AFL starfsgreinafélag

Skrifað undir samning við sveitarfélögin.

Um tíuleytið í morgun var skrifað undir nýjan kjarasamning milli SGS og sveitarfélaganna. Fundur hafði þá staðið samfellt í rúman sólarhring. Samningurinn er í takt við þá samninga sem gerðir hefur verið á undanförnum vikum. Samningurinn fer í kynningu í næstu viku.

Ríkissamningur samþykktur.

Niðurstöður talningar úr sameiginlegri póstatkvæðagreiðslu um nýtt samkomulag fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Starfsgreinasambands Íslands hins vegar.

Á kjörskrá eru 1.492
Atkvæði greiddu 494 eða 33,2%
Já sögðu 458 eða 92,8%
Nei sögðu 35 eða 7,1%
auðir/óg. 3 - 0,1%
Kjarasamningurinn er samþykktur.

Kjarasamningar við SA taka gildi.

Í aðfararsamningi kjarasamninganna var kveðið á um að forsenda þess að samningarnir öðlist gildi sé, að tilteknar stjórnvaldsákvarðanir og lagabreytingar hafi náð fram að ganga fyrir 22. júní. Nú liggur fyrir að Alþingi afgreiddi þau lagafrumvörp sem vænst var, en jafnframt að stjórnvöld hafa ekki kynnt veigamiklar áætlanir og áform í efnahags- og atvinnumálum og ríkisfjármálum. Afstaða samninganefndar ASÍ var sú, að þrátt fyrir þessi vanhöld væri ekki ástæða til þess að láta samninganna ekki öðlast gildi en brýna jafnframt stjórnvöld í að klára þessa áætlanagerð og leggja fram sem allra fyrst. Sérstök áhersla

Continue Reading

Launamál ungmenna sem starfa hjá sveitarfélögum.

Eins og fram kemur í frétt á síðunni 9. júní s.l. var samningaviðræðum við sveitarfélögin slitið fyrir nokkru síðan.
Starfsmenn hjá sveitarfélögum fengu launahækkun þann 1. júní 2010 og hafa ekki fengið hækkanir síðan.
Vegna fjölda fyrirspurna um laun ungmenna sem starfa hjá sveitarfélögunum þá koma fram hér að neðan gildandi ákvæði úr kjarasamningi sem ná yfir ungmenni

Continue Reading

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við Alcoa.

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning fer fram á skrifstofnum AFLs á opnunartíma

Jafnfram verða kjörgögn í anddyri Alcoa
Þriðjudaginn 21. júní milli kl 19:00 -21:00
Fimmtudaginn 23. júní milli kl. 7:00-9:00

Atkvæðagreiðslunni lýkur kl 12:00 þann 23. júní