Orlofsíbúðir hækkun
Samkvæmt stjórnarsamþykkt fyrir 2 árum – hækkaði verð í orlofsíbúðum um 3,7% í janúar 2019 – það jafngildir 12 mánaða verðbólgu frá des. 2017 – des. 2018 skv. hagstofunni.
Samkvæmt stjórnarsamþykkt fyrir 2 árum – hækkaði verð í orlofsíbúðum um 3,7% í janúar 2019 – það jafngildir 12 mánaða verðbólgu frá des. 2017 – des. 2018 skv. hagstofunni.
Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn laugardaginn 29. desember 2018 kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Búðareyri 1
Dagskrá
Ferðir verða samræmdar á næstu skrifstofu félagsins.
AFL Starfsgreinafélag
Sjómannadeild
Mynd fengin af Inscol
Þrátt fyrir að verulega hafi verið bætt í réttindi félagsmanna í Sjúkrasjóði félagsins stefnur í að hann skili afgangi. Í vor var hármarksupphæð sjúkradagpeninga hækkuð i í kr. 900.000 og hlutfall af tekjum síðustu mánaða hækkað í 85%. Fyrir rösku ári voru flestir styrkir sjúkrasjóð hækkaði um 50% enda höfðu hámarksupphæðir þá verið óbreyttar í nokkur ár.
Sjúkradagpeningar sem félagið hefur þegar greitt á árinu eru að upphæð 119 milljónir króna en voru 103 milljónir allt árið í fyrra. Greiddir styrkir ársins eru að upphæð 30 milljónir króna en voru 29 milljónir króna 2017.
Stærstu flokkar einstakra styrkja eru ferðastyrkur - u.þ.b. 5 milljónir króna, Heilsueflingarstyrkir og dánarbætur u.þ.b. 5 milljónir króna hvor flokkur. Sjúkraþjálfun og sjúkranudd námu tæpum 5 milljónum, gleraugnastyrkir röskum þremur milljónum. Krabbameinsskoðanir og sálfræðiþjónusta rösk milljón hvor flokkur.
Skv. bráðabirgðauppgjöri fyrir fyrstu 11 mánuði ársins stefnir í að Sjúkrasjóður skili um 10 milljón króna afgangi - en verulegar sveiflur hafa verið í sjúkradagpeningagreiðslum síðustu ár og hefur munað allt að 20% á milli ára.
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags skipaði á fundi sínum í gær Birki Snæ Guðjónsson sem persónuverndarfulltrúa félagsins. Birkir Snær er trúnaðarmaður AFLs hjá Eimskip á Mjóeyrarhöfn og hefur verið virkur í starfi félagsins. Hann hefur sótt nokkur trúnaðarmannanámskeið og sótti sl. vor námskeiðið "Ungir leiðtogar" á vegum Alþýðusambands Íslands. Birkir er 35 ára gamall og búsettur á Fáskrúðsfirði með fjölskyldu sinni.
Hlutverk persónuverndarfulltrúa AFLs er að vera stjórn og starfsfólki til ráðgjafar um málefni er varða persónuvernd og eins að vera tengiliður fyrir þá félagsmenn sem telja á sér brotið af félaginu. Birkir hefur kynnt sér persónuverndarmál sérstaklega síðustu mánuði og hefur góðan faglegan stuðning af lögmönnum AFLs og Alþýðusambandsins.
Félagið mun kynna á næstu dögum nánar hvernig starfi Birkis verður háttað - en hann mun ekki vera fastur starfsmaður félagsins og ekki með starfsstöð hjá félaginu heldur sinna áfram sínu starfi hjá Eimskip og sínum trúnaðarmannastörfum.
Persónuverndarstefnu AFLs má nálgas hér 'https://www.asa.is/personuverndarstefna
Stefnan er til enduskoðunar og verið að vinna verkalagsreglur fyrir starfsfólk félagsins og fara yfir gögn þess.
