AFL starfsgreinafélag

Verkalýðsfélög eiga að taka afstöðu

thumb_afstada83% félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags telja að verkalýðsfélög eigi að taka skýra afstöðu og jafnvel forystu í samfélagsmálum.  Þessi skoðun er jafnvel ákveðnari meðal félagsmanna Einingar - Iðju eða 86%.  Hins vegar eru félagsmenn ekki fylgjandi því að forystumenn verkalýðsfélaga gefi kost á sér til forystu í stjórnmálaflokkum.

Einungis 24% AFLs félaga og 31% Einingarfélaga eru hlynnt því að forystumenn verkalýðsfélaga gefi kost á sér til forystustarfa í stjórnmálaflokkum.

Continue Reading

Sveitarfélög - engar hækkanir

thumb_penStjórn AFLs Starfsgreinafélags skorar á sveitarfélögin, og þá sérstaklega sveitarfélögin á félagssvæðinu sem boðað hafa hækkanir á gjaldskrám að draga þær til baka, líkt og mörg sveitarfélög hafa boðað. Sveitarfélögin þurfa líkt og aðrir að axla ábyrgð á verðbólgunni. Þessa dagana standa öll spjót að launafólki að sýna hógværð og AFL krefst þess að atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög taki þátt í þeirri vegferð.

Continue Reading

Launafólki ögrað til átaka

Á fundi stjórnar AFLs Starfsgreinafélags var samþykkt ályktun vegna stöðu í kjaraviðræðum.  Í ályktun fundarins er skorað á stjórnvöld að draga til baka fyrirhugaðar lækkanir barnabóta og vaxtabóta og hækka persónuafslátt.  Ennfremur er því velt upp hvort ríkisvaldið og atvinnurekendur séu að ögra launafólki til aðgerða.  Ályktunin er birt hér að neðan.

Continue Reading

"Norðfjarðargöng" samningur gerður við Metrostav

thumb_06-referenceKjarasamningur hefur verið gerður milli AFLs Starfsgreinafélags og Metrostav vegna vinnu við gerð Norðfjarðarganga (concerning the tunneling of „Norðfjarðargöng). Um atriði sem kjarasamningurinn tekur ekki til gilda ákvæði almenns kjarasamnings AFLs og SA og Stórframkvæmdasamnings ASÍ við SA þar sem við á. On issues other than stipulated in this contact – the terms in AFL‘s general agreement with SA and the terms in ASÍ‘s Agreement with SA on „large projects“ – apply. Sjá samning (see contract) 

Continue Reading

Sömu laun fyrir sömu vinnu. Sambærileg kjör fyrir sambærileg störf

thumb_verdursamidvaflAFL Starfsgreinafélag hefur krafist sérstaks kjarasamnings um störf á vegum undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls frá því verksmiðjan tók til starfa. Þeirri kröfu hefur verið hafnað hingað til en nú hefur félagið vísað kröfunni sem sjálfstæðri vinnudeilu til ríkissáttasemjara. AFL Starfsgreinafélag lítur á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls sem sérstakt atvinnusvæði og að allir sem koma að starfssemi þar eigi að njóta sambærilegra kjara.
Stór hluti starfsmanna undirverktaka vinnur nákvæmlega sömu störf og unnin eru af starfsmönnum ALCOA – en á öðrum kjörum.

Continue Reading

Lamb Inn, Öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit,

thumb_lambinnAFL gerði samkomulag við Lamb Inn, Öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit. Aukast því gistimöguleikar félagsmanna sem leið eiga í Eyjafjarðarsveit.
Bóka þarf gistingu hjá Lamb Inn í síma 4631500, tilgreina að greitt verði með gistimiða, gistimiðann kaupir félagsmaður svo á næstu skrifstofu AFLs fyrir brottför.

Continue Reading

Desemberuppbót 2013

Um þessar mundir er verið að greiða út desemberuppbót, á almennum markaði skal greiða desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Upphæðir sem starfsmenn fá greidda er misjöfn milli kjarasamninga. Fólk á almennum markaði, iðnaðarmenn/iðnnemar og starfsmenn bændabýla/línu fá 52.100 kr. Verslunar og skrifstofufólk 59.200, sveitafélögin greiða 80.700 kr. en Álverið greiðir hæðst eða 213.000 kr. sjá nánar hér.

Continue Reading