AFL starfsgreinafélag

Launafólk á Austurlandi

Kynnum okkur máliðEfnahagsþrengingum fylgir atvinnuleysi. Atvinnuleysi er sóun á hæfileikum og starfsorku fólks. Til að mæta því ástandi sem nú blasir við hafa stéttarfélögin á Austurlandi tekið höndum saman við Þekkingarnet Austurlands,  Vinnumálastofnun Austurlandi og fjölmarga aðra aðila. Við höfum sett í gang  umfangsmikla dagskrá til endur-og símenntunar. Nk. mánudag kl. 13:00 verður á vegum félaganna og ÞNA kynningarfundur á því helsta sem í boði verður næstu vikurnar og mánuði. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Þekkingarnetsins að Vonarlandi, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum.

Continue Reading

Breyttar reglur um atvinnuleysisbætur

Sjá skýringar ASÍ hér Í dag var samþykkt á alþingi frumvarp um breytingar á lögum um atvinnuleysisbætur. Meginþáttur breytinganna snýr að minnkuðu starfshlutfalli en það eru algeng viðbrögð við efnahagsástandi nú, að samkomulag verði milli starfsfólks og stjórnenda um minnkað starfshlutfall.

Continue Reading

ALCOA dregur enn úr framleiðslu

AlcoaALCOA tilkynnti í kvöld að fyrirtækið hyggst draga enn úr framleiðslu á áli, eða um 350.000 tonn til viðbótar við samdrátt á árinu. Samdráttur síðustu mánaða verður þá 615.000 tonn en fyrir nokkrum vikum lokaði fyrirtækið verksmiðju í Texas. Í tilkynningu frá ALCOA segir að ekki verði lokað verksmiðju til að ná þessum samdrætti heldur verði dregið jafnt úr framleiðslu í starfandi verksmiðjum ALCOA.

Continue Reading

Svartur dagur á Egilsstöðum

MalarvinnslanÁ fundi með starfsfólki Malarvinnslunnar, stærsta verktakafyrirtækis á Austurlandi, tilkynnti stjórnarformaður fyrirtækisins, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, að fyrirtækið væri komið í þrot og starfssemi legðist af í dag eða strax eftir helgi. Tæplega 100 manns hafa unnið hjá Malarvinnslunni síðustu mánuði en 160 starfsmenn voru í sumar þegar þeir voru flestir.

Continue Reading

Unnt að kalla ráðherra til ábyrgðar

Landsdómur er æðsti dómstóll sem unnt er að kalla saman til að fjalla um embættisfærslur ráðherra. Dómurinn hefur aldrei verið kallaður saman síðan hann var settur á stofn 1905. Dómurinn er skipaður 15 fulltrúum sem þar sem 5 eru þeir hæstaréttardómarar sem lengstan hafa starfsaldur, dómstjórinn í Reykjavík og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands og að auki 8 fulltrúar kosnir af alþingi.

Continue Reading

Formannafundur SGS

Fjölmenntur formannafundur SGS var haldinn í Hafnarfirði í dag en fundurinn sem vera átti á Egilsstöðum í síðasta mánuði var frestað vegna efnahagskrísunnar og síðan fluttur til Hafnarfjarðar. Fundurinn var reglulegur fundur til afgreiðslu ársreikninga og starfsskýrslu.

Continue Reading