Guðbjörg Guðlaugsdóttir hlaut fyrstu verðlaun i Ljósmyndasamkeppni AFLs sumarið 2012 fyrir mynd sína af fjölskyldunni sem tekin var í vikudvöl þeirra í Reykjaskógi. Guðbjörg er í fæðingarorlofi en mætti á vinnustað sinn sem er veitingarstaðurinn Víkin, til að veita verðlaununum viðtöku.
Myndin var tekin á timer stillingu af tveggja ára syni hennar, sem skýrir einstakt sjónarhrorn myndarinnar.
Atkvæðagreiðslu um kjarasamningi milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands Smábátaeigenda er lokið og voru atkvæði talin í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag.
Samningurinn var samþykktur af báðum aðilum. Hjá aðildarfélögum Sjómannasambandsins fór atkvæðagreiðslan þannig að 64,3% þeirra sem afstöðu tóku samþykktu samninginn, en 35,7% sögðu nei. Samkvæmt framansögðu er því kominn á samningur milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda. Kjarasamning SSÍ, FFSÍ, VM og Landsambands Smábátaeigenda 2012-29-08
Símakerfi AFLs Starfsgreinafélags er enn óvirkt eftir breytingar sem unnið var að um helgina. Vonir standa til að samband komist á um hádegi. Félagsmönnum er bent á að nota tölvupóst eftir því sem hægt er varðandi erindi við starfsmenn - og á hér á heimasíðunni undir flipanum "Um AFL" er listi yfir starfsmenn og farsímanúmer þeirra.
Vegna breytinga á tölvukerfum AFLs Starfsgreinafélags verða skrifstofur félagsins að verulegu leyti sambandslausar næstkomandi föstudag 28. september. Reynt verður að halda símkerfi opnu eins lengi og hægt verður en búast má við að skrifstofur félagsins verði með öllu sambandslausar eftir hádegi á föstudag en að truflanir á tölvu-og símasambandi byrji strax um morguninn.
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning við Landssamband smábátaeigenda.
Félagsmenn sem starfa á smábátum hafa fengið sendan atkvæðaseðil og eru minntir á að senda inn atkvæðaseðlana í síðasta lagi 28. september n.k