AFL starfsgreinafélag

Opið á Reyðarfirði

Búðareyri, velja til að skoða fleiri myndirErum búin að koma okkur fyrir í nýju húsnæði að Búðareyri 1. Stundum kallaður litli molinn.  Gengið er inn að austanverðu. Þekkingarnet Austurlands og Starfsendurhæfing Austurlands verða einnig með skrifstofur í þessum hluta hússins.  Verið er að leggja lokahöndina á námsvers- og fundarsali í syðri hluta neðri hæðarinnar.  ÞNA og StarfA mun flytja sína starfsemi á Reyðarfirði í þann hluta á allra næstu dögum. 

Skrifstofa AFLs á Reyðarfirði lokuð næstu daga.

Búðareyri 1Verið er að taka í notkun nýtt húsnæði AFLs „Litla Molann“ þar sem saman mun fara í framtíðinni skrifstofa AFLs Starfsgreinafélags og námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands og fleiri aðila. Flutningar standa yfir þessa dagana og af þeim sökum þá verður skrifstofan á Reyðarfirði lokuð í dag mánudag og á morgun þriðjudag.

Félagsmönnum AFLs er bent á að hafa óhræddir samband við aðrar skrifstofur AFLs þessa daga. 

Aðalfundur sjómannadeildar AFLs

Stepen, Grétar og GuðjónAðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags var haldinn s.l.  mánudag á Reyðarfirði. Á fundinum voru nýgerðir kjarasamningar sjómanna kynntir, helstu ályktanir þings Sjómannasambandsins ræddar, ásamt hefðbundnum aðalfundarstöfum. Á fundinn mættu 20 sjómenn víðsvegar að af félagssæðinu

Continue Reading

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning AFLs við Launanefnd sveitarfélaga.

kosningÍ dag voru talin atkvæði úr atkvæðagreiðslu félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum um kjarasamning félagsins sem skrifað var undir 11.  desember s.l milli AFLs og Launanefndar sveitafélaga.

Á kjörskrá voru 428. Atkvæði greiddu 214 eða 50%. Já sögðu 198 eða 92,52%. Nei sögðu 15 eða 7,01%. Ógildur 1 eða 0,47%.

Aðalfundur sjómannadeildar AFLs

Þórir HöfnAðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn mánudaginn 29. des. í Safnaðarheimilinu Reyðarfirði kl 17:00. Brottför frá Víkurbraut 4 Höfn kl. 13:30. Dagskrá: 1.  Skýrsla stjórnar    2.  Kjaramál- nýgerðir samningar. 3.  Þing Sjómannasambands Íslands, 4.  Kosning stjórnar, 5.  Önnur mál.