AFL starfsgreinafélag

Síðasti dagur í atkvæðagreiðslu

Síðustu forvöð til að kjósa í atkvæðagreiðslu um aðalkjarasamninga félagsins eru í dag. Atkvæðaseðlar voru sendir með pósti fyrir 10 dögum síðan og nægir að koma atkvæðinu í póstkassa á félagssvæði AFLs fyrir miðnætti í kvöld eða á skrifstofur félagsins í dag. Síðasta tækifæri fyrir þá sem ekki fengu senda kjörseðla, til að kæra sig inn á kjörskrá er á skrifstofum félagsins fyrir k. 15:30 í dag.

Continue Reading

Reyðarfjörður og Höfn - kynningarfundir

Almennir kynningarfundir um nýgerða kjarasamninga AFLs við Samtök Atvinnulífsins verða í dag og á morgun sem hér segir:

Miðvikudag - Reyðarfirði kl. 17:00 að Búðareyri 1.

Fimmtudag  - Höfn, fundarsal AFLs að Víkurbraut 4, kl. 18:00 

 

Trúnaðarmenn sem óska kynningar á sínum vinnustað hafi samband við skrifstofur félagsins sem fyrst,

Félagsmenn  - munið að greiða atkvæði um samningana.

Kynningar á kjarasamningi

Fulltrúar AFLs Starfsgreinafélags og samningamenn eru að hefja vinnustaðafundi og almenna fundi til kynningar á nýgerðum kjarasamningum. Farið verður yfir almennan kjarasamning SGS við SA, samning Samiðnar við SA, samning Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA og sérkjarasamning AFLs og Drífanda við SA. Að auki verður kynning á Mjóreyrarhöfn vegna nýgerðs fyrirtækjasamnings við Eimskipafélagið.

Á mánudag verður fulltrúi AFLs á Bakkafirði og Vopnafirði á vinnustaðafundum og einni verður almennur félagsfundur sem auglýstur er á staðnum. Á Egilsstöðum verður almennur félagsfundur í fundarsal AFLs á 3ju hæð að Miðvangi 2 - 4, kl. 17:30

 

Sjá nánar hér á eftir.

Continue Reading

Færeysk verkalýðshreyfing segir upp viðskiptum við Norrönu

Færeysku verkalýðsfélögin, sem hafa haft margvísleg viðskipti við Smyril Line, vegna Norrönu, hafa hætt við fyrirhuguð námskeið um borð og önnur viðskipti, á meðan íslenskt launafólk er meðhöndlað sem annars flokks þegnar, í boði Sjómannafélags Íslands. sjá færeyskan vefmiðil. Mikil ólga er um borð eftir að útgerðin með aðstoð Sjómannafélags Íslands, áður Sjómannafélags Reykjavíkur, fór að skerða laun íslenskra áhafnarmeðlima um meira en 30%.

Continue Reading

Sjómannafélag Íslands stundar félagsleg undirboð

Ungt fólk á Austurlandi og víðar er unnið hefur um borð í Norröna - ferjunni frá Seyðisfirði, hefur verið í sambandi við félagið síðustu daga vegna hótana og ógnanna sem það hefur orðið fyrir um borð en unnið hefur verið að því að þvinga þetta unga fólk til að skrifa undir nýja ráðningarsamninga með mun lægri launum en áður.

Continue Reading

Samið um bræðslur og höfnina

Í dag laust fyrir kl. 15:00 var skrifað undir nýjan kjarasamning AFLs og Drífanda vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum. Umræður um þann samning hafa staðið frá því í vetur og verið harðar.

Continue Reading