Í dag féll úrskurður félagsdóms þannig að boðað verkfall bræðslumanna á Austurlandi og í Vestmannaeyjum er dæmt ólöglegt, fyrir það að sáttafundir sem ríkissáttasemjari boðaði, stjórnaði og skrifaði fundargerð á, voru bókaðir í fundargerðabók embættisins sem óformlegir.
Stuðningur frá Þórshöfn
Verkalýðsfélag Þórshafnar mun stöðva löndun úr uppsjávarskipum sem ekki landa að jafnaði á Þórshöfn eftir að verkfall AFLs og Drífanda hefst á mánudag. Þetta kom fram í fréttum útvarps í dag.
ASÍ vill að launafólki sé sýnd virðing, ekki skætingur
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er harðorður í garð SA og LÍÚ í nýju fréttabréfi ASÍ. Þar segir hann m.a.: "ASÍ hafnar því alfarið að LÍÚ segi til um það hvenær almennt verkafólk, aðstoðarfólk á umönnunarstofnunum, iðnaðarmenn, verslunar- og skrifstofufólk, fólk í hátækniiðnaði, bifvélavirkjar eða annað launafólk semji um sínar launahækkanir."
Grein Gylfa Arbjörnssonar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaradeilu vegna Mjóeyrarhafnar vísað til sáttasemjara
AFL Starfsgreinafélag hefur vísað kjaradeilu vegna vinnu við Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð til ríkissáttasemjara. Félagið hefur síðan í okt. 2009 óskað viðræðna um sérkjarasamning við Eimskipafélagið vegna vinnustaðarins en síðustu vikur hefur Eimskip ekki virt félagið svars.
Ólga vegna auglýsingar AFLs
Auglýsing AFLs í Austurglugganum sl. Fimmtudag hefur kallað á sterk viðbrögð m.a. útgerðarmanna og atvinnurekenda á Austurlandi. Nokkrir aðilar hafa sett sig í samband við félagið vegna auglýsingarinnar og telja hana innihalda beinlínis rangfærslur auk þess sem auglýsingin miði að því að skapa úlfúð milli stjórnenda fyrirtækja og starfsfólks þeirra. Af því tilfefni er eftirfarandi yfirlýsing frá framkvæmdastjóra AFLs birt:
Tími aðgerða runninn upp!
Aðgerðastjórn fyrirhugaðs verkfalls bræðslumanna á Austurlandi og í Vestmannaeyjum fundaði í gær. Á fundinum var farið yfir aðstæður við hverja verksmiðju og skipulagt hvernig tekið yrði á tilraunum til verkfallsbrota. Þá var og rætt um að óska þess af öðrum verkalýðsfélögum að sett yrði löndunarbann á uppsjávarfiskiskip á meðan verkfallinu stendur.
Talning atkvæða á miðvikudag
More Articles ...
- Verður samstaða?
- Greidd atkvæði um verkfall
- Mót nýju ári
- Samkomulag við ALCOA samþykkt
- Samninganefnd falið að undirbúa aðgerðir
- Samkomulag við ALCOA
- Tillaga er fulltrúar AFLs á Ársfundi ASÍ 2008 lögðu fyrir fundinn
- Bræðslur: Viðræðum slitið
- Fréttabréf AFLs á fimmtudag
- Kröfugerð SGS tilbúin
- Fiskimjölsverksmiður: Samningaviðræður hafnar
- Ljósmyndarinn verðlaunaður
- Úrslit í ljósmyndasamkeppni Orlofssjóðs AFLs 2010
- Stjórn AFLs mótmæli stefnubreytingu í heilbrigðismálum
- Námskeið á vegum AFLs
- Öflugt trúnaðarmannanámskeið AFLs
- Forsetabréf - Upp úr hjólförunum
- Tvö ár í næsta ársfund ASÍ?
- Samningaviðræður hafnar við Alcoa.
- Mótmælum niðurskurði á HSA
- Útleiga orlofsíbúða um jól og áramót
- Sækjum fram af hörku!
- Hefur þú einhverja skoðun?
- Century kært fyrir brot á vinnulöggjöf
- Góð samstaða á formannafundi ASÍ