AFL starfsgreinafélag

Sækjum fram af hörku!

Um 40 félagsmenn AFLs komu saman sl. laugardag á Kjaramálaráðstefnu félagsins sem var óvenju fámenn og má rekja það að hluta til vinnuálags í fiskvinnslu og sláturhúsum á svæðinu. Ráðstefnan fór þannig fram að þátttakendur unnu í hópum og var síðan afgreidd sameiginleg ályktun eftir um 3 tíma hópavinnu.

Óvenju hvass tónn er í kjaramálahluta ályktunar fundarins og m.a. hvatt til þess að kjarabætur verði sóttar af fullri hörku til útflutningsfyrirtækja og að félagið haldi samningsumboði sínu heima í héraði. Sjá ályktunina neðar á síðunni.

Áður höfðu þau framsögu, Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs og Sverrir Kr. Einarsson, trúnaðarmaður AFLs í Eskju.

Continue Reading

Hefur þú einhverja skoðun?

Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig á kjaramálaráðstefnu AFLS á laugardag. Færri þátttakendur eru skráðir nú en oft áður en skráningar eru tæplega 40 sem stendur. Aðalræðumaður ráðstefnunnar verður Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, sem mun fjalla um þær samfélagsbreytingar sem orðið hafa í kjölfar bankakreppunnar.

Meginvinna á ráðstefnunni verður í vinnuhópum þar sem allir þátttakendur eru virkjaðir til að fá fram skoðanir og viðhorf sem flestra.

Continue Reading

Century kært fyrir brot á vinnulöggjöf

United Steel Workers verkalýðsfélagið í Bandaríkjunum hefur kært Century Aluminium, álfyrirtækið sem rekur Norðurál og áformar byggingu álvers í Helguvík, fyrir brot á vinnulöggjöfinni þar í landi.

Fyrirtækið hefur ítrekað hótað starfsmönnum í álverksmiðju í Hawesville, Kentucky, sem eiga í vinnudeilu við fyrirtækið, því að álverinu verði lokað komi til verkfalla starfsmanna eða samþykki þeir ekki tilboð fyrirtækisins varðandi endurnýjun á kjarasamningi.

Continue Reading

Góð samstaða á formannafundi ASÍ

Á formannafundi Alþýðusambandsins í gær ræddu formenn aðildarfélaga undirbúning kjarasamninga - sem að mati margra geta orðið þeir erfiðustu og flóknustu um langt árabil. Fram kom að í ákveðnum atvinnugreinum - og/eða landssvæðum telja menn lítil færi til sóknar í kjaramálum á meðan aðrar atvinnugreinar eru taldar ráða við jafnvel talsverðar launahækkanir.

Continue Reading

Ákvörðun um hitaveitu frestað

Eigendafundur Orlofsbyggðarinnar á Einarsstöðum fjallaði um mögulega hitaveitu í orlofsbyggðinni í gær. Ákveðið var að boða til annars fundar innan skamms tíma þar sem endanleg ákvörðun væri tekin.

Áætlað er að hitavatnsvæðing byggðarinnar muni kosta tæplega 90 milljónir króna og er því um dýra framkvæmd að ræða og töldu eigendur, þ.e. 8 verkalýðsfélög, rétt að vanda allan undirbúning og fá nánarari skýringar við skýrslu Mannvits Verkfræðistofu.

Continue Reading

Hitaveita á Einarstaði ?

Stjórn AFLs ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að hefja endurbyggingu orlofshúsa félagsins á Einarsstöðum. Stefnt er að því að fimm húsa félagsins verði tekin í gegn í vetur, innra skipulagi breytt og skipt um innréttingar, tæki og gólfefni.

Á sama fundi var formanni AFLs, Hjördísi Þóru, falið að fara með umboð félagsins á eigendafundi orlofsbyggðarinnar sem boðaður hefur verið en þar verður tekin ákvörðun um það hvort byggðin verði hitaveituvædd.

Continue Reading

Starfsdagur AFLs fyrir grunnskólastarfsmenn

Starfsdagur starfsmanna grunnskóla á Austurlandi sem eiga félagsaðild að AFLi Starfsgreinafélagi verður haldinn í 4. sinn 10. september nk. Þessi starfsdagur hefur verið mjög vel sóttur af félagsmönnum okkar og þótt takast vel til.

Continue Reading