AFL starfsgreinafélag

Frábæru trúnaðarmanna- námskeiði lokið

Góðir félagar!

Þá er enn einu frábæru trúnaðarmannanámskeiði lokið. Fimmtán manns vítt og breitt af félagssvæðinu og úr hinum ýmsu geirum vinnumarkaðarins sátu námskeiðið, og var gerður góður rómur að. Að þessu sinni var farið í fyrsta hlutann sem var bæði fróðlegur og skemmtilegur, allt í bland. Ekki er við öðru að búast þegar Sigurlaug Gröndal annars vegar sem leiðbeinandi og okkar frábæru trúnaðarmenn leiða hesta sína saman. Ekki má gleyma aðbúnaði námskeiðsins, en segja má að staðarhaldari Staðarborgar í Breiðdal leggi mikinn metnað í að gera vel við okkar fólk í mat og öðrum viðgjörningi þann tíma sem námskeiðið stendur yfir.

Continue Reading

AFL vinnur í Félagsdómi

AFL vann í vikunni mál fyrir Félagsdómi gegn Fjarðabyggð. Málsatvik eru þau að tveir starfsmenn Fjarðabyggðar hafa meistararéttindi í iðngrein - sem þó tengist ekki núverandi starfi þeirra, töldu sig eiga kröfu á launaauka í samræmi við menntun sína. Í kafla um símenntun í kjarasamningi AFLs við Samband Sveitarfélaga er tekið fram að meistararéttindi í iðngrein sem þó tengist ekki starfi viðkomandi skulu gefa 2 persónustig eða 4% kaupauka. Þetta er sambærilegt á við þann launaauka sem stúdentspróf gefur.

Continue Reading

Nýr samningur við ríkið samþykktur

Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið

Ríkisstarfsmenn í 15 aðildarfélögum SGS hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 7. október síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Niðurstaðan var mjög afgerandi – já sögðu 81,8% en nei sögðu

Continue Reading

Rakavarnarlag

Námskeiðið Frágangur rakavarnarlaga verður haldið á Egilsstöðum 30. október nk.  Nú þegar hafa 5 skráð sig á námskeiðið þannig að við munum örugglega halda það. Meðfylgjandi er auglýsing til kynningar á námskeiðinu.Rakavarnir

Fimmta þingi SGS lokið

SGSfimmtatthing2015Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Þá sá þingið ástæðu til þess að samþykkja tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsingu við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi og hins vegar yfirlýsingu vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála.

Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Framkvæmdastjórn sambandsins tók nokkrum breytingum en í nýkjörinni stjórn sitja: Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Sigurður A. Guðmundsson (Vlf. Snæfellinga) og Ragnar Ólason (Efling stéttarfélag).

Varamenn eru: Anna Júlíusdóttir (Eining-Iðja), Þórarinn Sverrisson (Aldan stéttarfélag), Guðrún Elín Pálsdóttir (Verkalýðsfélag Suðurlands), Vilhjálmur Birgisson (Vlf. Akraness) og Linda Baldursdóttir (Vlf. Hlíf).

Sjá nánar á vef SGS