AFL starfsgreinafélag

Farsóttin - corona virus - koronawirus

coronavirus

AFL Starfsgreinafélag vill vekja athygli félagsmanna á að fjölda erinda við félagið er hægt að sinna í gegnum síma og með tölvupósti.  Sími félagsins er 4700 300 og hægt er að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og bregst starfsfólk félagsins hratt við erindum. Með því að nota síma og tölvupóst þegar unnt er  - minnkum við líkur á corona vírusinn svokallaði breiðist hraðar út en efni standa til.

AFL Starfsgreinafélag would like to advise our members to use telephone or email in communications with the union - instead of coming to our offices.  Our telphone is 4700 300 and our email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  By communicating with phone and email instead of direct contact,  we might delay the spreading of the corona virus.

AFL Starfsgreinafélag chciałby doradzić naszym członkom, aby w komunikacji ze związkiem używali telefonu lub poczty elektronicznej – w miejsce stawiania się w biurach. Nasz telefon to 4700 300, a nasz e-mail This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Komunikując się telefonicznie i pocztą e-mail zamiast bezpośredniego kontaktu, możemy opóźnić rozprzestrzenianie się wirusa korony.

Samið við ríkið!

Starfsgreinasamband Íslands og samninganefnd ríkisins skrifa undir kjarasamning

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Helstu atriði samningsins eru sem hér segir:

  • Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019.
  • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar.
  • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi.
  • Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu.
  • Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa.
  • Framlag í orlofssjóð hækkar.
  • Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum.
  • Full orlofsuppbót hækkar úr 50.000 kr. árið 2019 í 53.000 kr. árið 2022.
  • Full persónuuppbót (desemberuppbót) hækkar úr 92.000 kr. árið 2019 í 000 kr. árið 2022.
  • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og vikum en gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu um hann ljúki 26. mars. samninginn hér

Farsóttin: Óbreyttar greiðslur sjúkrasjóðs AFLs

Alþýðusamband Íslands, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin undirrituðu í gær samkomulag um viðbrögð vegna launamissis þeirra sem settir eru í sóttkví í yfirstandandi farsótt.  Samkvæmt samkomulaginu mun launafólk sem sett er í sóttkví - halda launum frá launagreiðanda - sem aftur mun eiga kröfu á Sjúkratryggingar Íslands vegna þess kostnaðar.  Samkomulagið er allt á formi viljayfirlýsinga - þ.e. Samtök Atvinnulífsins beinir tilmælum til launagreiðenda að greiða laun og ríkisstjórnin mun beita sér fyrir breytingu á lögum um sjúkratryggingar til að launagreiðendur fái tjónið bætt.

Í samkomulaginu beinir Alþýðusamband Íslands tilmælum til aðildarfélaga um að greiða sjúkum félagsmönnum sjúkradagpeninga að tæmdum veikindarétti.  Um greiðslur úr sjúkrasjóði AFLs fer skv. reglugerð sjóðsins sem aðeins aðalfundur félagsins getur breytt.  Skv. reglugerð sjúkrasjóðs AFLs greiðir sjóðurinn félagsmanni 85% af meðallaunum síðustu 6 mánaða að frádregnum sjúkradagpeningum SR.

Í reglugerðum flestra sjúkrasjóða eru ákvæði um heimild til að skerða greiðslur eða fella niður í því tilfelli að alvarleg farsótt ógni afkomu sjóðs. Engar aðstæður sem sjáanlegar eru á þessu stigi benda til þess að þessi farsótt verði svo illvíg og alvarleg að það ógni afkomu sjúkrasjóða og því lítil ástæða til að óttast að til skerðinga á sjúkradagpeningum komi.

Samkomulagið sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í gær felur í sér að fjarvera frá vinnu vegna sóttkvíar mun ekki ganga á veikindarétt launafólks þannig að fólk ætti að halda óskertum veikindarétti þrátt fyrir sóttkví.

Nánari upplýsingar um farsóttina og viðbrögð við henni má finna á vefsíðu Landlæknisembættisins.

