AFL starfsgreinafélag

Baráttukveðjur á 1. maí

Stjórn, starfsfólk og trúnaðarmenn AFLs Starfsgreinafélags senda félagsmönnum og launafólki öllu baráttukveðjur í tilefni 1. maí. "Verndum kjörin" er yfirskrift dagsins og ekki að ósekju en verðhækkanir rýra nú kjör þau sem nýgerðir kjarasamningar áttu að tryggja.

AFL efnir til hátíðahalda í tilefni dagsins á 10 þéttbýlisstöðum - sjá lesa meira hér að neðan.

Continue Reading

Góður árangur í innheimtumálum

Í gær féll dómur í Héraðsdómi Austurlands í máli er lögmenn AFLs Starfsgreinafélags höfðuðu fyrir hönd erlends félagsmanns. Með dómnum voru allar kröfur félagsins viðurkenndar og viðkomandi fyrirtæki dæmt til að greiða um 600.000 krónur auk álíka upphæðar í málskostnað.

Continue Reading

Síðustu dagar umsókna um orlofshús

Orlofskostir, skoða nánarNú streyma inn umsóknir um orlofshús, umsóknarfrestur er til 29. apríl, úthlutun fer fram í kjölfarið. Þeir sem hafa hug á að sækja um geta gert það á viðeigandi umsóknareyðublaði eða í síma 4700300. Rétt er að taka það fram að lokið hefur verið við úthlutun íbúðarinnar á Spáni.

Aðalfundur:

Verkamannadeildar verður haldinn að Egilsbraut 11, Neskaupstað, 21. apríl kl. 20:00.
Verslunarmannadeildar verður haldinn að Víkurbraut 4, Höfn, 22. apríl kl. 20:00.
Iðnaðarmannadeildar verður haldinn að Egilsbraut 11, Neskaupstað, 28. apríl kl. 20:00.

Continue Reading

Aðalfundur iðnaðarmannadeildar ? leiðrétting

Þau leiðu mistök urðu við vinnslu auglýsingar um aðalfund iðnaðarmannadeildar AFLs í Dagskránni, að fundurinn var sagður vera 18. apríl. Hið rétta er, að fundurinn verður haldinn 28. apríl, í húsi félagsins að Egilsbraut 11, Neskaupsstað, Fjarðabyggð. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Nánar auglýst síðar.

Vinnudagar með Einingu Iðju

Vegna sameiginlegra vinnudaga með Einingu-Iðju á Illugastöðum verða allar skrifstofur félagsins lokaðar fimmtudaginn 17. apríl  og föstudaginn 18. apríl. Til að draga úr óþægindunum vegna lokunarinnar, minnum við þá félagsmenn sem eiga ósótta íbúðasamninga á að sækja og ganga frá samningi fyrir þann tíma.

Trúnaðarmannakjör hjá SVN

Nýr öryggistrúnaðarmaður var kosinn meðal starfsmanna Síldarvinnslunnar á Neskaupstað í dag og var Vilhjálmur Lárusson kosinn og Jóna Járnbrá Jónsdóttir endurkjörin félagslegur trúnaðarmaður.