AFL starfsgreinafélag

Aðalfundur iðnaðarmannadeildar

Boðað er til aðalfundar Iðnaðarmannadeildar AFLs Starfsgreinafélags miðvikudaginn 16. apríl kl. 18:00 að Búðareyri 1, Reyðarfirði.

Dagskrá;
1. Skýrsla formanns -
2. Kjör stjórnar
3. Kjaramál
4. Önnur mál

Þeir sem þess óska geta verið með á fundinum á síma - nánari upplýsingar á skrifstofum félagsins.
 

Aðalfundur verkamannadeildar

Verður haldinn í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði  mánudaginn 14 apríl  kl 17:00

Fundarefni:
  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns um liðið starfsár
  3. Kosning stjórnar.
  4. Önnur mál.
AFL Starfsgeinafélag verkamannadeild

Samið við ríkið

Gengið hefur verið frá kjarasamningi milli Starfsgreinasambandsins og fjármálaráðuneytisins fyrir hönd þeirra félagsmanna sem starfa hjá ríkinu.
Samningstíminn er frá 1. mars 2014 – 30. apríl 2015.
Kynningarfundir verða í næstu viku og í framhaldi af því fer hann í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem eftir honum starfa. sjá samning hér

Nýr kjarasamningur vegna uppstokkunar eða beitningu í landi

Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband Smábátaeigenda hafa undirritað nýjan kjarasamning vegna starfsmanna sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu.

Aðalatriði samningsins er hækkun kauptryggingar í 236.095 krónur og eingreiðsla uppá 14.600 krónur til þeirra sem voru í fullu starfi í janúar 2014. Desember- og orlofsuppbætur hækka um samtals 32.300 krónur líkt og í aðalkjarasamningi SGS og SA. Orlofsrétturinn var töluvert styrktur þar sem fólk sem starfað hefur við beitningu eða netafellingu í 10 ár fær nú 30 daga orlofsrétt, en áður var sá réttur bundinn við að starfa hjá sama fyrirtæki í 10 ár. Réttur til að fá hlífðarfatnað var einnig styrktur og er nú tekið fram í samningnum að atvinnurekandi skuli leggja til svuntu, viðeigandi vettlinga, stígvél, buxur og slopp. Hlutfall af greiðslu fyrir uppstokkun á bjóða var lækkað úr 82% í 74%. Hægt er að kynna sér samninginn í heild hér.

Vefflugan-Lífeyrisgátt

thumb_vefflugan_bordiVefflugan er vefréttablaði sem Landssamtök lífeyrissjóða hafa gefið út og kynntu nýverið.  Í því er hægt að finna ýmislegt gagnlegt um starfsemi lífeyrissjóða sem og fróðleik um lífeyrismál almennt. Smellið hér til að skoða fyrstu útgáfu af Vefflugunni. Í fréttabréfinu er Lýfeyrisgáttin kynnt sem er öflugt tæki fyrir sjóðfélaga til að afla upplýsinga um áunnin lífeyrisréttindi sín í öllum samtryggingarsjóðum landsins. Upplýsingar um réttindi koma fram á yfirlitum til sjóðfélaga en margir eiga réttindi mun víðar en þar kemur fram. Til að skoða sín réttindi er farið á http://lifeyrisgatt.is/ 

Continue Reading

Myndasamkeppni 2013

thumb_2014afhmyndavelarMyndasamkeppni AFLs er orðinn árlegur viðburður, líkt og oft áður prýðir vinningsmynd fyrra árs forsíðu orlofsbæklings. Hér má sjá Ingibjörgu Sigðurðardóttur starfsmanns AFLs á Neskaupstað afhenda Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur verðlaun fyrir myndasamkeppni 2013.

 

Linkur á orlofsbækling

Góður sigur í Héraðsdómi Austurlands

Félagsmanni AFLs Starfsgreinafélags fékk umtalsverðan „launaauka“ með dómi Héraðsdóms Austurlands sem kveðinn var upp í gær.  AFL Starfsgreinafélag höfðaði málið fyrir hönd félagsmannsins sem ráðin var á hótel á félagssvæðinu í fyrrasumar og vann á „tvískiptum“ vöktum – þ.e. hluta vinnudagsins að morgni og hluta seinnipart dagsins.

Continue Reading