AFL starfsgreinafélag

Kynningarfundir um nýgerða kjarasamninga

AFL og RSÍ munu í vikunni kynna nýgerða kjarasamninga við ALCOA Fjarðaál. Kynningarfundirnir eru auglýstir nánar á verksmiðjulóðinni.

kynningarfundi_alcoa

 

 

 

Kynningarfundur vegna nýgerðs kjarasamnings Verslunarmannadeildar AFLs verður mánudaginn 3. mars kl. 20:00 í húsnæði félagsins að Víkurbraut 4, Höfn.  Ef óskað er kynningar á samningnum víðar þarf að hafa samband við skrifstofur félagsins.

Verslunarmenn í AFli semja

Verslunarmannadeild AFLs gekk frá kjarasamningi á föstudag á sömu nótum og önnur aðildarfélög ASÍ.  Samningurinn verður kynntur næstu daga og atkvæðaseðlar verða sendir út í vikunni.

Skrifað undir. kjarasamning við Alcoa

AFL og RSÍ hafa skrifað undir kjarasamning við Alcoa Fjarðaál. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir samningar sem gerðir  hafa verið á almenna markanðum. Kynningarfundir um samninginn verða haldnir í næstu  viku.

Continue Reading

Nærum okkur vel!

Fyrirlestur um matarkúra og næringu!
 
Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumarkþjálfi, verður í Fróðleiksmolanum (Búðareyri 1) á Reyðarfirði og fjallar um næringu og megrunarkúra laugardaginn 22. febrúar frá kl. 13 til 15.
 
Leiðbeinandi: Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumarkþjálfi. 
 
Aðgangur ókeypis!

Orlofsíbúð AFLs á Spáni

thumb_spannradhussundlaugUmsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante. Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torrevieja og er í u.þ.b. 30 mín akstursfjarlægð frá Alicante. Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns. Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót) Leigt er í hálfan mánuð í einu og er leiga 54.000,- fyrir félagsmann. 
Fyrstur kemur fyrstur fær!
1. apríl - 15. apríl, 15. apríl - 29. apríl, 29. apríl -13. maí, 13. maí - 27. maí.

Continue Reading

Páskaúthlutun páskavikuna 16. - 23. apríl. 2014

orlofshus

 

 

 

 

Páskaúthlutu og umsóknafrestur fyrir orlofshús félagsins á Einarsstöðum, Illugastöðum og Klifabotni í Lóni, fyrir páskavikuna  16. - 23. apríl. 2014. Umsóknarfrestur er til 26. mars.  Úthlutun verður 27. mars. Hér má nálgast Umsóknareyðublað

Launahækkun – ólokin mál og framtíðin!

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags sem taka laun skv. almennum kjarasamningum verkafólks og iðnaðarmanna fengu um síðustu mánaðarmót taxtahækkanir í samræmi við samþykkta kjarasamninga  - sjá hér.  Ath. Taxtahækkun einstakra hópa þegar launaflokkabreytingar eru teknar með geta numið allt að kr. 10.339.   Félagsmenn með laun frá 230.000 - 285.715 fá kr. 8.000 hækkun á mánaðarlaun.  Félagsmenn með mánaðarlaun yfir 285.715 fá 2,8% hækkun launa.

Continue Reading