AFL starfsgreinafélag

1. maí á Austurlandi

Hátíðahöld AFLs Starfsgreinafélags vegna 1. maí verða eins og hefðbundið er á öllum þéttbýliskjörnum félagssvæðisins. Dagskránna má sjá hér að neðan.

Continue Reading

SGS leggur fram samningstilboð

SGS hefur lagt fram tilboð að kjarasamningi við SA. Tilboð SGS hljóðaði upp á samning til eins árs með 15.000 kr. taxtahækkun frá 1. mars að telja og almenna kauphækkun upp á 4,5% svo og hækkun lágmarkstekjutryggingar í 200.000 kr.  Auk þess sem SGS lagði áherslu á að þar sem samkomulag hefur náðst í sérmálum undanfarnar vikur – héldi það samkomulag inn í nýjan samning.

Continue Reading

Samningamenn boðaðir suður

Samningamenn AFLs vegna fiskimjölsverksmiðja og vegna samningaviðræðna við Eimskipafélagið vegna starfa við Mjóeyrarhöfn, voru um kvöldmatarleyti kallaðir til fundar í húsi sáttasemjara í fyrramálið. Ríkissáttasemjari hefur boðað fund í deilu AFLs og Drífanda við SA vegna bræðslusamninga og sömuleiðis vegna deilu AFLs við SA/Eimskipafélagið vegna Mjóeyrarhafnar.

Continue Reading

Úthlutun orlofshúsa AFLs Starfsgreinfélags 2011

Úthlutað verður orlofstímabilum í orlofshúsum AFLs Starfsgreinfélags á opnum fundi félagsins sem haldinn verður að Búðareyri 1, Reyðarfirði, fimmtudaginn 14. apríl  nk kl. 19:30. Orlofstímabilum verður úthlutað skv. reglum félagsins og verður dregið úr jafnréttháum umsóknum þar sem fleiri en ein berast í sama hús á sama tímabili. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið úthlutað sl. þrjú ár njóta forgangs. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum  

Orlofsstjórn AFLs Starfsgreinafélags

Aðalfundir deilda

Aðalfundir deilda AFLs Starfsgreinafélags verða haldnir sem hér segir í samræmi við lög félagsins.

 

Continue Reading