AFL starfsgreinafélag

Hækkun Launataxta.

AFL vill minna á hækkun á launatöxtum á almenna vinnumarkaðnum sem tók gildi þann 1. júlí s.l.

Allir gildandi kauptaxtar verkafólks og verslunarmann hækka um 6.750 krónur  en iðnaðarmanna og skrifstofufólks um 8.750 á mánuði

Jafnframt hækka ákvæðisvinnutaxtar, kostnaðarliðir og fastákveðnar launabreytingar um helming þeirrar hækkunar sem frestað var 1 febrúar s.l.

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum athugið!

Kynningafundir um nýgerðan kjarasamning við Launanefnd Sveitarfélaga verða haldnir sem hér segir:

Fimmtudaginn 16. júlí kl 12:00   Sambúð Djúpavogi
Fimmtudaginn 16. júlí kl. 16:00  Víkurbraut 4 Hornafirði
Mánudaginn 20. júlí kl 12:00  Miðvangi 2-4 Egilsstöðum

Continue Reading

AFL semur við sveitarfélögin!

AFL Starfsgreinafélag hefur undirritað framlenginu á gildandi kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga með nokkrum breytingum í anda stöðugleikasáttmála er gerður var í síðustu viku. 

Megináhersla var lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum. Laun hækka nú frá 1. júlí, 1. nóvember nk. og 1. júní 2010.

Continue Reading

SGS semur við ríkið!

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands skrifaði í gær undir framlengingu og breytingu á  kjarasamningi við fjármálaráðuneytið. Helstu atriði samningsins eru:

Continue Reading

Fundur hjá samninganefnd AFLs

thumb_fundur_samninganefndar_aflsÍ gærkvöldi var haldinn fundur samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags að Búðareyri 1 á Reyðarfirði.  Mæting var nokkuð góð og komust menn að einróma niðurstöðu varðandi afstöðu til nýs kjarasamnings ASÍ og SA og hefur sú niðurstaða verið send Alþýðusambandi Íslands. 

Stöðugleikasáttmáli - Samninganefnd AFLs boðuð

samningur_as_og_saÍ dag var undirritaður kjarasamningur ASÍ og SA sem framlengir gildandi samninga fram undir áramót 2010. Ennfremur gerðu aðilar ásamt ríkisstjórninni og öðrum samböndum launafólks sáttmála sem stuðla á að enduruppbyggingu efnahagslífs eftir hrun frjálshyggjunnar.

Continue Reading

Samninganefnd AFLs í viðbragðsstöðu!

Fulltrúar í samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags eru beðnir um að vera viðbúnir að mæta á fund nefndarinnar með stuttum fyrirvara - en til greina kemur að fundur verði boðaður með mjög stuttum fyrirvara nú fyrir helgi.

Continue Reading