AFL starfsgreinafélag

Nýtt námsver á Reyðarfirði

img_4780Þekkingarnet Austurlands og AFL Starfsgreinafélag opnuðu í gær nýtt námsver í húsnæði AFLs að Búðareyri 1 á Reyðarfirði. ÞNA mun starfrækja námsverið en AFL Starfgreinafélag hefur innréttað húsið þannig að það henti sem fundaraðstaða og til kennslu.

Continue Reading

Svíar semja um skert starfshlutfall

Um 25.000 félagar í IF Metall í Svíþjóð, en það eru að mestu leyti starfsfólk í iðnaði, er atvinnulaust og um 40.000 hefur verið tilkynnt um mögulegar uppsagnir. Vegna þessa ástands hafa launagreiðendur og IF Metall gengið frá rammasamkomulagi um hlutastörf og tímabundnar uppsagnir.

Continue Reading

Opinn fundur um efnahagshrunið!

Hvað gerðist og hvað gerum við svo? Þjóðkirkjan, AFL Starfsgreinafélag og Þekkingarnet Austurlands bjóða íbúum Austurlands að sækja opinn umræðufund um efnahagsástandið, ástæður fallsins og leiðir út úr vandanum. Á fundunum munu þeir Vilhjálmur Bjarnason og Stefán Einar Stefánsson flytja erindi. Fundirnir verða haldnir á: - Egilsstöðum  í húsnæði ÞNA að Tjarnarbraut 39 e, föstudaginn 27. febrúar kl. 20. - Reyðarfirði í húsi AFLs- Molanum, Búðareyri 1, laugardaginn 28. febrúar kl. 15. Einnig í fjarfundum víða um Austurland, þeir sem vilja nýta þá tækni hafi samband við ÞNA í netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.

AFL aðili að framlengingu samninga

AFL Starfsgreinafélag er aðili að framlengingu kjarasamninga sbr. frétt hér að neðan. Í gær var í fréttum að fimm aðildarfélögum ASÍ hefði borist bréf þar sem þau voru spurð hvort félögin óskuðu að rjúfa sig úr samfloti með öðrum aðildarfélögum ASÍ.

Continue Reading

Skrifað undir framlengingu samninga: Lágmarkslaun hækka!

Rétt í þessu var skrifað undir frestun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars n.k. er frestað fram á sumar. Hins vegar hækkar tekjutrygging eða lágmarkstaxtar úr 145 þúsund krónum í 157 þúsund krónur.

Continue Reading

Rofnar samstaða ASÍ félaga?

Boðaður hefur verið fundur fimm félaga innan Así vegna erindis sem borist hefur frá forseta ASÍ þar sem félögin eru spurð hvort þau óski að segja sig frá samfloti aðildarfélaga ASÍ. Formenn viðkomandi félaga eru nú að leita samráðs við samninganefndir félaganna og samverkafólk sitt hjá félögunum.

Fundurinn í dag verður símafundur en búast má við að félögn haldi fund á morgun eða fimmtudag þar sem formenn og aðrir í forystu félaganna hittist til að ræða óvænt erindi forseta ASÍ.