AFL starfsgreinafélag

Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% um áramót

logo vinumalastofn1Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% frá 1. janúar 2017. Grunnatvinnuleysisbætur eru því 217.208 krónur á mánuði en voru 202.054 krónur. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 342.422 kr. á mánuði eftir hækkun en voru 318.532 krónur fyrir hækkun. Þessi hækkun kemur í kjölfar gagnrýni á að bætur hafi ekki hækkað hlutfallslega jafn mikið og lágmarkslaun, en grunnatvinnuleysisbætur eru nú 83,5% af lágmarkslaunum. Nánar um fjárhæðir atvinnuleysisbóta má sjá hér

Aðalfundur Sjómannadeildar AFLs

Hörð umræða var um stöðu kjaradeilu sjómanna á aðalfundi Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags í gær. Fundamenn töldu að forysta SSÍ hefði verið of fljót á sér að gera kjarasamning þann 14. nóvember sl. og að ekki hefði verið fullreynt að ná fram frekari kröfum sjómanna. Sjomannaf2016Meðal atriða sem fundarmenn töldu að fylgja ætti eftir af fullri hörku eru mönnunarmál á fiskiskipum, lækkun eða afnám olíugjalds, sjómannaafslátt og sjómenn verði í fríu fæði í róðrum.

Mikill einhugur var meðal fundarmanna - en aðalfundur deildarinnar var vel sóttur og komu fundarmenn m.a. frá Höfn í Hornafirði og norðan frá Vopnafirði en fundurinn var haldinn í húsnæði félagsins á Reyðarfirði.

Stjórn deildarinnar til næsta árs er skipuð þeim:

 

Grétar Ólafsson, Vopnafirði, formaður.

Sigurður K. Jóhannsson, Neskaupstað, varaformaður.

Grétar Smári Sigursteinsson, Höfn, ritari.

Jón B. Kárason, Fáskrúðsfirði, meðstjórnandi.

Guðjón Egilsson, Seyðisfirði, meðstjórnandi.

 

Varamenn í stjórn eru:

Guðmundur Óskar Sigjónsson, Reyðarfirði

Óskar Marinó Sigurjónsson, Fáskrúðsfirði

Sævar Jónsson, Vopnafirði.

Jól 2015

Jol2015AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum sínum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla.

Gleðileg Jól

Jol2015AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum sínum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla.

Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags

Verður haldinn miðvikudaginn 28. desember 2016 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns
2. SSÍ þing
3. Kjaramál
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál
Ferðir verða samræmdar á næstu skrifstofu félagsins.
AFL Starfsgreinafélag Sjómannadeild

VERKFALL sjómanna AFLs kl. 20:00 í kvöld

Verkfall sjómanna í AFLi Starfsgreinafélagi svo og öðrum sjómannafélögum landsins skellur á að nýju kl. 20:00 í kvöld 14. desember.

Greiddar verða verkfallsbætur til þeirra sem þegar hafa sótt um vegna fyrra verkfalls í nóvember. Næst verður greitt úr verkfallssjóði AFLs 10. janúar nk. og þurfa umsóknir að berast í síðasta lagi föstudaginn 6. janúar.

Skv. ákvörðun stjórnar Vinnudeilusjóðs AFLs verða verkfallsbætur jafnar kauptryggingu - þ.e. 10.800 kr. pr. virkan dag í verkfalli. Greitt verður frá og með öðrum virkum degi verkfalls. Þeir sem taka virkan þátt í verkfallsvörslu og skrá sig á skrifstofum félagsins til verkfallsvörslu fá 20% álag á verkfallsbætur sínar þá daga sem þeir eru við verkfallsvörslu.

Stundi félagsmaður launaða vinnu í verkfalli sjómanna - á hann ekki rétt á verkfallsbótum.