AFL starfsgreinafélag

Lög um vinnustaðaskírteini

Alþingi samþykkti á fundi sínum 11. maí sl. ný lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið laganna er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Vinnustaðaskírteinunum er sérstaklega ætlað að auðvelda eftirlit með því að starfsmenn njóti þeirra kjara og réttinda sem þeim ber og koma í veg fyrir ólöglega háttsemi á íslenskum vinnumarkaði.

Continue Reading

Aðalfundur AFLs 2010

thumb_Adalfundur AFls 2010Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags var haldinn á laugardaginn á Djúpavogi í blíðskaparveðri.
Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóð og á lögum félagins. Breytingarnar á reglugerð sjúkrasjóðs snúa einkunn að því að skerpa á þeim á því verklagi sem gilt hefur hjá framkvæmdastjórn sjóðsins og starfsmanni auk þess sem orðalag er fært til betri vegar. Í lög félagsins var bætt inn kafla um siða- og verklagsreglur.

Continue Reading

Aðalfundur Stapa - hækkun lífeyrisgreiðslna fryst um 5%

fulltrar_aflsAðalfundur Stapa Lífeyrissjóðs var haldinn að Skjólbrekku í Mývatnssveit í gær. Fráfarandi formaður stjórnar, Sigurður Hólm Freysson, AFLi Starfsgreinafélagi, flutti skýrslu stjórnar og Kári Arnórsson, framkvæmdastjóri sjóðsins fór yfir reikninga lífeyrissjóðsins.

 

Continue Reading

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags

adalf_auglAðalfundur AFLs verður nk. laugardag á Djúpavogi. Ferðir á fundinn eru skipulagðar af skrifstofum félagsins. Félagsmenn hafi samband við næstu skrifstofu félagsins til að fá upplýsingar.

Smellið á auglýsinguna hér til hliðar til að fá stærri mynd

Continue Reading

1. maí ávarp AFLs Starfsgreinafélags

afl_starfsgr

AFL Starfsgreinafélag hvetur allt launafólk til að efla samstöðuna með þátttöku í hátíðahöldum dagsins. Baráttan næstu misseri verður hörð og ströng. Stjórn og starfsfólk AFLs sendir öllum félögum sínum hér á landi sem erlendis baráttukveðjur í tilefni dagsins.

Hátíðahöld dagsins á félgssvæði AFLs eru kynnt hér á síðunni en hér að neðan er hlekkur á 1. maí ávarp félagsins.

maiavarpafls2010

Continue Reading

Aðalfundi Verkamannadeildar lokið

Aðalfundur Verkamannadeildar AFLs var haldinn í gærkvöldi. Á fundinum flutti formaður deildarinnar Jóna Járnbrá Jónsdóttir, skýrslu um störf deildarinnar og ennfremur voru aðstæður í þjóðfélaginu til umræðu og það sem framundan er í kjaramálum.

Continue Reading