AFL starfsgreinafélag

KVENNAFRÍ 2018 - KVENNAVERKFALL

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og sýna  samstöðu með fundi á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðunum: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera öruggar í vinnunni og í samfélaginu öllu! Kvennafríið í ár er helgað #MeToo.

Þess vegna eru konur hvattar til að ganga út kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og krefjast kjarajafnréttis og öryggis á vinnustað. Baráttufundur verður haldinn á Arnarhóli kl. 15:30 sama dag þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrv. forsætisráðherra, Claudie Wilson lögfræðingur og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ávarpa fundinn, ásamt því sem að fjöldi kvennakóra og listakvenna munu koma fram. 
Samstöðufundir verða haldnir víðs vegar um landi og eru konur hvattar til að mæta á fund í sinni heimabyggð.

Búast má við að skrifstofum AFLs Starfsgreinafélags verði lokað á þessum tíma nema á Höfn og Vopnafirði - þar sem karlpeningurinn mun vinna.

Stop work-related crime / Należy powstrzymać łamanie prawa na rynku pracy

JednoPrawo            EqualRights

Należy powstrzymać łamanie prawa na rynku pracy

W programie telewizyjnym Kveik przedstawiono sytuację na rynku pracy, a szczególnie łamanie prawa w stosunku do pracowników z zagranicy. Przytoczono przykłady patologii w islandzkim społeczeństwie; poważnej kradzieży poborów, bardzo poważnych wykroczeń związanych z bezpieczeństwem i ochroną pracy, złego traktowania pracowników przez przedsiębiorstwa, co nawet można podciągnąć pod pewnego rodzaju handel ludźmi. Czytaj dalej

Stop work-related crime

Recently the news commentary programme Kveikur presented its investigation into work-related crimes with respect to foreign workers. It showed examples of a serious canker in Icelandic society, which is large scale wage theft, serious violations of the safety and working conditions of foreign workers, ill treatment and conduct by companies that can only, in the worst cases, be described as human trafficking within the labour market. Read more

Stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

Í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV 2. október 2018 var varpað ljósi á brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði gagnvart erlendu launafólki. Þar voru sýnd dæmi um alvarlega meinsemd í íslensku samfélagi sem lýsir sér í stórfelldum launaþjófnaði, alvarlegum brotum gangvart öryggi og aðbúnaði erlendra starfsmanna, illri meðferð og framgöngu fyrirtækja sem þegar verst lætur verður ekki lýst nema sem vinnumansali.

Continue Reading

Spalarmiðar - Endurgreiðsla

SpolurMidar

Tökum á móti spalarmiðum til og með 31. október 2018, hægt er að koma með miðana á næstu skrifstofu AFLs eða senda þá á Lilju AFLi Starfsgreinafélagi, Miðvangi 2 – 4, 700 Egilsstöðum. Nafn kennitala og innlagnar-upplýsingar þurfa að fylgja miðunum svo endurgreiðsla geti átt sér stað.

Kjaramálaráðstefna AFLs krefst þess að laun dugi til framfærslu!

Kjaaramal2018

Um helgina fór fram kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags þar sem m.a var unnið að mótun kröfugerðar félagsins fyrir komandi samninga.  Í ályktun ráðstefnunnar segir m.a.

"AFL Starfsgreinafélag krefst þess að við gerð næstu kjarasamninga verði tekið á því misrétti sem hefur vaxið síðustu misseri, með úrskurðum kjararáðs sem farið hefur langt út fyrir þann ramma launahækkana sem miðað hefur verið við á almennum vinnumarkaði – svo og með aukinni skattbyrði sem stjórnvöld hafa lagt á launafólk.

