Miðstjórn ASÍ á Kárahnjúka
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mun halda reglubundinn miðstjórnarfund sinn á Egilsstöðum seinnipartinn í dag, en miðstjórn heldur reglulega fundi sína fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hópurinn kom með morgunvélinni til Egilsstaða þar sem Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu tók á móti þeim og mun fylgja miðstjórnarfólki um framkvæmdasvæðið á Fljótdalsheiði fyrir fund. Þetta er sennilega síðasta heimsókn Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, á Austurland í þessu æðsta embætti verkalýðshreyfingarinnar.