Brunaþéttingar
Námskeið fyir byggingamenn, Brunáþéttingar
Námskeið fyrri alla þá sem koma að byggingarframkvæmdum. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum notuð eru til þeirra. Að loknu námskeiði fá þátttakendur viðurkenningu frá Mannvirkjastofnun sem er samstarfsaðili um námskeiðið.
Námsmat: 100% mæting
Kennari : Guðmundur Gunnarsson, fagstóri hjá Mannvirkjastofnun.
Staðsetning: Austurbrú, Búðareyri1. Reyðarfirði
Tími: Föstudagur 22. janúar kl. 13:00 - 17:00
Fullt verð: 18.000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 3000 kr.
Klukk
Hvað er Klukk?
Klukk er nýtt frítt tímaskráningar app fyrir Android/iOS sem ætlað er launafólki. Notandi skráir vinnutímana sína með Klukk og hefur þannig yfirsýn yfir unnar vinnustundir. Í klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir notandann á að klukka sig inn og út. Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi. Nánar á www.asi.is/klukk
Hvers vegna Klukk?
Hugmyndin varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögunum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ hafa farið í fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Verkalýðshreyfingin er því að svara óskum unga fólksins með appinu. Inn í Klukk er sérstaklega bent á gildi þess fyrir launafólk að vera í stéttarfélagi.
Apple:
https://itunes.apple.com/us/app/klukk/id1048984062?ls=1&mt=8
Google:
https://play.google.com/store/apps/details?id=is.stokkur.klukk.android
Gleðilegt ár
Aðalfundur sjómannadeildr AFLs Starfsgreinafélags
Verður haldinn þriðjudaginn 29. desember 2015 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar fyrir kliðið starfsár
2. Kosning stjórnar
3. Kjaramál
4. Önnur mál
Ferðir verða samræmdar á næstu skrifstofu félagsins.
AFL Starfsgreinafélag
Sjómannadeild
Er desemberuppbótin komin?
Desemberuppbótin kemur til útgreiðslu 1. – 15. desember, en það er mismunandi milli kjarasamninga. Upphæðin er sem hér segir:
Verslunar og skrifstofufólk 78.000 kr.
Verkamenn (þ.m.t. hótel /veitingast.) 78.000 kr.
Iðnaðarmenn 78.000 kr.
Sveitarfélögin 95.500 kr.Ríkið 78.000 kr.
Alcoa Fjarðarál 240.000 kr.
Starfsmenn á bændabýlum 78.000 kr.
Starfsmenn við línu og net 78.000 kr.
(Sérsamningar eru fyrir ýmsa aðra hópa)
Stendurðu einn – eða áttu bakhjarl?
Launafólk sem tekur þátt í svartri atvinnustarfssemi eða vinnur sem „undirverktakar“ taka mikla áhættu. Ef eitthvað bjátar á – stendur viðkomandi einn síns liðs. Á liðnu ári hefur AFL Starfsgreinafélag annast tugi slysamála, hundruði mála sem tengjast hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og tugi innheimtumála vegna vangoldinna launa. Félagsmenn AFLs sækja þessa þjónustu sér að kostnaðarlausu.
More Articles ...
- Kjarasamningur við sveitarfélögin samþykktur
- Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum athugið!
- Samið við sveitarfélögin.
- Úthlutun um jól og áramót
- Virðing fyrir herbergisþernum
- Frábæru trúnaðarmanna- námskeiði lokið
- AFL vinnur í Félagsdómi
- Nýr samningur við ríkið samþykktur
- Rakavarnarlag
- Ríkissamningurinn
- Fimmta þingi SGS lokið
- Viðhorfskönnun með happadrætti
- Samið við ríkið!
- Gæðakerfi einyrkja og undirverktaka
- Hækkað verð orlofsíbúða í Reykjavík
- Starfsdagur Grunnskóla- starfsmanna
- Nýr samningur
- Grunnskóla- starfsmenn í AFLi!
- Kjarasamningur RSÍ/AFLs við Alcoa samþykktur
- Atkvæðagreiðsla hjá ALCOA Fjarðaál
- Kjarasamningur undirritaður við Alcoa Fjaraðaál.
- Iðnaðarmannadeild samþykkir kjarasamning
- Frestun á samningaviðræðum við ríkið og við sveitarfélögin
- Endurskoðun starfsmats er lokið
- Reiknivél til útreiknings á hækkun launa Samiðn - iðnaðarmenn