Byrjunarörðugleikar með orlofsávísanir
Fyrstu byrjunarörðugleikar hafa komið í ljós með notkun orlofsávísana AFLs. Hjón sem ætluðu að greiða fyrir máltíð á hóteli einu á félagssvæðinu fengu upplýsingar um að einungis væri hægt að nota ávísunina til greiðslu fyrir gistingu.
Þetta var ekki það sem AFL taldi sig hafa samið um og hefur hótelið verið fjarlægt af lista okkar þar til leyst hefur verið úr þessum ágreiningi.
Listinn er birtur hér að neðan leiðréttur og ennfremur í valmyndini hér til hægri.
Orlofsávísanir AFLs
AFL Starfsgreinafélag býður í sumar, í samvinnu við Ferðaskrifstofu Austurlands og ferðaþjónustuaðila, upp á orlofsávísanir sem unnt verður að greiða með fyrir veitingar, gistingu og þjónustu hjá völdum hópi ferðaþjónustuaðila á öllu Austurlandi.
Orlofsávísanir félagsins eru gefnar út í tveimur verðflokkum, kr. 10.000 og kr. 5.000. Félagsmenn AFLs geta keypt þessar ávísanir á skrifstofum félagsins fyrir kr. 5.000 og kr. 2.500 og notað þær síðan til að greiða fyrir hjá þeim ferðaþjónustuaðilum sem þær gilda hjá.
Sumarhús á Spáni
Sumarbústaður
Orlofsuppbót 2010
Verslunar og skrifstofufólk | 19.500 kr |
Verkamenn (hótel og veitingast.) | 25.800 kr |
Iðnaðarmenn | 25.800 kr |
Sveitafélögin | 25.800 kr |
Ríkið | 25.800 kr |
Alcoa Fjarðarál | 109.000 kr |
Réttur til orlofsuppbótar:
Almenni markaðurinn (verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarmenn)
Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á árinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. maí
Launahækkanir 1. júní 2010.
1. júní koma til framkvæmda síðasti hluti launahækkana kjarasamninga, en flestir kjarasamningar renna út í lok nóvember.
Á almenna vinnumarkaðnum hækka mánaðarlaun verkafólks og verslunarmanna um 6.500 kr., en mánaðarlaun iðnaðarmanna og skrifstofumanna um 10.500 kr. Reiknitölur ákvæðisvinnutaxta hækka um 2,5%
Tímamæld ræsting hækkar í 1.016,59 kr lægri taxti og 1.223,40 hærri taxti.
More Articles ...
- Lög um vinnustaðaskírteini
- Aðalfundur AFLs 2010
- Aðalfundur Stapa - hækkun lífeyrisgreiðslna fryst um 5%
- Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags
- 1. maí ávarp AFLs Starfsgreinafélags
- 1. maí hátíðahöld um allt Austurland
- Aðalfundi Verkamannadeildar lokið
- Úthlutun orlofshúsa AFLs Starfsgreinafélgs
- Aðalfundir deilda AFLs
- Trúnaðarmannanámskeið II á Eyjólfsstöðum
- Síldarvinnslan greiðir út 700 millj. kr. arð
- Skrifstofur AFLs illa merktar
- Ársfundur trúnaðarmanna AFLs
- Launahækkanir?
- AF hverju tekur langan tíma að innheimta launin mín?
- Dagskrá Ársfundar trúnaðarmanna
- Silfursmíði og handverkssýning
- Fisktækninám: Veiðar, vinnsla og eldi
- Áskiljum okkur rétt til aðgerða
- Mikil vonbrigði með þróun efnahagsmála
- Ársfundur í undirbúningi
- Úthlutað í Spánaríbúð AFLs
- Sjálfkjörið í samninganefnd við ALCOA
- Vöfflukaffið vel sótt
- Fjölmennur fundur um kvótamál