AFL starfsgreinafélag

Skrifstofur lokaðar - starfsmenn stilla saman strengi

Skrifstofur félagsins verða lokaðar í dag vegna fundar starfsfólks. Svarað verður í síma 4700 300 til klukkan 16:00 í dag og verður Ragna Hreinsdóttir, verkefnisstjóri AFLs við símann. Annað starfsfólk mun koma saman í húsi félagsins á Djúpavogi.

 

Continue Reading

Trúnaðarráð AFLs boðað til fundar

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags, hefur boðað trúnaðarráð félagsins til fundar næstkomandi mánudag. Fundurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á Hótel Héraði á Egilsstöðum.

Á dagskrá eru efnahags-og kjaramál, kosning formanns kjörstjórnar, kjör samninganefndar félagsins og önnur mál.

Continue Reading

SGS: Formannafundi frestað

Fyrirhuguðum formannafundi Starfsgreinasambands Íslands, sem fram átti að fara á fimmtudag og föstudag á Egilsstöðum hefur verið frestað. Í tilkynningu frá SGS er ástæðan sögð vera að margir af "lykilmönnum" SGS eru uppteknir og er fundinum frestað fram yfir ársfund ASÍ og staðsetning hans flutt til Hafnarfjarðar.

Ráðvillt og dofin þjóð!

Stjórn AFLs sat á fundi þegar Geir Haarde, forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í dag. Stjórnarmenn setti hljóða. Ekki síst í ljósi þess að ekki hafði verið óskað samráðs við verkalýðshreyfinguna í aðdraganda þessarar ákvörðunar. En þrátt fyrir sambandsleysi milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins um helgina réttir ASÍ út höndina:

 Í ljósi þeirra alvarlegu atburða sem nú eiga sér stað í íslensku fjármálalífi tekur Alþýðusamband Íslands undir þær áherslur ríkisstjórnarinnar að hagur almennings og fyrirtækja verði tryggður eins vel og kostur er. Alþýðusambandið lýsir sig reiðubúið til samstarfs við ríkisvaldið til að varðveita almannahagsmuni á þessum erfiðu tímum. Nú ríður á að allir leggist á eitt til að fjármálalegum stöðugleika verði náð sem fyrst. Sjá vef ASÍ

Continue Reading

Slegið á útrétta hönd

Forysta ASÍ og SA hefur síðusta daga unnið að hugmyndum um aðkomu aðila vinnumarkaðarins að lausn efnahagsvanda þjóðarinnar. Formannafundur SGS lýsti í gærkvöldi fullum stuðningi við þá vinnu og sátu formenn nánast allra aðildarfélaga SGS á fundi og biðu þess að skilaboð kæmu frá ríkisstjórninni um aðgerðir. Þau skilaboð komu aldrei og fóru formenn SGS félaga svo og aðrir forystumenn aðildarfélaga ASÍ brott úr húsi Sáttasemjara, fullir óvissu.

Continue Reading

"Munum sýna auðmýkt" - AFL skoðar veraldarvefinn

thumb_uco24Svissneski bankinn UBS tilkynnti um 2000 uppsagnir í gær og hefur þá alls sagt upp 6000 starfsmönnum á einu ári. Bankinn hefur tapað 42 milljörðum dollara í þessari lánakrísu. Stjórnarformaðurinn hét því á blaðamannafundi í gær að yfirstjórn bankans myndi leggja hart að sér og auðsýna auðmýkt. (af vef BBC í dag)  Beðið er sambærilegra yfirlýsinga Íslenskra bankamanna.

Flutningur fjármagns lífeyrissjóðanna, stórfellt erlent lán,  aukning veiðiheimilda, umsókn í EB, endurskoðun kjarasamninga. Þetta er meðal þeirra leiða sem að sögn eru kannaðar í dag en samkvæmt svartsýnistu þjóðfélagsrýnum blasir lítið annað við en efnahagslegt hrun á morgun, mánudag, verði ekkert að gert í dag.

Continue Reading

Atvinnuöryggi: Alþjóðlegur baráttudagur

Á Þriðjudaginn í næstu viku, 7. október nk. hafa alþjóðleg og evrópsk verkalýðssamtök ákveðið að efna til aðgerða og reyna að hvetja til umræðu um atvinnuöryggi.  Aðgerðirnar geta verið allt frá vinnustaðafundum, málþingum og upp í fjölmenna útifundi.

Continue Reading