AFL starfsgreinafélag

Stapi lækkar vexti um 0,5%

PeningarStjórn Lífeyrissjóðsins Stapa ákvað á fundi sínum í morgun að lækka vexti á lánum til sjóðsfélaga um hálft prósent.

Að sögn Sigurðar Hólm Freyssonar, fulltrúa AFLs í stjórn sjóðsins, var þessi ákvörðun tekin samhljóða af öllum stjórnarmönnum.

Ekki liggur enn fyrir hversu miklu tjóni sjóðurinn hefur orðið fyrir í yfirstandandi efnahagshremmingum.

Aðgerðahópur á miðausturlandi

Sól í myrkrinuFulltrúar AFLs, VR, Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar, Vinnumálastofnunar Austurlandi, Þekkingarnets Austurlands og Starfsendurhæfingar Austurlands, hittust nú seinnipartinn í dag og á fundinum var m.a. ákveðið að þessir aðilar myndu stilla saman strengi sína í þeim erfiðleikum sem búast má við á vinnumarkaði á miðausturlandi.

Continue Reading

Ársfundur ASÍ

Gylfi ArinbjarnarsonÁtján fulltrúar AFLs auk þriggja ungliða mættu til 8. ársfundar Alþýðusambandsins 23 og 24. október 2008. Grétar Þorsteinsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti, í hans stað var Gylfi Arnbjörnsson kjörinn forseti ASÍ.

Gylfi hafði frá árinu 2001 verið framkvæmdastjóri ASÍ en hann kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur Kjararannsóknarnefndar.  Hann var hagfræðingur ASÍ frá 1992-1997 og framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. frá 1997-2001.

Continue Reading

Engin sátt án skilyrða

Á stjórnarfundi AFLs Starfsgreinafélags sem var að ljúka, var samþykkt að félagið legði eftirfarandi tillögu fyrir ársfund Alþýðusambands Íslands sem hefst á morgun. Tillagan verður lögð fram undir liðnum efnahagsmál:

"Ársfundur Alþýðusambands Íslands samþykkir að fela forseta og miðstjórn ASÍ að undirbúa aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að því uppbyggingastarfi Íslensks efnahags-og atvinnulífs sem við blasir með því að skilgreina samningsmarkmið í samvinnu við aðildarsambönd- og félög Alþýðusambandsins.

Continue Reading

Verkalýðshreyfingin í naflaskoðun

Verkalýðshreyfingin þarf að fara faglega yfir sín mál á ársfundi ASÍ sem hefst á fimmtudag, segir Hjördís Þóra, formaður AFLs, en félagið lýkur undirbúningi fyrir þátttöku sína á ársfundi Alþýðusambandsins með stjórnarfundi annað kvöld. "Við þurfum að hverfa nær upprunanum nú þegar nýfrjálshyggjan hefur nánast lagt atvinnulíf landsins í rúst":

Continue Reading

Hvert fóru peningarnir?

kps06070071"Verum ekki að leita að þeim seku" - "Nú er ekki tími til að vera með ásakanir" eru algeng skilaboð forystumanna í þjóðfélaginu í dag. Stór hluti almennings er alls ekki sammála og á bloggsíðum má víða sjá umræður um það "hvert fóru peningarnir".

Meðfylgjandi mynd er tekin af bloggsíðu á visir.is og eru á síðunni myndir af fjölda sumar"halla" er nýríkir íslenskir auðkýfingar hafa verið að byggja síðustu ár. Fyrir almennt launafólk sem horfir fram á skert lífskjör og skuldir sem koma til með að fylgja börnum og jafnvel barnabörnum eru þessar hallir svívirðileg áminning um það hvernig við sofnuðum á verðinum og leyfðum græðgisvæðingunni að ná tökum á þjóðfélaginu.

Tengillinn inn á síðuna er http://blogg.visir.is/photo/2008/10/14/her-eru-myndir-af-milljor%C3%B0unum-sem-hurfu/

Íbúðir um jól og áramót

Ofanleiti21Formlegri úthlutun orlofsíbúða AFLs í Reykjavík og á Akureyri er lokið.
Staðan er sú að í Reykjavík eru þrjár íbúðir lausar um jólin, og á Akureyri er ein laus um jólin og tvær um áramótin.
Nú er um að gera að bregðast fljótt við því að fyrstur kemur fyrstur fær.