AFL starfsgreinafélag

Félagsfundur verkamannadeild AFLs

thumb_picture_030Almennur félagsfundir í verkamannadeild AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn á Hótel Framtíð Djúpavogi laugardaginn 1. október kl. 13:00

Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á þing SGS
2. Önnur mál

 AFL Starfsgreinafélag
 verkamannadeild

Nýjar orlofsíbúðir AFLs afhentar

thumb_afl_3211_page_1Orlofssjóður AFLs Starfsgreinafélags stendur nú í stærstu einstöku fjárfestingu félagsins frá upphafi,  en verið er að afhenda orlofsíbúðir er félagið hefur keypt í Mánatúni 3 - 5 í Reykjavík - alls 12 íbúðir. Í staðinn voru 11 eldri íbúðir félagsins seldar.

Continue Reading

Tilmæli frá SGS vegna verkfalls

starfsgrStarfsgreinasamband Íslands hefur sent aðildarfélögum tilmæli um að félögin kynni félagsmönnum er starfa á leikskólum viðmiðunarreglur Kennarasambandsins vegna verkfalls leikskólakennara. AFL Starfsgreinafélag birti í gær helstu viðmiðanir og félagið er í góðu sambandi við félagsmenn sína á leikskólum og hefur beint því til félagsmanna að virða leiðbeiningar KÍ og verkfallsvarða. Hér að aftan fer erindi SGS til aðildarfélaga.

Continue Reading

Göngum ekki í störf annarra í verkfalli

thumb_leiksklabornAFL Starfsgreinafélag hvetur félagsmenn sína er starfa á leikskólum til að virða verkfall Félags Leikskólakennara í hvívetna. Þannig beinir félagið tilmælum til félagsmanna að ganga ekki í störf leikskólakennara og kynna sér leiðbeiningar sem birtar eru hér að aftan.

AFL lýsir fyllsta stuðningi við leikskólakennara í kjarabaráttu sinni.

Continue Reading

Stapi lífeyrissjóður endurheimti kröfuna

thumb_stapiMeð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag hefur Stapi Lífeyrissjóður endurheimt kröfu sína á Straum Burðarás (nú ALMC hf) að verðmæti um 5,2 milljarða króna, sem um tíma var talin glötuð með því að lögmaður lífeyrissjóðsins lýsti kröfunni of seint í þrotabú bankans.

Continue Reading

Samningur við sveitarfélög samþykktur

thumb_sveitafTalningu atkvæða í kosningum um nýgerðan kjarasamning AFLs Starfsgreinafélags og Starfsgreinasambands Íslands við Sambands íslenskra sveitarfélaganna er lokið. Samningurinn var samþykktur með 87,1 % greiddra atkvæða. Niðursstöður fara hér á eftir.

Continue Reading

Atkvæðagreiðsla um "sveitarfélagasamning"

thumb_atkvgreidslaNú stendur yfir póstatkvæðagreiðsla um nýgerðan karasamning milli Starfsgreinasambands íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga, vegna félagsmanna AFLs sem starfa hjá sveitarfélögum á Austurlandi. Talning atkvæða fer fram 18. júlí. Hvetjum félagsmenn til að sína samstöðu og greiða atkvæði um kjarasamninginn, atkvæðaseðlar þurfa að berast félaginu fyrir lokun skrifstofa föstudaginn 15. júlí.