Sækjum fram af hörku!
Um 40 félagsmenn AFLs komu saman sl. laugardag á Kjaramálaráðstefnu félagsins sem var óvenju fámenn og má rekja það að hluta til vinnuálags í fiskvinnslu og sláturhúsum á svæðinu. Ráðstefnan fór þannig fram að þátttakendur unnu í hópum og var síðan afgreidd sameiginleg ályktun eftir um 3 tíma hópavinnu.
Óvenju hvass tónn er í kjaramálahluta ályktunar fundarins og m.a. hvatt til þess að kjarabætur verði sóttar af fullri hörku til útflutningsfyrirtækja og að félagið haldi samningsumboði sínu heima í héraði. Sjá ályktunina neðar á síðunni.
Áður höfðu þau framsögu, Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs og Sverrir Kr. Einarsson, trúnaðarmaður AFLs í Eskju.