AFL starfsgreinafélag

Óvissa um framhald: Sjómannasamningar í uppnámi

Mikil óvissa ríkir um framhald viðræðna um kjarasamning sjómanna eftir að slitnaði upp úr í viðræðum Sjómannasambandsins og útgerðarmanna í dag.  Að sögn fulltrúa AFLs í samninganefnd sjómanna hefur enginn árangur náðst í stóru málunum þrátt fyrir talsverð fundarhöld sl. 14 daga. Formanður og varaformaður Sjómannadeildar AFLs héldu félagsfundi víða á félagssvæðinu í síðustu viku og heyrðu hljóðið í sjómönnum.  Mikill einhugur var í félagsmönnum og þá sérstaklega varðandi olíuverðsviðmið en ein af kröfum SSÍ er að hlutur aflaverðmætis til skipta fari úr 70% í 73%  Góð mæting var á fundina sem voru haldnir á Höfn, Reyðarfirði, Norðfirði og Seyðisfirði og mættu ca 50% félagsmanna deildarinnar á fundina.

Að sögn einstakra fundarmanna er mikill sóknarhugur í sjómönnum og þótti mönnum ótímabært að fara að ræða eftirgjöf af kröfugerð - verkfallið væri búið að standa í mánuð og það munaði ekkert um mánuð í viðbót.

Reynslunni ríkari göngum við til framtíðar

TilGodra10arAFL Starfsgreinafélag varð til 28. apríl 2007 með samruna þriggja  félaga,  Vökuls  Stéttarfélags, Verkalýðsfélags Reyðararðar  og  AFLs  Starfsgreinafélags  Austurlands. Bæði Vökull og AFL Starfsgreinafélag Austurlands höfðu áður orðið til úr sameiningum minni félaga. Verkalýðs- barátta á Austurlandi á sér hins vegar sögu allt aftur til 1896 er fyrsta verkalýðsfélagið var stofnað á Seyðisfirði. Félagssvæði  AFLs  nær  allt  frá  Skeiðará  í  suðri  að Þórshöfn í norðri. Stærð félagsins fylgja kostir og ókostir. Félagið  hefur  reynt  með  ýmsu  móti  að  vinna  gegn ókostunum  með  öflugu  starfi  trúnaðarmanna,  rekstri þjónustuskrifstofa á sjö stöðum á félagssvæðinu og með vinnustaðaheimsóknum.  Styrkleika  sína  hefur  félagið reynt að virkja félagsmönnum til hagsbóta. Við munum fagna 10 ára afmæli AFLs með margvís- legum hætti. Meðal annars verður mikið lagt í ársfund trúnaðarmanna  sem  haldinn  verður  í  mars  og aðalfundur félagsins verður með sérstakri afmælisdag- skrá. Þá ætlum við að auka samtal okkar við ungt fólk á  félagssvæðinu  með  ýmsum  hætti. Við  viljum  líta  til framtíðar því þangað stefnum við.

Yfirlýsing frá Starfsgreina- sambandi Íslands

SGS i 1 300x184Starfsgreinasamband Íslands (SGS) krefst þess að fiskvinnslufyrirtæki tryggi afkomu starfsfólks sem af einhverjum ástæðum á lítinn eða engan rétt á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt áliti Vinnumálastofnunar er því ekkert til fyrirstöðu að þau fyrirtæki sem beitt hafa grein um „ófyrirséð áföll“ í kjarasamningum og vísað fólki á atvinnuleysisbætur geti einnig nýtt kauptryggingarákvæði fyrir starfsfólk sem fær litlar eða engar atvinnuleysisbætur. Þannig má tryggja afkomu alls starfsfólks í landvinnslu. Jafnframt mun Starfsgreinasamband Íslands beita sér fyrir því að þau ákvæði sem fiskvinnslufyrirtæki hafa beitt til að komast hjá launagreiðslum í verkfalli sjómanna verði endurskoðuð.

Ályktun miðstjórnar ASÍ um verkfall sjómanna

ASI LogoMiðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkföll og kjarabaráttu sjómanna og vélstjóra við samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Útgerðarmenn hafa árum saman neitað að ganga til kjarasamninga við sjómenn og vélstjóra og sett fram óbilgjarnar kröfur um að launafólk greiði verulegan hluta af eðlilegri greiðslu fyrirtækjanna fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.
Miðstjórn ASÍ skorar á samtök atvinnurekenda að ganga nú þegar til kjarasamninga við sjómenn og vélstjóra. Miðstjórnin fordæmir jafnframt þau verkfallsbrot sem framin hafa verið og skorar á útgerðarmenn að virða löglega boðaðar aðgerðir sjómanna.