AFL krefst þess að lægstu kauptaxtar nægi til sómasamlegrar framfærslu og telur óásættanlegt að fólk í fullri vinnu festist í fátæktargildru og félagslegri aðstoð"

 

Þá segir í ályktun félagsins að félagið hafni alfarið framkomnum hugmyndum um sveigjanlegan vinnutíma með lenginu dagvinnutímabilsins en kallað er eftir styttingu vinnuvikunnar án skerðingar í launum. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um ályktun ASÍ-Ung þar sem farið er fram á að fundið verði jafnvægi einkalífs og vinnu - þ.m.t. með styttingu daglegs vinnutíma.Kjaramálaráðstefna AFLs krefst þess að í næstu kjarasamningum verði fallið frá þeim "hlutfallstengdu" kauptöxtum sem samið var um í síðustu kjarasamningum fyrir fólk undir tvítugu.

 

Ályktun kjaramálaráðstefnu AFLs 2018 er hér í heild:

 

AFL Starfsgreinafélag krefst þess að við gerð næstu kjarasamninga verði tekið á því misrétti sem hefur vaxið síðustu misseri, með úrskurðum kjararáðs sem farið hefur langt út fyrir þann ramma launahækkana sem miðað hefur verið við á almennum vinnumarkaði – svo og með aukinni skattbyrði sem stjórnvöld hafa lagt á launafólk.
AFL krefst þess að lægstu kauptaxtar nægi til sómasamlegrar framfærslu og telur óásættanlegt að fólk í fullri vinnu festist í fátæktargildru og félagslegri aðstoð.
Félagið beinir því til samninganefnda á vinnumarkaði að hraða vinnu sinni og vanda, þannig að nýir kjarasamningar séu tilbúnir þegar eldri samningar renna út. Gangi það ekki eftir, verði allar launahækkanir afturvirkar frá þeim degi sem eldri samningar renna út – svo sem Kjararáð hefur haft að meginreglu í ákvörðunum sínum er varða þá hærra settu í samfélaginu.
Kjaramálaráðstefnan krefst þess að þeirri mismunun sem ungt fólk á vinnumarkaði býr við með þeim „hlutfalls“ launatöxtum sem samið var um í síðustu kjarasamningum, verði tafarlaust hætt. Hið sama gildi um alla fullgilda á vinnumarkaði og enginn afsláttur verði gefinn af vinnu ungs fólks. 
Kjaramálaráðstefnan ræddi framkomnar hugmyndir um sveigjanlegan vinnutíma og lengingu dagvinnutímabils. AFL hafnar alfarið þessum hugmyndum, en kallar eftir styttingu vinnuvikunnar, án skerðingar á heildartekjum.  Félagið hvetur til þess að launatöflur kjarasamninga verði teknar til endurskoðunar þannig að aukin ábyrgð og færni í starfi skili sér í sýnilegum ávinningi en síðustu ár hefur bil milli launaflokka farið síminnkandi.
Þá hvetur kjaramálaráðstefnan einnig til þess að samsetningu á launum í veikindum verði breytt þannig að staðgengilslaun verði greidd allan veikindarétt.
Félagið hvetur jafnframt til þess að efnt verði til samráðs sveitarfélaga, ríkisvalds, launagreiðenda og Alþýðusambandsfélaga um hagsmuni ungs fólks og fólks með börn.
Sérstaklega er vakin athygli
-tengingu fæðingarorlofs og aðgengi að dagvistun til að auðvelda ungum foreldrum að komast aftur til vinnu.
-lokunum í skólum og leikskólum vegna sumarleyfa, starfsdaga og annarra frídaga og þeim óþægindum sem það veldur ungum foreldrum sem oftar en ekki þurfa að taka ólaunað frí frá sinni atvinnu.  Þetta leiðir oft til þess að þegar kemur að sumarleyfistíma - þegar fjölskyldur eiga að geta verið saman í orlofi - er orlofsréttur foreldra uppurinn.
Þá verði og unnið að mótun húsnæðisstefnu til frambúðar er miði að því að launafólk eigi raunhæfa möguleika á að eignast eða komast í varanlegt og öruggt leiguhúsnæði með greiðslubyrði sem er viðunandi hlutfall ráðstöfunartekna. AFL Starfsgreinafélag telur öruggt húsnæði vera grundvallaratriði í félagslegu réttlæti og sjálfsögð mannréttindi allra barna að alast upp í búsetuöryggi og stöðugu umhverfi.
Kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags hvetur stjórnvöld til þess að setja fullan þunga í vinnustaðaeftirlit með aðilum vinnumarkaðarins og baráttu gegn félagslegum undirboðum. AFL vekur athygli á því að með félagslegum undirboðum er vegið að afkomu launafólks á almennum vinnumarkaði auk þess sem undirboðin skaða samfélagið allt. 
Mikilvægt er að lögregla og skattayfirvöld taki þátt í vinnustaðaeftirlitinu.  Þá hvetur félagið til þess að löggjafinn sjái til þess að brot á réttindum launafólks og hvers kyns misbeiting í skjóli yfirburðarstöðu launagreiðanda gagnvart launafólki – verði refsiverð svo sem önnur afbrot.
Félagið hvetur jafnframt til þess að tekjutenging bóta úr almannatryggingakerfinu verði afnumin, þannig að fólk fái notið lífeyrissparnaðar síns án þess að grunnbætur skerðist. Ennfremur að unnin verði framtíðarstefna í heilbrigðismálum með það að markmiði að heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls fyrir notendur.

