AFL Starfsgreinafélag hefur undirritað framlenginu á gildandi kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga með nokkrum breytingum í anda stöðugleikasáttmála er gerður var í síðustu viku.
Megináhersla var lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum. Laun hækka nú frá 1. júlí, 1. nóvember nk. og 1. júní 2010.
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands skrifaði í gær undir framlengingu og breytingu á kjarasamningi við fjármálaráðuneytið. Helstu atriði samningsins eru:
Í gærkvöldi var haldinn fundur samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags að Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Mæting var nokkuð góð og komust menn að einróma niðurstöðu varðandi afstöðu til nýs kjarasamnings ASÍ og SA og hefur sú niðurstaða verið send Alþýðusambandi Íslands.
Í dag var undirritaður kjarasamningur ASÍ og SA sem framlengir gildandi samninga fram undir áramót 2010. Ennfremur gerðu aðilar ásamt ríkisstjórninni og öðrum samböndum launafólks sáttmála sem stuðla á að enduruppbyggingu efnahagslífs eftir hrun frjálshyggjunnar.
Fulltrúar í samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags eru beðnir um að vera viðbúnir að mæta á fund nefndarinnar með stuttum fyrirvara - en til greina kemur að fundur verði boðaður með mjög stuttum fyrirvara nú fyrir helgi.