Fullur sigur vannst í dómsmáli í Héraðsdómur Austurlands sem félagið höfðaði fyrir hönd félagsmanns. Málið snerist um greiðslur orlofs á laun, en atvinnurekandi hélt því fram að samkomulag væri um að þær væru innifaldar í launum. Honum tókst ekki að færa sönnur á það enda ekki gert ráðningarsamning við starfsmanninn. Sjá dóminn í heild
Brotist var inn í starfsmannaaðstöðu í orlofsíbúðanna í Stakkholti í Reykjavík um síðustu helgi. Vætanlega hafa þjófarnir verið að stofna heimili eða eru að hefja gistihúsarekstur því aðallega var stolið merktum rúmfatnaði og handklæðum. Þannig ef félagsmenn sjá rúmföt eða handklæði merkt AFLi einhvers staðar á flækingi - þá vinsamlega hafa samband við okkur. Einnig varð verktaki á vegum AFLs fyrir nokkru tjóni en stolið var verkfærum frá honum.
Því miður hefur farið vaxandi að félagsmenn hafa skilið illa við - með skemmdum á innanstokksmunum og miklum óþrifum. Þá hefur og verið kvartað nokkuð undan partístandi í íbúðum hjá okkur. Vert er að vekja athygli á að innheimt er af fullum þunga fyrir öllum skemmdum og aukaþrifum - auk þess sem viðkomandi félagsmenn fara í leigubann í allt frá þremur mánuðum upp í nokkur ár - eftir því hversu alvarlegt málið er.
Fyrstur kemur fyrstur fær þegar stendur bókanlegt á netinu fyrir aftan tímabil sjá lista. Ef tímabil er lengra en 6 mánuði fram í tímann, vinsamlega sendið inn umsóknareyðublað. Tímabil
Eftir atkvæðagreiðsluna um kjarasamninginn sem undirritaður var milli samtaka sjómanna og SFS þann 18. febrúar síðastliðinn hefur verið nokkur umræða um þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. Sumir halda því fram að þátttakan hafi verið léleg þar sem 53,7% þeirra sem voru á kjörskrá tók þátt í kosningunni. Tíminn sem menn höfðu til að greiða atkvæði var stuttur, en sjómenn voru í verkfalli og því flestir tiltækir enda gat deilan leystst með stuttum fyrirvara. Eins og menn vita voru kjarasamningar felldir í tvígang í þessari deilu og því fróðlegt að skoða hvernig þátttakan var allt þetta ferli.
Kjarasamningur var undirritaður milli Sjómannasambands Íslands og SFS þann 24. júní 2016. Aðilar að þeim samningi voru öll aðildarfélög Sjómannasambandsins að VerkVest undanskildu. Sjómannafélag Íslands var ekki aðili að þeim kjarasamningi. Atkvæðagreiðslan um þennan samning fór fram ýmist með póstatkvæðagreiðslu eða á opnum kjörfundi. Atkvæðagreiðslan stóð yfir til 8. ágúst 2016 og voru atkvæði talin þann 10. ágúst 2016. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 38,5%. Samningurinn var felldur með 66% atkvæða.
Í kjölfar þess að kjarasamningurinn frá 24. júní 2016 var felldur var farið í atkvæðagreiðslu um allsherjarverfall á fiskiskipaflotanum. Atkvæðagreiðsla um verkfallið stóð í um mánuð og lauk henni þann 17. október 2016. Öll aðildarfélög Sjómannasambands Íslands auk Sjómannafélags Íslands tóku þátt í þeirri atkvæðagreiðslu, en þetta eru sömu félögin og töldu sameiginlega um samninginn sem undirritaður var 18. febrúar 2017. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni um verkfallið hjá aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands og Sjómannafélagi Íslands var samanlagt 54,2%. Verkfall var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða.
