AFL starfsgreinafélag

Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin!

Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á vefsvæði SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar.

Continue Reading

Aðalfundur Iðnaðarmannadeildar

AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn
mánudaginn 23. mars kl. 18:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.
Hafið samband við næstu skrifstofu varðandi skipulag ferða á fundinn.

Dagskrá:
1. Skýrsla formanns
2. Kjör stjórnar
3. Kjaramál
4. Önnur mál

Samstaða launafólks er sterkasta vopnið

Eins og fram hefur komið hefur slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífsins. Verkamannadeild AFLs er með umboð sitt fyrir almenna markaðinn að mestu leiti hjá Starfsgreinasambandinu. Þetta þýðir því að  slitnað hefur upp úr viðræðum AFLs fyrir verkafólk á almenna markaðnum en kjarasamningarnir runnu út í febrúarlok.

Continue Reading

AFL undirbýr kröfugerð

AFL-Starfsgreinafélag efnir til fjögurra félagsfunda á næstu dögum  í tengslum við gerð mótun kröfugerðar félagsins vegna komandi kjaraviðræðna. Síðar í mánuðinum verði svo kröfugerðn send Starfsgreinasambandi Íslands, sem svo leggur fram kröfugerð aðildarfélaga sinna. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs segir fundina  mikilvæga.

Continue Reading

„Okkar fólk er tilbúið að láta sverfa til stáls“

„Kröfur okkar eru bæði sanngjarnar og eðlilegar. Grundvallaratriði er að fólk geti framfleytt sér og sínum af dagvinnulaunum í stað þurfa að treysta á yfirvinnu, aukavinnu og akkorð,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi.

Continue Reading

Sjómenn í togararalli

Sjómannasamband Íslands, Farmanna-og fiskimannasambandið
og Félag Vélstjóra og málmtæknimanna hafa gefið út
viðmiðunarreglu um hvernig greiða skal hlut fyrir þátttöku í
togararalli Hafrannsóknarstofnunar.
Hlutaskipti skulu reiknast af þeim aflaverðmætum sem fást á
rallinu að viðbættum verðmætum veiðiheimilda sem útgerðin
fær fyrir þátttöku í rallinu.
„Að gefnu tilefni vill Farmanna- og fiskimannasamband Íslands,
Sjómannasamband Íslands og VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna því
árétta við útgerðir þeirra skipa sem þátt taka í togararallinu hvernig uppgjöri
til skipverja skuli háttað vegna þessa verkefnis.
Aflaverðmæti skipsins skal miðast við andvirði þess afla sem seldur er af skipinu
að viðbættu verðmæti þeirra veiðiheimilda sem útgerðin fær á grundvelli
tilboðsins frá Hafrannsóknastfnuninni fyrir að taka þátt í verkefninu.“