Skrifstofa AFLs á Reyðarfirði lokuð næstu daga.
Verið er að taka í notkun nýtt húsnæði AFLs „Litla Molann“ þar sem saman mun fara í framtíðinni skrifstofa AFLs Starfsgreinafélags og námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands og fleiri aðila. Flutningar standa yfir þessa dagana og af þeim sökum þá verður skrifstofan á Reyðarfirði lokuð í dag mánudag og á morgun þriðjudag.
Félagsmönnum AFLs er bent á að hafa óhræddir samband við aðrar skrifstofur AFLs þessa daga.
Þátttaka sjómanna AFLs góð
Lokið er talningu úr atkvæðagreiðslu aðildarfélaga SSÍ um kjarasamninginn sem gerður var 17. desember síðastliðinn milli SSÍ og LÍÚ.
Annáll AFLs 2008
Aðalfundur sjómannadeildar AFLs
Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags var haldinn s.l. mánudag á Reyðarfirði. Á fundinum voru nýgerðir kjarasamningar sjómanna kynntir, helstu ályktanir þings Sjómannasambandsins ræddar, ásamt hefðbundnum aðalfundarstöfum. Á fundinn mættu 20 sjómenn víðsvegar að af félagssæðinu
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning AFLs við Launanefnd sveitarfélaga.
Í dag voru talin atkvæði úr atkvæðagreiðslu félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum um kjarasamning félagsins sem skrifað var undir 11. desember s.l milli AFLs og Launanefndar sveitafélaga.
Á kjörskrá voru 428. Atkvæði greiddu 214 eða 50%. Já sögðu 198 eða 92,52%. Nei sögðu 15 eða 7,01%. Ógildur 1 eða 0,47%.
Aðalfundur sjómannadeildar AFLs
Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn mánudaginn 29. des. í Safnaðarheimilinu Reyðarfirði kl 17:00. Brottför frá Víkurbraut 4 Höfn kl. 13:30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Kjaramál- nýgerðir samningar. 3. Þing Sjómannasambands Íslands, 4. Kosning stjórnar, 5. Önnur mál.
More Articles ...
- Kynning á kjarasamningi
- Samningar sjómanna.
- Samfélagsstyrkir ALCOA
- Lögmaður AFLs um dóminn
- GT - málið vannst - hvar er ábyrgðin?
- Ekkert leyndó lengur: Landsbankinn
- Egilsstaðir: Gunnar R. Matthíasson í Hlymsdölum
- Athugasemdi vegna fréttar RÚV
- Sveitarfélagasamningur
- ALCOA greiðir veglegan kaupauka
- Kveðjur frá starfsmönnum ALCOA í Mexíkó
- Stjórn og starfsfólk AFLs treystir böndin
- Einhliða kjaraskerðingar standast ekki!
- Rausnarleg jólagjöf Brimbergs
- Þriðjungur atvinnulausra án aðstoðar stéttarfélaga
- Góð kauphækkun hjá Járnblendinu
- Enginn árangur í samningaviðræðum!
- Viðræður við sveitarfélögin á Austurlandi.
- Þolinmæðin er á þrotum
- Vinátta og gleði á Pólskum dögum á Reyðarfirði
- Tækifæri til að koma skoðunum á framfæri
- Launafólk á Austurlandi
- Breyttar reglur um atvinnuleysisbætur
- ALCOA dregur enn úr framleiðslu
- Mótmælum hækkun gjaldskrár