Fréttabréf AFLs á fimmtudag
Kröfugerð SGS tilbúin
Fiskimjölsverksmiður: Samningaviðræður hafnar
Fyrsti samningafundur AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélags annars vegar og Samtaka Atvinnulífsins hins vegar, vegna kjarasamnings í fiskimjölsverksmiðjum var haldinn í gær með milligöngu ríkissáttasemjara. Á fundinum var til umræðu kröfugerð félaganna sem m.a. gerir ráð fyrir 27% hækkun kauptaxta. Þá er í kröfugerð félaganna krafist desember-og orlofsuppbóta á við það sem gerist í stóriðjuverum landsins.
Ljósmyndarinn verðlaunaður
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Orlofssjóðs AFLs 2010
Úrslit liggja fyrir í ljósmyndasamkeppni Orlofssjóðs AFLs 2010. Alls bárust um 20 myndir í samkeppnina og hefur dómnefnd valið þrjár myndir til verðlauna.
1. sæti. Stúlka rólar sér – myndin er tekin við orlofshús félagsins á Illugastöðum í Fnjóskadal. Ljósmyndari er Sólrún Dögg Baldursdóttir, stuðningsfulltrúi í Vopnafjarðarskóla.
2. sæti. Barn á rugguhesti – myndin er tekin á orlofssvæði félagsins á Einarsstöðum á Héraði. Ljósmyndari er Steinunn Zöega, trúnaðarmaður AFLs í frystihúsi Granda á Vopnafirði.
3. sæti. Drengur klifrar – myndin er tekin við leigubústað félagsins í Úthlíð í Biskupstungum. Ljósmyndari er Þórarinn Ásmundsson, starfsmaður ALCOA-Fjarðaáls.
Sólrún Dögg hlýtur í verðlaun glæsilega Canon Power Shot SX210 IS myndavél en Steinunn og Ásmundur fá helgardvöl að eigin ósk í orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík eða Akureyri.
Stjórn AFLs mótmæli stefnubreytingu í heilbrigðismálum
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags mótmælir þeirri stefnubreytingu sem laumað hefur verið í niðuskurðartillögur ríkisstjórnarinnar og fela í sér algera u-beygju í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Ályktunin fer hér á eftir:
ályktun stjórnar AFLs
More Articles ...
- Námskeið á vegum AFLs
- Öflugt trúnaðarmannanámskeið AFLs
- Forsetabréf - Upp úr hjólförunum
- Tvö ár í næsta ársfund ASÍ?
- Samningaviðræður hafnar við Alcoa.
- Mótmælum niðurskurði á HSA
- Útleiga orlofsíbúða um jól og áramót
- Sækjum fram af hörku!
- Hefur þú einhverja skoðun?
- Century kært fyrir brot á vinnulöggjöf
- Góð samstaða á formannafundi ASÍ
- Ákvörðun um hitaveitu frestað
- Hitaveita á Einarstaði ?
- Starfsdagur AFLs fyrir grunnskólastarfsmenn
- Aldrei aftur
- Starfsfólk AFLs í Saltnámunum
- Slökkviliðsmenn: Gengið gegn rétti stéttarfélaga
- Getur Starfsendurhæfing Austurlands hjálpað þér?
- Hægir á fjölgun örorkulífeyrisþega
- Stjórnvöld grípi inn í
- Skerðing atvinnuleysisbóta vegna greiðsla úr séreignasjóðum
- Klifabotn í Lóni
- Átök í áliðnaði í Bandaríkjunum
- Byrjunarörðugleikar með orlofsávísanir
- Orlofsávísanir AFLs