AFL starfsgreinafélag

Hitaveita á Einarsstaði!

Í lok nóvember á þessu ári er áætlað að öll orlofshús verkalýðshreyfingarinnar á Einarsstöðum, hafi verið tengd við hitaveitu. Skrifað var undir samninga þessa efnis sl. miðvikudag. Framkvæmdir munu hefjast í maí og eru verklok áætluð í nóvember.

Continue Reading

Námskeið blásið af - opið hjá AFLi

Á síðustu stundu frestuðu tæknimenn EJS / Skýrr innleiðingu símakerfis fyrir AFL Starfsgreinafélag og verða skrifstofur félagsins því opnar á morgun eins og venjulega.

Við biðjumst forláts á þessum ruglingi en væntalega verður innleiðingin eftir 1 - 2 vikur og verður skrifstofum félagsins þá lokað eins og fyrirhugað var að gera á morgun.

Formaðurinn á vaktinni

Þrátt fyrir frétt hér að neðan um lokun skrifstofa á morgun verður formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, á vaktinni á skrifstofu AFLs á Höfn. Símakerfi félagsins mun ekki vera virkt á morgun en farsími Hjördísar er 894 5058.

Formaðurinn á vaktinni

Þrátt fyrir frétt hér að neðan um lokun skrifstofa á morgun verður formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, á vaktinni á skrifstofu AFLs á Höfn. Símakerfi félagsins mun ekki vera virkt á morgun en farsími Hjördísar er 894 5058.

Lokaðar skrifstofur og símatruflanir

 Skrifstofur AFLs Starfsgreinafélags verða lokaðar föstudaginn 4. mars nk. Þá má búast við að símakerfi félagsins verði í uppnámi sama dag. Lokun skrifstofa er vegna þess að tölvukerfi félagsins, þ.m.t. þjónustugátt starfsfólks, verður uppfærð og skipt um símakerfi. Eftir mikla yfirlegu var ákveðið að framkvæma þessa kerfisbreytingu á skrifstofutíma m.a. vegna kostnaðar. Þeir  félagsmenn sem eiga ósótta leigusamninga eða eftir að greiða leigu vegna orlofsíbúða eru hvattir til að gera það fyrir föstudag. Í neyðartilfellum er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í farsíma starfsmanna sem gefnir eru upp á heimasíðu okkar www.asa.is

Af hverju afboðuðum við verkfallið?

Í dag afboðaði samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélags í fiskimjölsverksmiðjum, verkfall sem hefjast átti um 19:30 í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun og eflaust mörgum sem voru tilbúnir til átaka, mikil vonbrigði. Við fulltrúar í samninganefnd skuldum því félögum okkar og félagsmönnum skýringar.

Continue Reading

Sterkari verkalýðshreyfing í boði SA!

Umræða um kjarasamninga síðustu vikurnar hefur vakið upp á heimilum og vinnustöðum umræðu um verkalýðspólitík – sem var kannski því miður næsta lítil síðustu ár. Þau skilyrði sem SA hefur sett fyrir því að ganga til samninga, þ.e. . SA-þóknanleg lausn í fiskveiðistjórnunarmálum svo og einstrengingsleg og nánast hrokafull afstaða til kröfugerða einstakra verkalýðssamtaka, kallar á að menn skoði enn og aftur tilgang og baráttuaðferðir verkalýðshreyfingarinnar.

Continue Reading