Launafólk á Austurlandi
Efnahagsþrengingum fylgir atvinnuleysi. Atvinnuleysi er sóun á hæfileikum og starfsorku fólks. Til að mæta því ástandi sem nú blasir við hafa stéttarfélögin á Austurlandi tekið höndum saman við Þekkingarnet Austurlands, Vinnumálastofnun Austurlandi og fjölmarga aðra aðila. Við höfum sett í gang umfangsmikla dagskrá til endur-og símenntunar. Nk. mánudag kl. 13:00 verður á vegum félaganna og ÞNA kynningarfundur á því helsta sem í boði verður næstu vikurnar og mánuði. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Þekkingarnetsins að Vonarlandi, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum.