Ábyrgðarsjóður launa hefur hafið greiðslu launa, orlofs og annarra réttinda sem starfsmenn Malarvinnslunnar á Egilsstöðum áttu við gjaldþrot fyrirtækisins.
Greiðslurnar eru innheimtar af Regula lögmannsstofu fyrir hönd starfsmannanna og eru þær færðar á reikning viðkomandi félagsmanna AFLs samstundis og þær berast.
Aðalfundur verslunarmannadeildar AFLs var haldinn á mánudaginn. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem málefndi deildarinnar voru rædd. Einnig var fjallað um niðurstöður hópavinnu ársfundar trúnaðarmanna, hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í efnahagsþrengingum og fleira. Gunnhildur Imsland var endurkjörinn formaður. Erla G. Einarsdóttir Höfn Varaformaður.
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, boðaði fulltrúa verkalýðsfélaga til fundar í síðustu viku og fór yfir niðurskurð og sparnað í heilbrigðiskerfinu sem fyrirsjáanlegur er.
Apríl fréttabréf ASÍ er komið út. Fréttabréfið er hér að neðan.
Meðal efnis í fréttabréfi aprílmánaðar er forsetabréf þar sem m.a. er fjallað um mikilvægi trúverðugleika Íslands í endurreisnarferlinu. Einnig er fjallað um rökin fyrir því afhverju ASÍ telur rétt að fara í aðildarviðræður við ESB, rætt um greiðsluvanda heimilanna og bráðaaðgerðir gegn atvinnuleysi og að lokum er Genfarskólinn kynntur.
Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2009 stendur nú yfir. Fundurinn er sóttur af um 50 trúnaðarmönnum og fjöldi gesta er á fundinum, sem fram fer á Reyðarfirði í nýju námsveri AFLs og Þekkingarneti Austurlands.
Öllum sem áhuga hafa á því að taka þátt í ársfundi trúnaðarmanna sem haldinn verður á Reyðarfirði þann 3. og 4. apríl n.k. er velkomið að hafa samband við næstu skrifstofu AFLs. Skráning er til hádegis fimmtudaginn 2. apríl. Fæði og gisting er í boði AFLs og boðið er upp á rútuferðir frá helstu þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Margir spennandi og fróðlegir fyrirlestrar eru í boði. Sjá dagskrá.