AFL starfsgreinafélag

Byggðaþróun og nýsköpun, ársfundur trúnaðarmanna 2013

thumb_arsf2013Byggðaþróun og nýsköpun í atvinnulífi var meðal umræðuefna á ársfundi trúnaðarmanna AFLs 2013. Fundurinn sem haldinn var á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík sl. föstudag og laugardag, var sóttur af um 30 trúnaðarmönnum.
Meðal framsögumanna voru þeir Sigurður Björnsson, sviðsstjóri hjá Rannís, og Rögnvaldur Ólafsson, frá Háskóla Íslands.  Fjölluðu þeir m.a. um stoðkerfi nýsköpunar í atvinnu og kom m.a. fram að Austfirðingar hafa ekki verið duglegir að sækja fjárstuðning vegna nýsköpunarverkefna – fjárstuðning sem stendur til boða úr opinberum sjóðum.
 
Rögnvaldur fór yfir breytingar sem orðið hafa á stöðu símenntunar og háskólamenntunar á landsbyggðinni og sagði að lyft hefði verið grettistaki í þeim málum – og ekki síst fyrir atbeina aðila vinnumarkaðarins.
 
Á laugardeginum var starfssemi „Vinnumarkaðsteymis stéttarfélaganna“ kynnt en það samráð ráðgjafa Virk og StarfA sem aðsetur hafa hjá AFLi Starfsgreinafélagi.
 
Fundinum lauk um kl. 15:00 og þótti vel heppnaður þó hann hefði mátt vera fjölsóttari.

Continue Reading

Orlofshús 2013

thumb_orlof2013aOrlofsbæklingur félagsins er um þessar mundir að berast í öll hús á Austurlandi. Líkt og undanfarin ár er leigð ein vika í senn frá föstudegi til föstudags. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl. Úthlutun fer fram 15. apríl á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði.

Leiguverð orlofshúsa er kr. 22.000 vikan. sjá orlofsbækling.

Umsóknareyðublað

Spánaríbúð, Torrevieja

thumb_spann2013Í úthverfi Torrevieja í u.þ.b. 30 mín. akstursfjarlægð frá Alicante. Í íbúðini eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns.

Leigðar eru 2 vikur í senn og er leigan óbreytt frá fyrra ári eða kr. 54.000 fyfir tímabilið, fyfir félagsmenn. Tímabilin skiptast í tvo hluta, fyrstur kemur fyrstur fær og hefðbundin úthlutun.

Continue Reading

Vertu á verði!

thumb_vertuverdi– Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar
AFL Starfsgreinafélag og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar.
Sendu ábendingar um verðhækkanir á – http://www.vertuaverdi.is/
Á heimasíðu átaksins geta allir sent inn ábendingar um verðhækkanir á fljótlegan og einfaldan hátt. Þannig getum við sameiginlega skapað mikilvægt aðhald, meðvitund og umræðu um verðlagsmál.

Continue Reading

Vinnumiðlun og vinnumarkaðsúrræði

thumb_atvinnuleitendurFrá 1. júní 2012 tók AFL Starfsgreinafélag yfir þjónustu við þá atvinnuleitendur á Austurlandi sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ.

Nokkur stéttarfélög á Austurlandi, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eru aðilar að þriggja ára tilraunaverkefni sem tekur við hlutverki vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða af Vinnumálastofnun fyrir félagsmenn þeirra sem eru atvinnuleitendur. Tilraunaverkefnið er skipulagt af Starf-vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), sem er félag sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnsettu til að halda utan um verkefnið og annast faglega stýringu þess. Sérstakir atvinnuráðgjafar á vegum STARF hafa verið ráðnir af stéttarfélögunum til að annast þjónustuna.

Continue Reading