AFL starfsgreinafélag

Námskeið á næstunni - Hornafirði - Starfslok - að hverju þarf að huga?

Á starfslokanámskeiðinu er leitast við að svara algengum spurningum sem brenna á fólki við starfslok. Fjallað er um lífeyrisréttindi, búsetumál, réttindi vegna heilsugæslu og um frístundir og hvernig best sé að nota tímann eftir starfslok. Mikil áhersla er á virka þátttöku nemenda og að reyna að svara sem flestum spurningum og benda jafnframt á hvert hægt er að leita til að fá gagnlegar upplýsingar. Skráning á www.austurbru.is
Félagsmenn AFLs fá ókeypis á námskeiðið.
 

3ja launaflokka hækkun hjá HSA

AFL Starfsgreinafélag hefur undirritað nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Austurlands og færir nýr samningur félagsmönnum AFLs sem vinna hjá stofnuninni 3ja launaflokka hækkun.

Continue Reading

Verktakinn segir sig frá verkinu

Laust fyrir hádegi í dag sagði verktakinn við byggingu bryggjunnar á Djúpavogi, sig frá verkinu.  AFL Starfsgreinafélag átti í gær fund með verkamönnum við bygginguna eins og fram hefur komið í fréttum.  Mennirnir lögðu niður vinnu í dag og bíða eftir launagreiðslum og lá því vinna við smíðina að mestu niðri í dag.

 

Continue Reading

Félagsleg undirboð í opinberum framkvæmdum

24072013339Starfsmenn við byggingu nýrrar bryggju á Djúpavogi eru hlunnfarnir í launum og búa við ófullnægjandi skilyrði.  Samkvæmt lauslegri könnun AFLs Starfsgreinafélags vantar á annað hundrað þúsun krónur á mánuði  upp á að kjör starfsmanna við bygginguna standist kjarasamninga og lög. Á myndinni er kaffistofa starfsmanna.

Continue Reading

Um kaup og kjör:

thumb_veitingarStarfsgreinasambandið hefur tekið saman eftirfarandi  punkta sem er gott að hafa í huga fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, einnig til upprifjunar fyrir aðra. Ef þig vantar frekari upplýsingar eða ert að velta fyrir þér réttindum eða skyldum á vinnumarkaði svara starfsmenn félagsins þeim.

Continue Reading

Orlofsvefur AFLs, bókið sjálf

thumb_orlofsvefur2013AFL Starfsgreinafélag hefur tekið í notkun orlofskerfi þar sem félagsmenn geta skoðað laus tímabil og bókað sjálf á netinu og gengið frá greiðslu.  Slóðin er http://orlof.asa.is.  Ef símanúmerið þitt eða netfang er ekki þekkt í félagakerfinu -  þarftu að hafa samband við skrifstofur félagsins og láta skrá þessar upplýsingar.  Annars dugar kennitalan til að byrja að bóka.

Continue Reading