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/Spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna-

 

Aðalfundur almennrar starfsgreinadeildar

Verður haldinn 12. mars kl. 17:00 – að Búðareyri 1 Reyðarfirði

Dagskrá

  1. Kjaramál
  2. Skýrsla formanns deildar
  3. Kjör stjórnar deildarinnar
  4. Önnur mál

Stjórn alm. starfsgreinardeildar AFLs

Sjómannasambandið vinnur í félagsdómi!

smabataÍ gær féll dómur í Félagsdómi þar sem úrskurðað var að óheimilt væri að lækka skiptaprósentu á bátum yfir 12 metrum að lengd - þó svo að sérstakur vélstjóri /vélavörður væri um borð.  Ákvæði er í kjarasamningum við Landsamband smábátaeigenda um að ef bætt er vélaverði á báta undir 12 metrum og fjórir eru í áhöfn - er heimilt að lækka skiptaprósentu úr 21,6% í 20,36%.

Útgerðir báta 12 - 15 metra að lengd hafa verið að túlka ákvæðið (sic) þannig að það nái einnig til báta yfir 12 metra að lengd og eftir að Sjómannasambandið freistaði þess að fá Landssamband Smábátaeigenda til að taka undir túlkun sína en án árangurs varð að sækja úrskurð til félagsdóms.

Dómurinn féll í gær og sjómönnum í vil og þannig að túlkun Sjómannasambandsins stendur.  Sjómannadeild AFLs Starfsgreinafélags er aðili að Sjómannasambandi Íslands.

Sjá nánari skýringu á heimasíðu Sjómannasambandsins  sjá dóminn hér

Mynd úr myndasafni AFLs

Stakkholt - ruslageymslunni læst

Sorphirda2

Búið er að læsa ruslageymslunni í Stakkholti þar sem ótímabundið verkfall Eflingar hófst á miðnætti og þar með verkfall sorphirðufólks. Starfsfólk AFLs hefur verið í beinu sambandi við alla sem dvelja í orlofs-og sjúkraíbúðum félagsins og lofa allir sem þar eru að ganga vel um og koma sorpi sjálft á móttökustöðvar sorps.  Lokað hefur verið fyrir nýjar bókanir í húsinu á næstu dögum þar sem ekki er unnt að tryggja að húsið verði enn opið fyrir gesti.  Ef sorp fer að safnast upp á göngum eða í bílageymslu eða á lóð - verður húsinu lokað. AFL styður félagsmenn Eflingar í kjarabaráttu sinni og því verður engin sorplosun frá húsinu á vegum félagsins  á meðan verkfall stendur yfir.

Myndin er úr myndasafni AFLs og er af sorphirðu á Austurlandi.

Verður orlofs-og sjúkraíbúðum í Reykjavík lokað?

SorpgeymslaStakkholt

Útlit er fyrir að loka þurfi orlofs-og sjúkraíbúðum AFLs við Stakkholt í næstu viku þar sem m.a. sorphirðumenn í Reykjavík eru að fara í ótímabundið verkfall.  AFL mun láta tæma sorpílát áður en verkfall hefst en síðan mun það fara algerlega eftir umgengni fólks um sorpgeymslu og magn þess sorps sem safnast þar  -  hvenær húsinu verður síðan lokað.

Eins og fram hefur komið í fréttabréfum félagsins er umgengni félagsmanna um sorpgeymsluna oft til mikillar skammar og ítrekað hafa sorphirðumenn neitað að taka sorp þar sem öllu ægir saman – plasti, pappa og matarleyfum. Það er því ekki á bætandi – að fá geymsluna ekki tæmda eða hafa tök á að tæma hana eftir aðstæðum.

AFL Starfsgreinafélag virðir verkfall Eflingar og styður baráttu láglaunafólks fyrir kjörum sínum, hvar sem er.  Það kemur því ekki til greina að félagið geri aðrar ráðstafanir til að fjarlægja sorp því slíkt væri hreint verkfallsbrot.

Ef félagsmönnum verður leyft að dvelja í húsinu eftir að verkfall hefst – verður það að með því skilyrði að þeir hinir sömu sjái sjálfir um að koma sorpi frá húsinu og skiljið það ekki eftir á göngum eða í bílageymslu.

Búast má við að sorpgeymslu verði læst fljótlega eftir helgi.