Kjarasamningur var undirritaður þann 14. nóvember 2016. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands voru ekki aðilar að þeim samningi, en þeir undirrituðu samning daginn eftir. Þessir samningar fóru í atkvæðagreiðslu og var verkfalli frestað. Atkvæðagreiðslunni um þessa samninga lauk 14. desember 2016. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni um samningana var óvenju mikil eða 60,4% þegar félög innan Sjómannasambands Íslands og Sjómannafélags Íslands eru talin saman.
Kjarasamningur var undirritaður 18. febrúar 2017 og voru aðilar að samningunum öll aðildarfélög Sjómannasambands Íslands auk Sjómannafélags Íslands. Atkvæðagreiðslunni lauk að kvöldi 19. febrúar 2017 og stóð því yfir í stuttan tíma. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 53,4% eða sambærileg og um verkfallið og mun betri en um kjarasamninginn frá 24. júní 2016.
Samkvæmt framansögðu er hæpið að halda því fram að þátttaka í atkvæðagreiðslunni um samninginn frá 18. febrúar 2017 hafi verið léleg. Þvert á móti er hún sambærileg og alla jafna um kjarasamninga hjá sjómönnum þrátt fyrir stuttan afgreiðslutíma á samningnum.
Við þennan pistil frá upplýsingafulltrúa Alþýðusambandsins má bæta við - að sjómenn gátu kosið víðsvegar um landið sama í hvaða félagi þeir voru. Þetta nýttu m.a. sjómenn í AFLi sér - sem voru fjarri heimahögum sl. helgi. Þannig greiddu okkar menn atkvæði í Ólafsfirði, Reykjavík og víðar. Einnig notfærðu sjómenn í öðrum félögum sér að greiða atkvæði á kjörfundum AFLs. Það voru því tugir kjörstaða opnir fyrir sjómenn á flestum þéttbýlisstöðum landsins. AFL Starfsgreinafélag var í góðu sambandi við langflesta af félagsmönnum sem voru í verkfalli og voru send út SMS og tölvupóstar reglulega á meðan verkfalli stóð og strax eftir að samningar tókust voru sendar út leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu og kynningarfundi.
Ważna informacja dla tych, którzy otrzymali zasiłki dla bezrobotnych, z powodu strajku marynarzy! Urząd Pracy chce przypomnieć pracownikom przetwórni ryb, którzy na czas strajku otrzymywali zasiłek dla bezrobotnych o obowięzku wyrejestrowania się w momecie ponownego podjęcia pracy. Skreślenie z listy ma zasadnicze znaczenie, ponieważ kontynuacja naliczajania zasiłku powoduje wzrost długu tworząc tym samym niepotrzebne problemy. Możesz zrezygnować na stronie internetowej wybierąjac „Moja strona ", wysłając e-mail na adres This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., dzwoniąc na nr 515-4800 bądź w najblizszym miejsca zamieszkania biurze pracy.
Those who have received unemployment benefits during the fisherman strike and are now back at work need to “unregister” at the Department of Labour. You can “unregister” on “My pages” on www.vmst.is or with an email to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. or with a phone call to 515-4800. If you forget to “unregister” unemployment benefits may continue followed by unpleasant reclaim process by the Dept. of Labour. Members of AFL can contact our next office for assistance.
Áríðandi tilkynning til þeirra sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannaverkfalli! Sjómannaverkfallinu er nú lokið góðu heilli. Vinnumálastofnun vill minna starfsfólk fiskvinnslustöðva sem hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannverkfallin á að afskrá sig af atvinnuleysisbótum um leið og vinna hefst. Afskráning er afar mikilvæg því ef það gleymist þá kunna greiðslur bóta til einstaklinga að halda áfram og þá getur komið til skuldamyndunar hjá stofnuninni vegna ofgreiddra bóta með óþarfa eftirmálum. Hægt er að afskrá sig með tilkynningu á ,,Mínum síðum“, senda tölvupóst á ,,This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.“, hringja í síma 515-4800 eða koma á næstu þjónustuskrifstofu stofnunarinnar.
Með kveðju frá Vinnumálastofnun. Með kveðju / Best regards Gissur Pétursson forstjóri / Director Vinnumálastofnun / Directorate of Labour www.vinnumalastofnun.is