í heimabanka viðkomandi og þarf að greiða hana innan 2ja sólarhringa.  Það er til að staðfesta leiguna.  Gjalddagi eftirstöðva leigunnar er síðan 4. maí.

Það er mikilvægt að fólk láti vita sem allra fyrst hyggist það ekki nota sumarhús sem því hefur verið úthlutað því fjölmargir eru á biðlista á ákveðnum tímabilum.  

Eftir að úthlutun líkur og farið hefur verið yfir biðlista -  verða laus hús sett á vefinn og eru þá opin fyrir alla - fyrstu kemur fyrstur fær.  Húsin eru aðeins leigð í vikuleigur.

Boðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2017

Laugardaginn  29. apríl   klukkan  15:00 Í félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  2. Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar
  3. Lagabreytingar
  4. Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs
  5. Kjör félagslegra skoðunarmanna
  6. Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess
  7. Ákvörðun félagsgjalds
  8. Önnur mál
  9. Reikningar félagsins kynntir bornir upp til samþykktar

Að loknum fundi verður boðið upp á kvöldverð og stutta skemmtidagskrá.  Félagsmenn sem ætla að taka þátt í kvöldverði og skemmtidagskrá eru beðnir um að skrá sig á skrifstofu félagsins fyrir 26.apríl.
Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins og miðast við þá sem taka þátt í kvöldverði. Skráið ykkur á næstu skrifstofu félagsins.
Ársreikningar félagsins og tillögur að lagabreytingum liggja fyrir á skrifstofum félagsins viku fyrir aðalfund.
AFL Starfsgreinafélag