Könnun sem framkvæmd var af Capacent Gallup um ýmis atriði er varða kjör og aðstæður félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags og Einingar-Iðju er nú lokið.
Könnunin var einnig happdrættismiði, allir sem þátt tóku gátu unnið veglegan vinning
Búið er að draga út vinningshafa, eftirfarandi númer voru dregin út.
Í morgun fóru starfsmenn félagsins í heimsókn til Málingarþjónustu Hornafjarðar og afhentu fyrstu verðlaun í myndasamkeppni sumarsins 2011 þar sem keppt var um bestu myndina af eða úr sumardvalarstöðum félagsins.
Fyrstu verðlaun Canon myndavél hlaut Jón Benedikt Karlsson. Þeir vinningshafa sem hlutu önnur verðlaun, það er helgardvöl í orlofsíbúðum AFLs í Reykjavík eða á Akureyri, fá sent gjafabréf.
Í tilefni þess að félagið er að taka í notkun nýjar íbúðir hefur verið efnt til myndasamkeppni meðal félagsmanna um myndir til að hengja upp í íbúðunum. Myndirnar mega vera úr atvinnulífinu, af landslagi, af fólki eða hverju öðru sem fyrir augu ber á austurlandi. Veitt verða verðlaun í formi helgardalar í orlofsíbúðunum.
AFL Starfsgreinafélag hélt sína árlegu kjaramálaráðstefnu verkamannadeildar nú um helgina. Að þessu sinni var fjallað um Evrópusambandið, hvort innganga í það væri kostur eða ekki fyrir launafólk. Málinu var velt upp frá flestum hliðum.
Frestur til að sækja um íbúð yfir jól og áramót 2011/2012 rennur út 15. nóvember 2011, úthlutun mun svo fara fram miðvikudaginn 16. nóv. Öllum umsóknum verður svarað. Hægt er að sækja um á skrifstofum félagsins á þar til gerðum eyðublöðum, einnig er hægt að sækja um á vef félagsins sjá Umsóknareyðublað
Vegna hitaveituframkvæmda á Einarsstöðum er mikið jarðrask á svæðinu, af þeim sökum hefur útleigu sumarhúsa verið hætt um tíma. í kjölfar framkvæmdanna verður heitum potti komið fyrir við hvert hús. Áætlað er að verkinu ljúki á neðri hring í nóvember og hægt verði að leigja þau út fyrir jól, framkvæmdir verða á svæðinu í allan vetur. Verklok eru áætluð á vordögum.
I gangi er könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna AFLs Starfsgreinafélags og Einingar-Iðju, Capacent Gallup sér um framkvæmd könnunarinna. Búið er að senda bréf á þá 3.000 félagsmenn sem valdir voru handahófskennt úr félagaskrám þessara tveggja félaga. Þessa dagana eru starfsmenn Capacent Gallup að hringja í þessa félagsmenn og er það von okkar að þeir sem valdir voru til þátttöku gefi sér tíma til að svara þegar leitað verður til þeirra.