 

 

Kjaramálaráðstefna AFLs

Hallormsstaður 21. – 22. september 2018

Föstudagur 21. september

  1. 15:45 – Fundargögn afhent
  2. 16:00 – Setning ráðstefnu – Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastóri AFLs
  3. 16:10 – Hvar erum við stödd í kjaramálunum? – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs
  4. 16:40 – Kaffihlé
  5. 17:00 – Áherslur deildarformanna
    • Almenn starfsgreinadeild – Steinunn Zoëga fiskvinnslumaður, formaður deildar
    • Iðnaðarmannadeild – Sævar Örn Arngrímsson vélstjóri, varaformaður deildar
    • Verslunar- og skrifstofudeild – Lars J. Andrésson starfsmaður áhaldahúss, formaður deildar
    • Sjómannadeild - Grétar Ólafsson löndunarmaður,formaður deilda
  6. 17:40 – Sýn félagsmanna á kjaramálin
    • Fiskvinnslumaður – Kristján Eggert Guðjónsson
    • Hafnarstarfsmaður – Birkir Snær Guðjónsson
    • Ungliði - Sindri Már Smárason
    • Aðrir fundarmenn sem vilja kynna sína sýn
  7. 18:10 – Niðurstöður úr könnunum meðal félagsmanna – Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
  8. 18:40 – Þjónustukönnun AFLs – Sverrir Mar Albertsson
  9. 19:10 – Fundarhlé
  10. 19:30 – Fordrykkur – Tónlist til skemmtunar
  11. 20:00 – Kvöldverður í boði AFLs Starfsgreinafélags

Laugardagur 22. september

  1. 08:00 – Morgunverður
  2. 09:00 – Félagsfundir deilda. Allar deildir samtímis kjósa fulltrúa á ASÍ-þing, ákv. umboð o.fl.
  3. 09:30 – Fundur í trúnaðarráði. Kosning samninganefndar, umboð o.fl.
  4. 10:00 – Kaffihlé
  5. 10:30 – Umræðuhópar
  6. 12:15 – Hádegisverður
  7. 13:15 – Kröfugerð mótuð
  8. 15:00 – Frágangur ályktana
  9. 15:30 – Kosning uppstillingarnefndar
  10. 15:45 – Ráðstefnuslit
  11. 16:00 – Kaffi og heimferð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir orlofsíbúða fyrir jóla og áramótatímabil.

Að þessu sinni eru tímabilin eftirfarandi; jólatímabil er frá 21. – 28. desember og áramótatímabilið frá 28. des til 04. janúar 2018.
Umsóknir eru tiltækar í rafrænu formi á heimasíðu félagsins www.asa.is undir linknum AFL/Eyðublöð, einnig er hægt að nálgast þær á skrifstofum félagins. Þær þurfa að hafa borist skrifstofum félagsins fyrir 06. nóvember n.k. Úthlutun fer fram 07. nóvember og verður öllum umsóknum svarað.