AFL starfsgreinafélag

Hæstiréttur staðfestir dóm

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi í vor fyrirtæki á Austurlandi til að greiða fyrrum starfsmanni 585.000,- vegna vangoldinna launa og frádráttar sem ekki þóttu standast. Starfsmaðurinn hafði áður boðið fyrirtækinu að ljúka málinu með 75.000  -  100.000 kr. eingreiðslu.

Continue Reading

Fundarferð formanns AFLs

braedslaEskifFormaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, leggur á miðvikudag í fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformaðir eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir ALbertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.

Dagskrá fundanna er birt hér að neðan svo og fundarstaðir og tími.

Continue Reading

Breytingar á staðgreiðslu um áramót:

Skatthlutfall í staðgreiðslu hækkar úr 35,72% í 37,2%
Persónuaflsáttur hækkar úr 34.034 kr.í 42.205 kr.
Sjómannaafsláttur hækkar úr 874 kr. í 987 kr. á dag.
Frítekjumark barna fædd 1994 og síðar er óbreytt 6% af tekjum umfram 100.745
Tryggingagjald er óbreytt 5,34%

Continue Reading

Opið á Reyðarfirði

thumb_budareyri1Erum búin að koma okkur fyrir í nýju húsnæði að Búðareyri 1. Stundum kallað litli moli. Gengið er inn að austanverðu.

Opið á Reyðarfirði

Búðareyri, velja til að skoða fleiri myndirErum búin að koma okkur fyrir í nýju húsnæði að Búðareyri 1. Stundum kallaður litli molinn.  Gengið er inn að austanverðu. Þekkingarnet Austurlands og Starfsendurhæfing Austurlands verða einnig með skrifstofur í þessum hluta hússins.  Verið er að leggja lokahöndina á námsvers- og fundarsali í syðri hluta neðri hæðarinnar.  ÞNA og StarfA mun flytja sína starfsemi á Reyðarfirði í þann hluta á allra næstu dögum. 

Skrifstofa AFLs á Reyðarfirði lokuð næstu daga.

Búðareyri 1Verið er að taka í notkun nýtt húsnæði AFLs „Litla Molann“ þar sem saman mun fara í framtíðinni skrifstofa AFLs Starfsgreinafélags og námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands og fleiri aðila. Flutningar standa yfir þessa dagana og af þeim sökum þá verður skrifstofan á Reyðarfirði lokuð í dag mánudag og á morgun þriðjudag.

Félagsmönnum AFLs er bent á að hafa óhræddir samband við aðrar skrifstofur AFLs þessa daga.