AFL starfsgreinafélag

Kaupskrá sem gildir frá 1. mars 2014

Þrátt fyrir að kjarasamningar milli SSÍ og LÍÚ séu enn lausir féllust fulltrúar LÍÚ á, eins og undanfarin ár, að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um þá hlutfallshækkun sem um samdist á almennum vinnumarkaði. Kauptrygging sjómanna og aðrir kaupliðir hækka því um 2,8% frá og með 1. mars 2014. Meðfylgjandi í viðhengi er ný kaupskrá sem gildir frá 1. mars 2014. Kaupskrá sjá hér

Launahækkun 1. mars hjá starfsmönnum sveitarfélaga.

Síðasta samningsbundna launahækkun kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga kom til framkvæmda um síðustu mánaðarmót og tekur þá gildi ný launatafla. Sjá nánar hér
Samningurinn rennur út þann 30. apríl n.k.
Undirbúningsvinna við mótum krafna er á lokastigi.

Samningur vegna bændabýla

Þann 18. mars 2014 var undirritaður nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl geta einnig fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.

Continue Reading

Alcoa samningur felldur

Talning atkvæða vegna vinnustaðarsamnings milli Alcoa Farðaáls, AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hefur farið fram og var niðurstaðan eftirfarandi:
 78,4% greiddu atkvæði  
 39,9% sögðu já  
 57,3% sögðu nei  
 2,8%. Auðir og ógildir  
Samningurinn er því fallinn

Bræðslusamningar samþykktir

Talning atkvæða í sameiginlegri kosningu um kjarasamning í Fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði AFLs Starfsgreinafélag og Drífandi Stéttarfélags hefur farið fram og var hann samþykktur. 83% greiddu atkvæði. 82% sögðu já, 16% sögu nei, 1% auðir og ógildir. Samningurinn er því samþykktur

Verslunarmenn samþykka sáttatillögu.

Talið var í dag í póstatkvæðagreiðslu um sáttatillögu hjá verslunarmönnum í AFLi.
Af 164 sem voru á kjörskrá tóku 33 þátt eða rúm 20%
Já sögðu 28 eða tæp 85%
Nei sögðu 3 eða rúm 15%
Kjarasamningur er því kominn á hjá verslunamönnum félagsins og gildir samningurinn frá 1. febrúar s.l. til loka febrúar 2015

Kjörfundur um ALCOA samning

Rafræn kosning um nýgerðan kjarasamning AFLs og RSÍ við ALCOA Fjarðaál stendur nú yfir. Nokkrir félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags hafa lýst óánægju sinni með fyrirkomulag kosninganna - þ.e. að þær séu rafrænar og þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu í vinnu eða á heimilum sínum hafa óskað eftir að greiða atkvæði með hefðbundnum hætti - þ.e. á kjörseðil.

Continue Reading