Skrifstofur félagsins eru lokaðar í dag föstudag 24. mars vegna ársfundar trúnaðarmanna. Reynt verður að svara í síma í dag og greiða úr því sem unnt er en athygli er vakin á því að aðeins 2 starfsmenn verða við vinnu.
Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2017 verður haldinn að Hallormsstað nk. föstudag - laugardag. Rétt til setu á fundinum eiga trúnaðarmenn félagsins svo og þeir sem sitja í nefndum og ráðum félagsins. Skráning fer fram hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4700 303
Leiguverð á íbúðum AFLs Starfsgreinafélags hefur verið hækkað um 2,7% eða sem nemur hækkun neysluvísitölu sl. ár. Hækkunin tekur aðeins til leiga sem gerðar verða eftirleiðis en hafa ekki áhrif á leigur sem þegar hafa verið bókaðar. Hækkunin nemur tæplega 200 kr. hækkun á fyrstu nótt og innan við 100 króna hækkun á hverri nótt eftir það.
Vinningshafi í myndasamkeppni AFLs að þessu sinni var Hildur Ósk Pétursdóttir, Mynd hennar prýðir orlofsbækling félagsins sem er um þessar mundir að berast í öll hús á félagssvæði AFLS
Forsendunefnd hefur skilað þeirri niðurstöðu að samningum á almenna markaðnum var ekki sagt upp núna um mánaðarmótin. Þótt ein af þrem forsendum væri brostin var gerð samþykkt um að fresta mögulegum uppsögnum þeirra til febrúar 2018. Launahækkanir kjarasamninga við SA koma til framkvæmda 1. maí n.k. sjá nánar: Endurskoðun yfirlýsing Forsendunefnd niðurstaðaNiðurstaða Endurskoðunar