AFL starfsgreinafélag

Starfsdagur grunnskólafólks - tvær skrifstofur lokaðar

Starfsdagur starfsmanna grunnskólanna á Austurlandi er í dag á Egilsstöðum. Meðal efnis er umfjöllun um persónuleg samskipti í umsjón Guðmundur Inga Sigurbjörnssonar, skólastjóra og Helga Steinsson, fjömenningarfulltrúi, fjallar um skólastarf í fjölmenningarlegu umhverfi.

Continue Reading

Þjóðarsátt - hvaða þjóðarsátt?

Frétt fjölmiðla um "þjóðarsátt" sem víðtæk samstaða ríki um innan verkalýðshreyfingarinnar virðist á veikum grunni byggð. Formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, vildi í tilefni fréttaflutnings í dag láta koma fram að félagið hefur ekki verið aðili að neinum viðræðum um slíka þjóðarsátt og er AFL næststærsta félag innan Starfsgreinasambandins og hefur auk þess innan sinna vébanda deildir sjómanna, verslunarmanna og iðnaðarmanna.

Continue Reading

Raunfærnimat: Málmgreinar og Rafiðnaður

Á næstu vikum hefst í Fjarðabyggð verkefni sem sérstaklega var styrkt úr mótvægisaðgerasjóði og fjallar um raunfærnimat í járniðnaðargreinum og rafiðnaðargreinum. Verði góður árangur af verkefninu má búast við að það verði yfirfært til annarra hópa.

Continue Reading

Hitaveita og heitir pottar á Einarsstaði?

einarsstair23Nú er að hefjast á Egilsstöðum fundur með Hitaveitu Fljótsdalshéraðs, eigendum sumarhúsa í nágrenni Einarsstaða og fulltrúum orlofsbyggðarinnar á Einarsstöðum. Í kjölfar verður síðan fundur þeirra verkalýðsfélaga sem eiga hús á Einarsstöðum. Fundarefnið er hvort koma eigi upp hitaveitu í orlofsbyggðinni.

Continue Reading

Námsver á Reyðarfirði

Búðareyri 1AFL Starfsgreinafélag samþykkti á stjórnarfundi sínum í gærkvöld kaup á húsinu að Búðareyri 1, Reyðarfirði. Húsið  er 726 fm og eru samningar milli AFLs, Fjarðabyggðar, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands, um starfrækslu námsvers í húsinu á lokastigi. Í samþykkt AFLs kemur fram að leigutekjur vegna námsversins muni standa undir þessari fjárfestingu.

Continue Reading

Uppsögnum Fossvíkur mótmælt

fossvkSl. föstudag mótmælti AFL Starfsgreinafélag uppsögnum 8 starfsmanna Fossvíkur og tilkynnti í bréfi að starfsfólk fyrirtækisins tæki við uppsagnarbréfunum með fyrirvara um lögmæti þeirra. AFL telur uppsagnirnar vera ólögmætar þar sem um þessar mundir eru að verða aðilaskipti á rekstri fyrirtækisins.

Continue Reading

Yfirlýsing framkvæmdastjóra AFLs Í kjölfar árása vertsins hjá Café Margaret

cafe_margaretHorst Wolfang Mueller kom fram í fréttum í gærkvöld og sakaði mig m.a. um atvinnuróg og útlendingahatur og ýmislegt fleira. Staðreyndir málsins eru m.a. þessar:
  •  Margoft hefur þurft að hafa afskipti af launamálum og framkomu veitingahaldara á Café Margaret í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum var gerð sátt við Vökul Stéttarfélag (eitt stofnfélaga AFLs) vegna launa starfsfólks það sumar. Eitt mál er í innheimtuferli.
  • Continue Reading