AFL starfsgreinafélag

Hverjir fara í verkfall? Hverjir eru verkfallsbrjótar?

Boðað verkfall 30. apríl tekur til verkafólks á félagssvæði AFLs Starfgreinafélags sem starfar skv. almennum kjarasamningi AFLs og skv. þjónustusamningi við Samtök Atvinnulífsinsmeð eftirfarandi undantekningum:
1. Starfsmenn ALCOA Fjarðaáls.
2. Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja
3. Starfsmenn við Norðfjarðargöng sem vinna skv. Stórframkvæmdasamningi. Ath. aðrir t.d. starfsmenn undirverktaka fara í verkfall.
4. Starfsmenn sveitarfélaga og ríkisstofnana
5. Starfsmenn undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls
Athygli er vakin á þvi að þó svo verkafólk sem skráð er í önnur verkalýðsfélög á líka að fara í verkfall. Verkfallsboðunin tekur til starfa en ekki félagsaðildar þannig að allir sem vinna verkamannastörf á félagssvæðinu eiga að leggja niður störf.
Einnig er vakin athygli á því að fólk sem skráð er í verkstjórafélög en vinnur almenn verkamannastörf á að leggja niður vinnu. Einungis er heimilt að verkstjórar með skýra verkstjórnarábyrgð sinni störfum sínum en gangi ekki í störf verkafólks.
Vakin er athygli á því að með því að ganga í störf verkafólks eða koma sér undan þátttöku í verkfallsaðgerðum er vegið að rétti fólks til að knýja fram samninga.  Verkfallsbrjótar njóta almennt ekki mikillar virðingar.

Samningur við Granda

Föstudaginn 24. apríl var undirritaður á Vopnafirði, bónussamningur milli HB Granda h/f og AFLs starfsgreinafélags. Fyrir hönd félagsins undirrituðu þau Steinunn Zoéga og Kristján Eggert Guðjónsson trúnaðarmenn ásamt Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur formanni félagsins samninginn, og fyrir hönd HB Granda h/f, forstjóri fyrirtækisins Vilhjálmur Vilhjálmsson. Samningur þessi er sambærilegur þeim sem undirritaður var í Reykjavík og Akranesi á dögunum. sjá samning hér

Vinnustöðvun á Alcoa lóð frestað aftur

Í dag var boðaðri vinnustöðvun starfsmanna undirverktaka ALCOA Fjarðaáls, sem hefjast átti um hádegi á morgun miðvikudaginn 22. apríl, frestað í annað sinn. Frestunin að þessu sinni er um 13 daga.  Frestunin byggist á samkomulagi sem náðist síðla í dag milli AFLs Starfsgreinafélags, ALCOA Fjarðaáls og Samtaka Atvinnulífsins um að öllum undirverktökum ALCOA sem koma að daglegri starfssemi álversins á athafnasvæði þess eða á nærliggjandi lóðum, beri að gera fyrirtækjasamning við AFL og tryggja þannig "samkeppnishæf" laun. Í launasamanburði er horft á heildartekjur starfsmanna ALCOA.

Að mati samninganefndar AFLs í deilunni, var efni þessa samkomulags tilefni til að fresta boðuðu verkfalli enda væri með því öðru helsta markmiði vinnudeilunnar náð.

Viðræður um einstaka fyrirtækjasamninga hafa staðið síðustu daga samhliða viðræðum um samninginn sem undirritaður var í dag. Boðaðir eru fundir með þremur fyrirtækjanna sem gera á fyrirtækjasamninga við á morgun og standa vonir til að hægt verði að ljúka þeim öllum í næstu viku.

Félagsmenn í AFLi samþykkja verkföll

Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefjast í næstu viku. Félagsmenn SGS samþykktu aðgerðirnar með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær.

Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál síðustu daga í þjóðfélaginu. Kjörsóknin var umtalsvert meiri en væntingar verkalýðsfélaganna höfðu staðið til.

Continue Reading

Atkvæðagreiðsla um verkföll

Atkvæðagreiðsla um verkföll stendur nú yfir hjá félagsmönnum í verkamannadeild sem starfa eftir almenna samningum við SA og þeirra sem starfa eftir samningum um veitinga-gististöðum og hliðstæðri starfsemi
Atkvæðagreiðslan er rafræn og hafa allir sem eru á kjörskrá fengið sent til sín lykilorð og leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna. Atkvæðin eru ekki persónurekjanleg þannig að það er ekki hægt að óska eftir nýju lykilorði, ef það eldra  glatast. Atkvæðagreiðslan stendur til miðnættis þann 20. apríl n.k.
Telji einhver sig eiga að vera á kjörskrá en fær ekki send kjörgögn þá getur viðkomandi kannað málið hjá AFLi og kært sig inn á kjörskrá og mun kjörstjórn félagsins taka afstöðu til kærunnar í framhaldinu.
Mætum öflug til leiks – greiðum atkvæði

Kosið á ný um verkfallsboðun

Í vikunni verður aftur kosið um boðun verkfalls þeirra sem starfa eftir almenna kjarasamningi AFLs / SGS við SA og einnig þeirra sem starfa skv. þjónustusamningi, þ.e. í veitinga-og gistihúsum.  Í bæklingnum sem hér er  - eru upplýsingar um framkvæmd kosningarinnar.

AFL Starfsgreinafélag boðar til aðalfundar félagsins 2015.

25. apríl í Safnahúsinu Neskaupstað og hefst kl. 15:00.

Að fundi loknum verður boðið upp á kvöldverð á Kaupfélagsbarnum.

AFL skipuleggur ferðir af öllum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Miðað er við að þeir sem koma lengst að verði komnir til síns heima fyrir miðnætti.

Continue Reading