Orlofsferð 2017

Orlof2017Orlofsferð EiningarIðju og Afls Starfsgreinafélags sumarið 2017
Þýskaland-Luxemburg-Trier-Mósel-Rín
Farið verður til Þýskalands 3. til 10. júní 2017, ef næg þátttaka fæst.
Flogið frá Keflavík til Frankfurt og þaðan aftur til Keflavíkur.
Farið verður til Cochem, Lúxemborgar, Bernkastel-Kues, Trier, Rüdesheim, Koblenz.
Gist verður 5 nætur í nágrenni Bernkastel-Kues www.moselpark.de og 2 nætur í Rüdesheimwww.parkhotel-ruedesheim.de. Gist verður í tveggja manna herbergjum á hótelum.
Leiðsögumaður verður Harpa Hallgrímsdóttir, bílstjóri Sveinn Sigurbjarnarson og fararstjórar Björn Snæbjörnsson og fulltrúi frá Afli.
Verð kr. 225.000 á mann.
Óafturkræft staðfestingargjald er kr. 40.000.
Innifalið í verði:
- Akstur: Allur akstur erlendis. Flug: Keflavík – Frankfurt – Keflavík.
- Gisting: 7 nætur í tveggja manna herbergjum á hótelum með morgunverði.
- Sjö kvöldverðir innifaldir erlendis.
- Sigling á Rín, vínsmökkun hjá vínbónda.
Ekki innifalið í verði:
- Ferðir og gisting innanlands og aðgangseyrir í söfn og á áhugaverða staði þar sem greiða þarfaðgangseyri.
Ferðin er samstarfsverkefni Einingar-Iðju og AFLs Starfsgreinafélags.

Bein útsending frá ráðstefnu 12. janúar

Radstefna12janStarfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónvarpað verður beint frá ráðstefnunni í gegnum facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og eru félagar um allt land hvattir til að nýta sér tæknina.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að því hvort starfsfólk velur sér sjálft þessi störf og hvaða áhrif störf sem eru ekki með hefðbundinn vinnutíma hafa á lífsgæði fólks. Hvað getur starfsfólk gert til að draga úr streitu í vaktavinnu? Getur fólk valið að vinna fulla vinnu eða eru hlutastörf dulbúin kjaraskerðing? Hvernig eru kynjahlutföll meðal starfsfólks með óhefðbundinn vinnutíma? Hefur óhefðbundinn vinnutími áhrif á heilsu starfsfólks og þá hvernig? Þessum spurningum og fleiri verður velt upp á ráðstefnunni en dagskráin er blanda af reynslusögum starfsfólks, kynning á niðurstöðum nýlegra rannsókna og umfjöllun sérfræðinga um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum óhefðbundins vinnutíma. Ráðstefnan fer fram á Hotel Natura og hefst hún klukkan 12:30 og stendur til 16:30. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna ef mætt er á staðinn.

Skráning

Dagskrá 12:30 

Continue Reading

Starfsgreina- samband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við sjómenn í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir

SjomennVerkfallÞær vinnudeilur sem sjómenn og útgerðarmenn standa nú í hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir landverkafólk. Fiskvinnslufyrirtæki hafa nýtt sér ákvæði í landslögum sem gerir þeim kleift að senda fiskvinnslufólk á atvinnuleysisbætur vegna „ófyrirséðra áfalla“ í stað þess að njóta kauptryggingar vegna hráefnisskorts eins og hingað til hefur tíðkast. Með þessu spara fyrirtæki sér launakostnað í verkfallinu en að sama skapi geta fyrirtæki ekki vænst þess að fólk snúi aftur til vinnu eftir að deilan leysist. Með því að fara þessa leið eru fiskvinnslufyrirtæki að sýna starfsfólki sínu lítilsvirðingu og rjúfa þann gagnkvæma skilning sem felst í ráðningarsambandi. Þessar aðgerðir margra fiskvinnslufyrirtækja koma misjafnlega niður á afkomu fjölda einstaklinga þar sem atvinnuleysisbætur eru í mörgum tilvikum lægri en kauptrygging. Þá er ótalinn nokkur fjöldi fólks sem á alla jafna ekki rétt á atvinnuleysisbótum, fólk yngra en 18 ára, fólk nýflutt til landsins og fólk sem hefur áður fullnýtt bótarétt sinn. Starfsgreinasambandið mun freista þess að sækja réttindi þessa fólks enda um grófa mismunun að ræða gagnvart þessum hópi sem er sviptur uppsagnarfresti og afkomu í einni sviphendingu.

Það er skýr krafa Starfsgreinasambandsins að fiskvinnslufyrirtæki sýni starfsfólki sínu virðingu og traust og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda ráðningasambandi og tryggja framfærslu starfsfólks. Það ber líka að hafa í huga að mörg fiskvinnslufyrirtæki sem bera nú við ákvæði um „ófyrirséð áföll“ er einnig útgerðarfyrirtæki og sitja því við samningaborðið með sjómönnum.

Ályktunin á vef SGS: