AFL starfsgreinafélag

Almennur kynningarfundur um samning ALCOA

Almennur fundur til kynningar á kjarasamningi AFLs og RSÍ við ALCOA verður að Búðareyri 1 kl. 13:00 í dag. Ennfremur verða fundir fyrir Dagvakt kl. 15:00 í dag og fyrir B vakt kl. 19:00 í mötuneyti verksmiðjunnar.

Continue Reading

AFL og RSÍ semja við ALCOA

Undirritaðir voru í dag á Reyðarfirði kjarasamningar milli Alcoa Fjarðaáls annars vegar og AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnarsambands Íslands hins vegar. Í aðalatriðum byggja samningarnir á sömu launabreytingum og þeir samningar sem nýlega voru gerðir milli  aðila vinnumarkaðarins, en fela þó í sér ákveðnar nýjungar og breytingar frá fyrri samningi.

Continue Reading

Sjómenn semja um launalið

Sjómannasamband Íslands og LÍÚ gengu í morgun frá samkomulagi um 4,25% hækkun á kauptryggingu og kaupliðum sjómanna innan vébanda Sjómannasambandssins,

Continue Reading

´Nýr kjarasamningur við ríkið

AFL Starfsgreinafélag, ásamt öðrum félögum innan SGS, gekk á miðvikudag frá nýjum kjarasamningi við ríkið. Samningurinn er áþekkur almennum kjarasamningi SGS að því frábrugðnu að samningstími er lengri eða til 31. mars 2014 og kemur því 38.000 króna eingreiðsla í lok samningstíma.

Continue Reading

Orlof á eingreiðsluna

Vegna nokkurra fyrirspurna launagreiðenda er rétt að vekja athygli á að orlof á að greiðast af eingreiðslunni - 50.000 kr. nú um mánaðarmótin. Eingreiðslan er 50.000 kr. miðað við 100% starfshlutfall mars - maí en skerðist miðað við minna starfshlutfall.  Orlof greiðist á öll laun, þ.m.t. þessa eingreiðslu. Taxtahækkanir koma til framkvæmda frá og með mánaðarmótunum og greiðast því væntanlega út hjá flestum félagsmönnum um mánaðarmótin júní - júlí.

Continue Reading

Samningar AFLs samþykktir

Atkvæðagreiðslum um aðalkjarasamninga AFLs Starfsgreinafélags við Samtök Atvinnulífsins er lokið og hafa atkvæði verið talin. Allir samningar félagsins voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða en niðurstöður fara hér á eftir:

Continue Reading