AFL starfsgreinafélag

Atvinnuleysistryggingar

Upphæðir atvinnuleysisbóta
Tekjutengdar atvinnuleysisbætur miðað við 100% bótarétt eru að hámarki 254.636 kr. á mánuði frystihus.
Grunnatvinnuleysisbætur miðað við 100% bótarétt eru 161.523 kr. á mánuði.
Greiðsla með hverju barni yngra en 18 ára er  6.461 kr. á mánuði (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).
Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar fyrstu 10 virku daganna. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur taka þá við í allt að þrjá mánuði en eftir það eru grunnatvinnuleysisbætur greiddar á ný.
Ofangreindar upphæðir miðast við 1. júní 2011.

Bótaréttur umsækjanda
Bótaréttur umsækjanda miðast við starfstíma og starfshlutfall hans á síðustu tólf mánuðum.  Fullt starf í 12 mánuði skapar umsækjanda 100% bótarétt en ella er rétturinn hlutfallslegur minnst 25%.
Upphæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta miðast við 70 % af meðallaunum á 6 mánaða tímabili tveimur mánuðum áður en sótt er um atvinnuleysisbætur. Ýmsar sérreglur gilda um hlutabætur, geymslu áunnins bótaréttar o.s.frv.  Stéttarfélagið veitir nánari upplýsingar um öll þessi atriði.

Umsókn um atvinnuleysisbætur
Sótt er um atvinnuleysisbætur hjá Þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar í því umdæmi þar sem umsækjandi er búsettur.  Helstu fylgigögn með umsókn:
•  Vottorð vinnuveitanda. Vottorðið geymir upplýsingar um starfstíma, starfshlutfall og ástæðu starfsloka.
•  Skattkort.
•  Önnur gögn ef við á s.s. vegna skertrar vinnufærni, náms, tekna, fjármagnstekna ofl.

Greiðslur atvinnuleysisbóta
Atvinnuleysisbætur eru greiddar fyrsta virka dag hvers mánaðar. Tímabilið sem greitt er fyrir er frá 20. – 19. hvers mánaðar.  Dæmi:  Við útborgun 1. ágúst 2008 er verið að greiða fyrir tímabilið 19. júní - 20. júlí.

Greiðslustofa Vinnumálastofnunar
Greiðslur atvinnuleysistrygginga fyrir landið allt fara fram hjá Greiðslustofu Vinnumálastofnunar. Til að fá upplýsingar um stöðu umsóknar eða greiðslur er hægt að hringja í 582 4900 eða senda fyrirspurn með tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánar um atvinnuleysistryggingar á vef ASÍ