AFL starfsgreinafélag

Athugasemdi vegna fréttar RÚV

Í tilefni fréttar sjónvarps um tap AFLs Starfsgreinafélags vegna innlausnar á peningasjóðsbréfum félagsins í vörslu Landsvaka, dótturfyrirtækis Landsbankans, nýja og gamla, vill félagið koma eftirfarandi á framfæri.

Continue Reading

Sveitarfélagasamningur

Velja til að skoða nánar, pdf formÍ gær var skrifað undir kjarasamning milli AFLs og Launanendar sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaganna 10 á Austurlandi. Samningurinn gildir frá 1. desember en eldri samningur rann út 30. nóvember s.l. Samningurinn er í anda þeirra samninga sem launanefndin hefur gert við aðra samningsaðila. Kynningar og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram í næstu viku.
Helstu atriði samningsins eru:

Continue Reading

ALCOA greiðir veglegan kaupauka

ALCOA tilkynnti í morgun að starfsmenn Fjarðaáls fá greiddan kaupauka næstkomandi mánudag. Kaupaukinn mun nema mánaðarlaunum að viðbættu 15% álagi. Þetta er kærkominn bónus á þessum erfiðu tímum en áður höfðu Ísal og Norðural greitt aukalega kaupauka á síðustu vikum. Launaliður samnings AFLs og RSÍ við ALCOA Fjarðaál verður næst laus í apríl nk.

Kveðjur frá starfsmönnum ALCOA í Mexíkó

comiteAFLi hefur borist kveðja frá mannréttindasamtökunum Comtié Fronterizo de Obrer  Mexíkó en samtökin hafa tekið að sér hagsmunabaráttu starfsmanna tveggja ALCOA verksmiðja  í Ciudad Acuna og Piedras Negras þar sem ekki er starfandi verkalýðsfélag í verksmiðjunum

Continue Reading

Stjórn og starfsfólk AFLs treystir böndin

MývatnUm síðustu helgi fór stjórn AFLs og starfsfólk félagsins að Mývatni og eyddi saman helginni. Mikið álag hefur verið á starfsfólki og stjórn síðustu vikurnar m.a. vegna atvinnuástands á svæðinu og yfirstandandi efnahagshremmingum og þótti því tilvalið að efla samstöðu innan hópsins um leið og farið var í hefðbundið jólahlaðborð.

Continue Reading

Einhliða kjaraskerðingar standast ekki!

KjaraskerðingNokkuð hefur borið á því að fyrirtæki hafa ákveðið einhliða kjaraskerðingar starfsmanna sinna og jafnvel boðað fólk á fund - einn og einn starfsmann í einu - þar sem því er boðið upp á að skrifa undir samkomulag um kjaraskerðingar.

Continue Reading

Rausnarleg jólagjöf Brimbergs

Um fimmtíu starfsmenn frystihússins Brimbergs á Seyðisfirði fengu glaðning í morgunkaffinu þegar Gunnlaugur Bogason, framkvæmdastjóri, færði öllum starfsmönnum gjafabréf að upphæð 40.000 kr.

Continue Reading