AFL starfsgreinafélag

Samningar í höfn

samningahpurSamninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Auk þess var lögð áhersla á sérstakar hækkanir hjá starfsfólki í útflutningsgreinum. Órofa samstaða og kraftur félagsmanna í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins skilaði því skýra markmiði sem lagt var upp með í upphafi um  hækkun lægstu launa. Markmið SGS um 300 þúsund króna lágmarkslaun er orðið að veruleika. 

Sjá samninginn: Sjá hér

Það var mat samninganefndarinnar að lengra yrði ekki komist eftir hörð átök og eðlilegt að bera samninginn upp til atkvæða meðal félagsmanna. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní.

Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Hækkanir launa koma til framkvæmda 1. maí ár hvert, alls fjórum sinnum. Frá 1. maí 2018 er lágmarkstekjutrygginin 300 þúsund krónur. Taxtar hækka svo: 1. maí 2015 um 25.000 krónur, 1. maí 2016 um 15.000 krónur, 1. maí 2017 um 4,5% og 1. maí 2018 um 3%. Að auki eru byrjunarlaunaflokkar færðir upp í 1 árs þrep og neðstu launaflokkar eru óvirkjaðir. Launafólk getur því færst til í taxtakerfinu og hækkað þannig í launum umfram það sem hækkanir taxta segja til um, mest hækkar fólk í neðstu þrepunum.

Almennar hækkanir verða 3,2-7,2% við undirritun samnings, prósentuhækkunin fer lækkandi eftir hærri tekjuþrepum. Árið 2016 (1. maí) er almenn hækkun 5,5%, árið 2017 er almenn hækkun 3% og ári síðar 2%.

Lágmarkstekjutryggingin hækkar í fjórum þrepum, verður 245.000 krónur við undirritun samnings, 260.000 árið 2016, 285.000 árið 2017 og 300.000 árið 2018 eins og áður greinir.

Orlofs og desemberuppbætur fara stighækkandi næstu þrjú árin, samtals 23.900 innan þriggja ára eða rúmlega 20%.

Fiskvinnslufólk hækkar sérstaklega og m.a. með tveggja flokka launahækkun til handa þeim sem starfað hafa hvað lengst við fiskvinnslu.  Einnig tókst að tryggja lágmarksbónus í fiskvinnslu sem hefur verið baráttumál SGS frá því hóplaunakerfi var tekið upp í fiskvinnslu. Þar að auki hækkar bónus í fiskvinnslu til viðbótar almennum launahækkunum.

Sjá einnig yfirlýsingu ríkisstjórnar: Sjá hér

 

Vinnudeilusjóður

Úthlutað verður úr vinnudeilusjóði AFLs skv. meðfylgjandi reglum.
Umsóknareyðublað hér og eða á næstu skrifstofu.
Greitt verður úr sjóðnum fljótlega eftir mánaðarmót.
1. Greitt verði eftir 2 daga í verkfalli í sama mánuði.
2. Greitt frá 3ja degi og áfram. (fyrstu tveir dagar í verkfalli eru bótalausir (hálfir dagar telja sem heilir)
3. Greitt þó bil séu á milli verkfalla.
4. Greiðslufjárhæð:
a. Hálfar bætur: kr. 5.000. Félagsagjald minna en 18:000
b. Fullar bætur: 8.500 – fullgildir félagsmenn – meira en eitt ár í félagi
c. Verkfallsverðir 12.000. Lágmark 4 tímar í verkfallsvörslu hvern verkfallsdag.
Stjórn Vinnudeilusjóðs AFLs Starfsgreinafélags

Verkfalli frestað

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.

Frestun verkfalla verður sem hér segir:

Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní.

Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.

SGS frestar verkföllum – viðræður hafnar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.

Frestun verkfalla verður sem hér segir:

Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní.

Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.

Samþykkt hjá 6 fyrirtækjum - fellt hjá tveimur

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslum um samninga við undirverktaka á álverslóð.

Starfsmenn eftirtalinna fyrirtækja samþykktu samningana:

Launafl, VHE, Fjarðaþrif, Lostæti, Sjónarás, Eimskip. Kjörsókn var frá 23% til 80%. Já voru frá 68% - 100%.  Starfsmenn Brammer og Securitas felldu sína samninga með verulegum mun - 60% og 70%.

Verslunarmenn fresta - ekki verkamenn

Verkfalli verslunarmanna í AFLi sem hefjast átti á fimmtudag hefur verið frestað um 5 sólarhringa. Þetta var tilkynnt af samninganefnd Landsambands Íslenskra Verslunarmanna í gær í kjölfar óformlegra funda sem samninganefnd sambandsins átti um helgina með SA.

Verkfalli Starfsgreinasambandsins utan höfuðborgarsvæðis hefur ekki verið frestað þannig að allt stefnir í að verkafólk í AFLi fari í verkfall eins og boðað hefur verið á fimmtudag og föstudag.  6. júní hefst síðan ótímabundið verkfall verkafólks um land allt utan höfuðborgarsvæðis - hafi ekki samist fyrir þann tíma.