Vinnum ekki á 1. maí
Á aðalfundi AFLs á laugardag kom fram í umræðum mikil óánægja með það hversu víða væri unnið á 1. maí og var formanni falið að beita sér í málinu í framtíðinni. Miðstjórn ASÍ fjallaði um sama mál á miðstjórnarfundi í síðustu viku og samþykkti eftirfarandi áskorun:
"Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega fyrirætlunum verslanamiðstöðva að hafa búðir opnar á 1. maí, baráttudegi verkalýðsins. Dagurinn er frídagur verslunarmanna eins og alls annars launafólks á Íslandi og hefur verið svo um áratugaskeið. miðstjórnin fordæmir allar tilraunir til að breyta þessu."