Kynning á iðnnámi verður haldin í námsverinu að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, litla molanum á morgun miðvikudaginn 4. febrúar kl. 13 – 15. Fulltrúar frá Fræðslusetrinu Iðunni, Rafiðnaðarsambandinu og Verkmenntaskólanum í Neskaupstað munu kynna hinar ýmsu iðngreinar og möguleika til náms. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að mæta.
Fundaferð gengur vel
Fundaferð AFLs sem nú stendur yfir gengur vel. Formaður AFLs og framkvæmdastjóri eru nú á þriðja degi í vinnustaðaheimsóknum og hafa einnig verið haldnir almennir félagsfundir á Hornafirði og Djúpavogi og í kvöld verður almennur félagsfundur á Seyðisfirði.
Hæstiréttur staðfestir dóm
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi í vor fyrirtæki á Austurlandi til að greiða fyrrum starfsmanni 585.000,- vegna vangoldinna launa og frádráttar sem ekki þóttu standast. Starfsmaðurinn hafði áður boðið fyrirtækinu að ljúka málinu með 75.000 - 100.000 kr. eingreiðslu.
Fundarferð formanns AFLs
Formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, leggur á miðvikudag í fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformaðir eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir ALbertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.
Dagskrá fundanna er birt hér að neðan svo og fundarstaðir og tími.
Almenningur hefur skömm á stjórnvöldum
Á stjórnarfundi AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Breytingar á staðgreiðslu um áramót:
Skatthlutfall í staðgreiðslu hækkar úr 35,72% í 37,2%
Persónuaflsáttur hækkar úr 34.034 kr.í 42.205 kr.
Sjómannaafsláttur hækkar úr 874 kr. í 987 kr. á dag.
Frítekjumark barna fædd 1994 og síðar er óbreytt 6% af tekjum umfram 100.745
Tryggingagjald er óbreytt 5,34%
Opið á Reyðarfirði
Erum búin að koma okkur fyrir í nýju húsnæði að Búðareyri 1. Stundum kallað litli moli. Gengið er inn að austanverðu.
More Articles ...
- Opið á Reyðarfirði
- Skrifstofa AFLs á Reyðarfirði lokuð næstu daga.
- Þátttaka sjómanna AFLs góð
- Annáll AFLs 2008
- Aðalfundur sjómannadeildar AFLs
- Atkvæðagreiðsla um kjarasamning AFLs við Launanefnd sveitarfélaga.
- Aðalfundur sjómannadeildar AFLs
- Kynning á kjarasamningi
- Samningar sjómanna.
- Samfélagsstyrkir ALCOA
- Lögmaður AFLs um dóminn
- GT - málið vannst - hvar er ábyrgðin?
- Ekkert leyndó lengur: Landsbankinn
- Egilsstaðir: Gunnar R. Matthíasson í Hlymsdölum
- Athugasemdi vegna fréttar RÚV
- Sveitarfélagasamningur
- ALCOA greiðir veglegan kaupauka
- Kveðjur frá starfsmönnum ALCOA í Mexíkó
- Stjórn og starfsfólk AFLs treystir böndin
- Einhliða kjaraskerðingar standast ekki!
- Rausnarleg jólagjöf Brimbergs
- Þriðjungur atvinnulausra án aðstoðar stéttarfélaga
- Góð kauphækkun hjá Járnblendinu
- Enginn árangur í samningaviðræðum!
- Viðræður við sveitarfélögin á Austurlandi.