Myndin sem prýðir forsíðu bæklingsins og er jafnframt vinningsmynd myndasamkeppni AFLs 2014 er eftir Karen Sif Randversdóttur, hér má sjá þegar hún fékk verlaunin afhent, til gamans má geta þess að hún fékk þau afhent fyrir tilviljun á afmælisdaginn sinn.
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameiginlegar aðgerðir sé að ræða.
Fundur var haldinn í kjaradeildu SGS við SA í morgun fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Þetta er fyrsti fundurinn sem boðaður er eftir að slitnaði upp úr viðræðum aðila fyrir 2 vikum síðan. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt. Næsti samningafundur hefur verið boðaður eftir páska
Fundur var haldinn í kjaradeildu SGS við SA í morgun fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Þetta er fyrsti fundurinn sem boðaður er eftir að slitnaði upp úr viðræðum aðila fyrir 2 vikum síðan. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt. Næsti samningafundur hefur verið boðaður eftir páska
Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á vefsvæði SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar.
AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn mánudaginn 23. mars kl. 18:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði. Hafið samband við næstu skrifstofu varðandi skipulag ferða á fundinn.
Dagskrá: 1. Skýrsla formanns 2. Kjör stjórnar 3. Kjaramál 4. Önnur mál