Hækkað verð orlofsíbúða í Reykjavík
Verð á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags hefur verið hækkað um ca 9% að meðaltali. Þrátt fyrir þessa hækkun - er leiguverð enn lægra en það var 2009 en félagið hefur ekki hækkað leigu síðan þá. Á tímabilinu voru þrif hins vegar sett inn í íbúðum í Reykjavík og eru innifalin í leiguverði. Tvö nýmæli eru einnig í verðskrá félagsins nú - í fyrsta lagi eru íbúðir verðlagðar eftir stærð - þ.e. 4ja herbergja íbúðir eru dýrari til leigu en 2ja herbergja og eins er leiguverð ekki endilega látið standa á heilu þúsundi eins og verið hefur.