Síðustu mánuði hafa nokkrir félagsmenn AFLs verið boðaðir í skoðun hjá „trúnaðarlæknum“ launagreiðenda sinna. Einhverjir hafa mætt í þessar skoðanir en aðrir hafa haft samband við AFL og við ráðleggjum fólki ekki að fara til trúnaðarlækna ef það ekki beinlínis óskar þess sjálft.
Störf trúnaðarlækna hafa verið mjög til skoðunar síðustu ár og lagarammi um störf þeirra er mjög götóttur. Trúnaðarlæknar hafa í raun enga aðra stöðu en aðrir læknar og eiga að vera bundnir af sama trúnaði og aðrir læknar. Þeir starfa líka undir sömu lögum og siðareglum. Eitt grundvallaratriði í lögum um heilbrigðisstarfsmenn er að það er ekki hægt að þvinga neinn til að þiggja læknisþjónustu.
Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Fyrirtækin hafa verið að bæta í og það hefur verið mjög í tísku að skikka fólk til að tilkynna veikindi sín til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.
Þá virðist og vera að færast í vöxt að fólk er „boðað“ í viðtal og skoðun hjá trúnaðarlækni.
Í þessu sambandi er rétt að benda fólki á eftirfarandi.
Grundvallarreglan er sú að það kemur engum við nema einstaklingnum sjálfum og hans lækni hvaða sjúkrómar hrjá viðkomandi og það er viðkomandi í sjáflsvald sett hvort hann vill deila þeim upplýsingum og þá hverjum.
Það er auðvitað ekkert að því að tilkynna sig veikan og segja að flensan hafi lagt mann í rúmið – en viðkomandi ræður því sjálfur. Ef launagreiðandi vill læknisvottorð – þá á að biðja um vinnufærnisvottorð en ekki fullgilt sjúkradagpeningavottorð.
Stapi hefur flutt skrifstofu sína í Neskaupstað að Hafnarbraut 20 og deilir nú húsnæði með Landsbankanum.
Um leið breytist afgreiðslutími sjóðsins á Austurlandi til samræmis við opnunartíma bankans. Opið verður alla virka daga frá kl. 12:00 til 15:00 en skrifstofa sjóðsins hefur fram til þessa verið lokuð í hádeginu.
Með þessari breytingu verður aðgengi að húsnæði sjóðsins bætt verulega þar sem starfsemin flyst á fyrstu hæð með aðgengi fyrir hjólastóla.
Engar breytingar verða á starfsmannahaldi. Sjóðurinn verður áfram með einn starfsmann í fullu starfi sem mun sinna iðgjaldaskráningu og símsvörun utan opnunartíma skrifstofunnar í Neskaupstað.
Sjóðfélagar eru boðnir velkomnir á nýjan stað.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, staðfestir í viðtali við Morgunblaðið þann 11. nóvember sl. að ekkert í nýju löggjöfinni um persónuvernd eigi að hafa áhrif á eða hindra upplýsingagjöf til stéttarfélaganna þegar þau leita upplýsinga um launakjör starfsfólks eða aðbúnað enda sé það hlutverk stéttarfélaga að sinna ákveðnu eftirlitshlutverki á vinnumarkaði.
„Það gefur auga leið að eitt af því er að fá vitneskju um hvort farið er að gildandi kjarasamningum. Ný persónuverndarlöggjöf á ekki að hagga við því. Ný löggjöf snýst um aukið öryggi í vinnslu persónuupplýsinga og fræðslu um notkun þeirra, en það á ekki að girða fyrir að upplýsingagjöf sé stöðvuð til þeirra sem fullnægjandi heimildir hafa.“
Þær upplýsingar sem eftirlitsfulltrúar og stéttarfélög kalla eftir eru ráðningasamningar, tímaskriftir, launaseðlar og bankainnlegg til að hægt sé að til að sannreyna eins og kostur er að starfsmenn njóti þeirra starfskjara sem þeim ber samkvæmt gildandi kjarasamningum ofl. án þess að tiltekinn starfsmaður standi þar að baki.
Helga segir jafnframt að löggjöfin eigi að auka réttindi einstaklinga en ekki að búa til umhverfi fyrir atvinnurekendur til að komast hjá því að borga samkvæmt kjarasamningum.