AFL starfsgreinafélag

Bræðslur: Viðræðum slitið

thumb_braedslaí gær slitnaði upp úr viðræðum AFLs og Drífanda við Samtök Atvinnulífsins um kaup og kjör í fiskimjölsverksmiðjum eftir aðeins tvo samningafundi. Fulltrúar fiskimjölsverksmiðjanna höfnuðu á fundinum í gær öllum helstu kröfum verkafólks og neituðu að ræða kaupliði og samningstíma.

Continue Reading

Fréttabréf AFLs á fimmtudag

Fréttabréf AFLs kemur út sem kálfur í Austurglugganum og verður dreift á allt Austurland í þessari viku. Um er að ræða 4ra síðna blaðkálf og verður að þessu sinni fjallað um undirbúning kjarasamninga og birtur listi yfir þá samninga sem félagið er að vinna að samningum um.

Continue Reading

Kröfugerð SGS tilbúin

Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands, þ.m.t. AFLs og annarra verkalýðsfélaga almenns verkafólks, verður lögð fram á fundi með Samtökum Atvinnulífsins nk. mánudag.

Continue Reading

Fiskimjölsverksmiður: Samningaviðræður hafnar

Fyrsti samningafundur AFLs Starfsgreinafélags og Drífanda Stéttarfélags annars vegar og Samtaka Atvinnulífsins hins vegar, vegna kjarasamnings í fiskimjölsverksmiðjum var haldinn í gær með milligöngu ríkissáttasemjara.  Á fundinum var til umræðu kröfugerð félaganna sem m.a. gerir ráð fyrir 27% hækkun kauptaxta. Þá er í kröfugerð félaganna krafist desember-og orlofsuppbóta á við það sem gerist í stóriðjuverum landsins.

Continue Reading

Ljósmyndarinn verðlaunaður

myndavel-afhendingSólrún Dögg Baldursdóttir, stuðningsfulltrúi í Vopnafjarðarskóla, átti verðlaunaljósmynd Orlofssjóðs AFLs 2010. Mynd hennar - "Stúlka rólar sér" var tekin við orlofshús félagsins að Illugastöðum í Fnjóskadal, þar sem Sólrún naut sumarleyfis með fjölskyldu sinni í sumar.

Continue Reading

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Orlofssjóðs AFLs 2010

thumb_stulka_rolar_serÚrslit liggja fyrir í ljósmyndasamkeppni Orlofssjóðs AFLs 2010.  Alls bárust um 20 myndir í samkeppnina og hefur dómnefnd valið þrjár myndir til verðlauna.
1. sæti. Stúlka rólar sér – myndin er tekin við orlofshús félagsins á Illugastöðum í Fnjóskadal. Ljósmyndari er Sólrún Dögg Baldursdóttir, stuðningsfulltrúi í Vopnafjarðarskóla.
2. sæti. Barn á rugguhesti – myndin er tekin á orlofssvæði félagsins á Einarsstöðum á Héraði. Ljósmyndari er Steinunn Zöega, trúnaðarmaður AFLs í frystihúsi Granda á Vopnafirði.
3. sæti. Drengur klifrar – myndin er tekin við leigubústað félagsins í Úthlíð í Biskupstungum. Ljósmyndari er Þórarinn Ásmundsson, starfsmaður ALCOA-Fjarðaáls.
Sólrún Dögg hlýtur í verðlaun glæsilega Canon Power Shot SX210 IS myndavél en Steinunn og Ásmundur fá helgardvöl að eigin ósk í orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík eða Akureyri.

Continue Reading