100. stjórnarfundur Landsmenntar.
Stjórn sjóðsins er skipuð 3 fulltrúum stéttarfélaganna og 3 fulltrúum SA. Forstöðumaður sjóðsins er Kristín Njálsdóttir.
Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins sem er á morgun sunnudag.
Víðast hvar á austurlandi er hátíðardagskrá um helgina, hópsiglingar, víðavangshlaup, kaffisamsæti og dansleikir.
Góður hópur félagsmanna AFLs hefur sótt námskeið í ferðaþjónustu síðustu daga hjá Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum. Í morgun var farið í vinnusiðferði og kjarasamninga, réttindi og skyldur.
Starfsmaður AFLs var leiðbeinandi með hópnum í dag og smellti þessari mynd af flottum hóp ungs fólks sem sinnir ferðamönnum á Austurlandi í sumar.
Aukaaðalfundur iðnaðarmannadeildar verður haldinn í Námsveri, Búðareyri 1 Reyðarfirði 10. júní kl. 20:00.
Dagskrá: Kosning stjórnar deildarinnar, staða kjaramála, önnur mál.