AFL starfsgreinafélag

Keðjuábygð verktaka. Hrakvinna

Peningaros

Hvað er hrakvinna?

„Hrakvinna“ er nýyrði sem Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, kynni á formannafundinum. Hrakvinna er þýðing á enska hugtakinu „precarious work“ en það er vinna við ótrygg ráðningarkjör og við óásættanlegar aðstæður. Ótrygg ráðningarkjör geta verið t.d. endurteknar tímabundnar ráðningar, hvers kyns skammtímaráðningar og/ eða svokallaðar starfsþjálfunarsamningar. Einnig vinna þar sem að- búnaður og öryggi er ekki samkvæmt reglum.

Hvað er keðjuábyrgð?

Keðjuábyrgð er svipuð og hefur t.d. gilt á virkjanasvæðum eins og við Kárahnjúka. Þar bar Landsvirkjun endanlega ábyrgð á því að greitt væri samkvæmt kjarasamningum og bar endanlega ábyrgð á aðbúnaði og öryggi. Þetta þýðir með öðrum orðum að aðilar geti ekki komið sér hjá ábyrgð á starfsmönnum með því einu að nota undirverktaka og starfsmannaleigur og kenna þeim svo um það sem aflaga fer – heldur væri aðalverktaki verks alltaf endanlega ábyrgur.

Sjálfboðaliða í atvinnulífi

Meinsemd sem þarf að fjarlægja.  Sjálfboðaliðastörf í atvinnulífinu eru alvarleg meinsemd. Og líkt og aðrar plágur breiðist þessi meinsemd hratt út. Vinna sjálfboðaliða í efnahagslegum tilgangi er misnotkun á fólki og vanvirðing við vinnumarkað og vinnandi fólk. Þetta er fóðrað með alls kyns jákvæðum skírskotunum – náms- og kynningarvinna og að gefa ungu fólki tækifæri til að skoða heiminn. En þegar málin eru skoðuð nánar er þetta ekkert annað en félagslegt undirboð – fólk sem ekki þarf að framfleyta sér sjálft gengur í kjarasamningsbundin störf upp á sportið og grefur þannig undan kjörum annarra.

 

Ungt fólk á vinnumarkaði – að hverju þarf að gæta

p2000

Á hverju hausti fær AFL Starfsgreinafélag tugi ungra launþega, sem finnst heldur hafa verið brotið á sér í sumarvinnunni, í heimsókn. Í mörgum tilfellum er auðsótt að kalla eftir skýringum og mögulega innheimta vangoldin laun. Í öðrum tilfellum er erfitt að grípa til aðgerða enda á litlu að byggja. Góð regla er að halda eigin tímaskýrslu og er hægt að nota appið "klukk" til þess. Það er aðgengilegt í appstore og er mjög einfalt í notkun.  Ef fólk heldur utan um tímana sína - er auðveldara að gæta hagsmuna síðar.  Einnig er æskilegt að eiga samskipti - þ.e. tölvupósta og sms skeyti milli launamannsins og launagreiðanda.

Við hvetjum ungt fólk til að kynna sér kjarasamninga og hika ekki við að hafa samband við okkur og leita ráða. Við erum með This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og svörum fyrirspurnum.

Ath. Stéttarfélög á Íslandi eru aðallega skipulögð eftir landssvæðum - og ekki er víst að þú eigir að vera í AFLi. Leitaðu upplýsinga á þínu svæði.  AFL nær frá Skeiðará í suðri og til Langaness í norðri og með allri austurströndinni og á Héraði.

Sumarvinna Réttindi Kaup

Mansal

Vaxandi vandamál og kemur okkur öllum við. Fórnarlömbin eru líka hér og þá glæpamennirnir einnig.

Sjálfboðaliðar hjá Móðir Jörð - ókeypis vinnuafl í samningsbundnum störfum

AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu í dag Móðir Jörð í Vallanesi. Tilefni var að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör. Á staðnum voru 5 sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf og nokkrir launaðir starfsmenn - flestir erlendir og tilltölulega nýkomnir til landsins.  Tveir starfsmannanna voru með kennitölur en aðrir þrír áttu von á kennitölu næstu daga enda búið að sækja um. Enginn starfsmanna var með undirritaðan ráðningarsamning.

Ekki hefur verið sótt um kennitölur fyrir sjálfboðaliðana - og voru einhverjir þeirra frá löndum utan EES og hafa ekki sjálfkrafa heimild til að sinna störfum á Íslandi án atvinnuleyfis. 

 Vallanes

Skv. upplýsingum forráðamanna Móður Jarðar eru sjálfboðaliðarnir á vegum samtaka sem sendir fólk víða um heim til að vinna sjálfboðastörf við t.d. umhverfisvæna jarðrækt. Einnig kom fram að um einhvers konar námssamninga væri að ræða án þess að það væri útskýrt nánar.

Í bréfi Ríkisskattstjóra til Alþýðusambands Íslands 11. mars sl. sjá hér, kemur skýrt fram að sjálfboðaliðar sem þiggja hlunnindi - þ.e. fæði og húsnæði eru sjálf skattskyld af verðmæti þeirra hlunninda og fyrirtæki sem tekur við "gjafavinnu" er skattskylt um sem svarar verðmæti þeirrar vinnu sem er gefin.  

Fulltrúi Vinnumálstofnunar í heimsókninni kvaddi síðan til lögreglu til að fá tekna skýrslu af sjálfboðaliðum.

 

 

Vallanesi

 Sjálboðaliðastörf í þjónustugreinum og landbúnaði eru eins og faraldur um þessar mundir og hafa fulltrúar stéttarfélaga komið á vinnustaði þar sem á annan tug sjálfboðaliða skúra gólf og ganga um beina eins og ekkert sé - og þá með skírskotun til þess að um starfsþjálfun sé að ræða.  Þetta er að verða alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði og einn angi af svartri atvinnustarfssemi sem kemur sér hjá því að greiða skatta og skyldur til samfélagsins eins og aðrir - en vilja sitja að gróðanum. 

Verkalýðsfélögin semja um lágmarkskjör í landbúnaði og það eru sannarlega ekki há laun sem þar er samið um. Það gerir samningsstöðuna verri en ella - að bændur virðast geta sótt sér lífsþreytta millistéttarunglinga til nágrannalandanna sem koma hingað uppá sportið og ganga í störf fólks sem þarf að lifa af launum sínum. Þessir bændur selja síðan sínar afurðir á sömu mörkuðum og aðrir og er ekki að sjá að tekið sé tillit til þess að vinnuaflið sé ókeypis þegar varan er verðlögð.

Á meðan einhvers launaskriðs gætir á vinnumarkaði og ekki síst meðal stjórnenda þá er ekkert launaskrið í lægst launuðu störfunum svo sem í ferðaþjónustu og þar er verið að greiða fullorðnu fólki með áralanga reynslu skv. lágmarkstöxtum og ef fólk kvartar er því sagt að það sé nóg af sjálfboðaliðum til að ganga í störf þeirra.